NÝJASTA NÝTT

You Were Never Really Here - You Were Never Here tekur öðruvísi vinkil á tvo kunnuglega geira, fyrst og fremst hefndartryllinn og harðsoðnu rökkurmyndina („film noir“). Í slíkum myndum er yfirleitt hart ofbeldi fléttað við eins konar spæjarasögu, nema hér er komin mynd sem nálgast hið hrottalega með bítandi og óvenjulegum hætti – og að sama skapi skiptir söguþráðurinn óskaplega litlu máli. […]
Avengers: Infinity War - Ofurhetjur eru alls staðar, en af öllu því ógrynni sem til er af slíkum bíómyndum og myndabálkum hefur aldrei neinu tekist til í líkingu við það sem þursarnir hjá Marvel kvikmyndaverinu hafa náð að dæla út síðustu tíu árin. Margt smátt hefur orðið að mjög stóru frá því að þetta hófst sumarið 2008 með Iron […]
Rampage - Það er varla hægt að biðja um meira heilalaust bíó heldur en Rampage. Við er auðvitað nákvæmlega engu öðru að búast. Myndin er byggð á tölvuleik þar sem spilarinn hefur það einfalda hlutverk að velja eitt af þremur ofurdýrum, brjóta niður byggingar og drepa hermenn – trekk í trekk og ekkert meir, nema það að […]
A Quiet Place - Að lifa án þess að mega nokkurntíma gefa frá sér hljóð er ekkert líf til að lifa. Hér skyggnumst við í dystópíuheim þar sem dularfullar verur eru allsráðandi; snöggar, blindar en gæddar ofurnæmu heyrnarskyni og hefur því eftirlifandi mannfólk lítið val um annað en að trítla gegnum tilveruna. Sögusvið myndarinnar er bóndabýli og fylgjumst við […]
Ready Player One - Ready Player One gerist í dystópískri framtíð þar sem nánast takmarkalaus sýndarveruleiki er orðinn að stærstu fíkn mannkynsins. Í þessum dýnamíska flóttaheimi sem nefnist Oasis geta allir tapað sér í eigin sköpunargleði, lifað fantasíur sínar, litið út hvernig sem það vill og kjaftað út í hið óendanlega um „eitís“ bíómyndir. Athyglisvert er að Steven Spielberg […]
Víti í Vestmannaeyjum - Það má oft spyrja sig hvers vegna við framleiðum ekki meira af alíslenskum barna- og fjölskyldumyndum með krökkum í aðalhlutverki, fyrst við höfum sýnt fram á fína getu með fáeinum sigurvegurum í gegnum árin. Þar stekkur auðvitað nokkur Benjamín dúfa upp í hugann, Stikkfrí líka, Jón Oddur og Jón Bjarni og kannski einn Pappírs Pési. […]
Tomb Raider (2018) - Frá upphafi tölvuleikja hafa fá nöfn grafið sig jafn djúpt í kúltúrinn og Lara Croft; grafræninginn sem frá upprunalegri sköpun sinni hefur eflaust skotið ófáum táningum hraðar á kynþroskaaldurinn. Það hlaut því að vera tímaspursmál hvenær Lara fengi endurkomu á hvíta tjaldið, sérstaklega eftir þær breytingar sem fígúran hefur tekið síðustu árin. Nú er komið […]
Andið eðlilega - Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. Myndin varpar ljósi á fáttækt, fíkn, sársauka, málefni flóttamanna, samkynhneigðra og martraðirnar sem fylgja skriffinsku og kerfisreglum, og hvort samkenndina sé að finna […]
An Ordinary Man - Oft getum við myndað tengsl við hina ólíklegustu aðila og tíminn spyr aldrei um hvenær. Þessi staðreynd svífur yfir kvikmyndina An Ordinary Man, þar sem gamla brýnið Ben Kingsley leikur eftirlýstan stríðsglæpamann og fyrrum hershöfðingja sem situr fastur í felum undan yfirvöldum, og hefur haldið sig í skugganum síðan á tímum Júgóslavíustríðsins. Einn daginn rekst […]
The Disaster Artist - Sannleikurinn er oft merkilegri en skáldskapur, ekki síður þegar átt er við um sannleikann á bakvið merkilegan skáldskap. Ef það er eitthvað sem er óskiljanlegra heldur en töfrandi samsetningin á The Room, þá er það maðurinn á bakvið hana. Tommy Wiseau er, svo vægt sé til orða tekið, einstök (mann?)vera sem fyrir mörgum árum síðan […]

kil

ked

Bloggaðu hjá WordPress.com.