NÝJASTA NÝTT

The Snowman - The Snowman er byggð á samnefndum reyfara eftir norska rithöfundinn Jo Nesbø, sjöundu bókinni í röðinni um drykkfellda en fluggáfaða rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole (þetta eftirnafn er víst borið fram „húle“ á móðurmálinu). Ætlunin hjá aðstandendum hefur vissulega verið sú að keyra í gang glænýja seríu í líkingu við myndirnar um Jack Reacher eða Alex Cross, […]
Blade Runner 2049 - Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. En hvort sem fólk dýrkar myndina […]
Vinterbrødre - Í dimma kalknámu í Danmörku mæta bræðurnir Emil og Johan til vinnu dag eftir dag. Kuldinn er allsráðandi. Ekki á það bara við um vetrartímann sem umlykur söguna, heldur hvernig mannlegum samskiptum er háttað hjá bræðrunum, þar sérstaklega Emil, sem er töluvert lágstemmdari og sorglegri, hreint út sagt. Í frístundum sínum glápir Emil á nágrannastúlku […]
Disappearance - Það getur oft verið erfitt að vera ungur, vitlaus og ástfanginn, sérstaklega innan samfélagsreglna í Íran, eins og þau Sara og Hamed fá að kynnast. Disappearance gerist á örlagaríkri nóttu þar sem þau flakka milli sjúkrahúsa í Teheran í von um að fá aðstoð eftir óhapp sem hvorugt þeirra þorir mikið að hafa hátt um. […]
Miracle - Miracle gerist í litlum bæ í Litháen í kringum upphaf tíunda áratugarins. Bærinn var áður undir kommúnistastjórn og ríkir mikil eymd meðal íbúa. Aðalpersóna myndarinnar, Irena (frábærlega leikin af Eglé Mikul­ionyté), er sjálf á barmi gjaldþrots og er eigandi svínabús sem ekki ber sig. Lífið virðist vera á hraðri leið niður á við þegar skyndilega […]
Soldiers: Story from Ferentari - Mannfræðingurinn Adi flytur í fátækasta hverfi Búkarest til að skrifa um manele-tónlist eftir að kærasta hans yfirgefur hann. Í hverfinu kynnist hann fyrrverandi fanga, Alberto, og eftir að óvænt tengsl myndast þeirra á milli eru mennirnir komnir í ástarsamband, og sambúð seinna meir. Adi er sannfærður um að þetta verði bara fínasta tilbreyting en Alberto […]
Kingsman: The Golden Circle - „Meira þýðir meira“ er hugarfar sem ríkir í flestum stórum framhaldsmyndum. Það er heldur ekkert auðvelt verk að útbúa framhald sem gefur áhorfendum vænan skammt af því sem þeir kunnu að meta í síðustu umferð, en þá án þess að endurgera gömlu formúluna, og bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi á sama tíma. Venjulega […]
mother! - Hann Darren Aronofsky er ekki beinlínis þekktur fyrir það að fara pent í hlutina, sama hvaða verkefni hann tekur að sér. Flestar ef ekki allar myndir hans eru ágengar, grafalvarlegar, hugmyndadrifnar og hafa að einhverju leyti snúist um persónur sem haldnar eru vissri þráhyggju sem seinna meir setur líf þeirra á hliðina eða leiðir til […]
IT: Chapter One - Það er auðvelt að skilja hvers vegna It er ein af langlífari og þekktari sögum frá Stephen King. Það er aldeilis af nægu að taka en hér er spennuhrollur þar sem til dæmis er glímt við einelti, gróft uppeldi, vináttu, samvinnu, hormóna og ótta. Reyndar eru þetta afar algeng þemu hjá King, sem á það […]
Undir trénu - Undir trénu er hresst dæmi um það hvernig er hægt að hnoða öfluga kómík úr litlum harmleikjum, sumum reyndar hversdagslegri en öðrum í þessu tilfelli. Hér segir frá skuggalega venjulegu fólki sem fer í tilgangslaust stríð við hvert annað, fólki sem forðast sín eigin vandamál með því að beina þeim yfir á aðra. Við fylgjumst […]

kil

ked

Bloggaðu hjá WordPress.com.