NÝJASTA NÝTT

Ready Player One - Ready Player One gerist í dystópískri framtíð þar sem nánast takmarkalaus sýndarveruleiki er orðinn að stærstu fíkn mannkynsins. Í þessum dýnamíska flóttaheimi sem nefnist Oasis geta allir tapað sér í eigin sköpunargleði, lifað fantasíur sínar, litið út hvernig sem það vill og kjaftað út í hið óendanlega um „eitís“ bíómyndir. Athyglisvert er að Steven Spielberg […]
Víti í Vestmannaeyjum - Það má oft spyrja sig hvers vegna við framleiðum ekki meira af alíslenskum barna- og fjölskyldumyndum með krökkum í aðalhlutverki, fyrst við höfum sýnt fram á fína getu með fáeinum sigurvegurum í gegnum árin. Þar stekkur auðvitað nokkur Benjamín dúfa upp í hugann, Stikkfrí líka, Jón Oddur og Jón Bjarni og kannski einn Pappírs Pési. […]
Tomb Raider (2018) - Frá upphafi tölvuleikja hafa fá nöfn grafið sig jafn djúpt í kúltúrinn og Lara Croft; grafræninginn sem frá upprunalegri sköpun sinni hefur eflaust skotið ófáum táningum hraðar á kynþroskaaldurinn. Það hlaut því að vera tímaspursmál hvenær Lara fengi endurkomu á hvíta tjaldið, sérstaklega eftir þær breytingar sem fígúran hefur tekið síðustu árin. Nú er komið […]
Andið eðlilega - Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. Myndin varpar ljósi á fáttækt, fíkn, sársauka, málefni flóttamanna, samkynhneigðra og martraðirnar sem fylgja skriffinsku og kerfisreglum, og hvort samkenndina sé að finna […]
An Ordinary Man - Oft getum við myndað tengsl við hina ólíklegustu aðila og tíminn spyr aldrei um hvenær. Þessi staðreynd svífur yfir kvikmyndina An Ordinary Man, þar sem gamla brýnið Ben Kingsley leikur eftirlýstan stríðsglæpamann og fyrrum hershöfðingja sem situr fastur í felum undan yfirvöldum, og hefur haldið sig í skugganum síðan á tímum Júgóslavíustríðsins. Einn daginn rekst […]
The Disaster Artist - Sannleikurinn er oft merkilegri en skáldskapur, ekki síður þegar átt er við um sannleikann á bakvið merkilegan skáldskap. Ef það er eitthvað sem er óskiljanlegra heldur en töfrandi samsetningin á The Room, þá er það maðurinn á bakvið hana. Tommy Wiseau er, svo vægt sé til orða tekið, einstök (mann?)vera sem fyrir mörgum árum síðan […]
Bestu (og verstu) myndir 2017 - Gott ár í heildina. Fínasta ár fyrir stórmyndir, óvenjulega gott ár fyrir íslenskt efni í bæði sjónvarpi og bíói og áttu framhaldsmyndir afspyrnugott „rönn“ þetta árið. Sarpur afberandi smærri mynda hefur ekki ollið miklum vonbrigðum og streymiveitur gera enn hvað sem þær geta til að sannfæra okkur um að fara sjaldnar í kvikmyndahús, með prýðum. […]
Star Wars: Episode VIII – The Last Jedi - Star Wars vörumerkið hefur svo sannarlega átt sínar gæðasveiflur og er fátt sem reitir hin almenna aðdáanda jafn fljótt til reiðis og útkoma sem brýtur hefðir. En þá kemur upp spurningin hvort að viðkomandi unnandi vilji helst halda hlutunum óbreyttum og endalaust í takt við hið klassíska eða sjá þetta sjá þetta víkkað út á […]
The Killing of a Sacred Deer - Í upphafsskoti myndarinnar The Killing of a Sacred Deer sjáum við opinn skrokk í miðri skurðaðgerð. Hjarta sem slær fyllir út í rammann og með þessu skoti er ekkert verið að spara sekúndurnar. Segja má að þetta marki viðeigandi upphaf og gefi réttan tón; sýnin er undarlega dáleiðandi en í senn óþægileg til lengdar, á […]
Murder on the Orient Express (2017) - Enn er nostalgían allsráðandi og sömuleiðis eftirspurnin eftir endurgerðum. Hins vegar, á tímum þar sem sjálfsagt þykir að leita til níunda áratugarins að innblæstri við gerð bíómynda og sjónvarpsþátta, kemur leikstjórinn og leikarinn Kenneth Branagh með sitt framlag með virðulegri túlkun á tímalausri sakamálasögu þar sem sótt er í töluvert eldri tíðaranda en sést orðið […]

kil

ked

Bloggaðu hjá WordPress.com.