NÝJASTA NÝTT

maxresdefault (1) Suicide Squad - Bíóheimurinn hjá DC liggur núna í svakalegri kássu, og erfitt er að meðtaka Suicide Squad sem annað en týnda tilraun hjá merkinu til þess að sóa nokkrum efnilegum karakterum og rembast við að punga út svari sínu við Guardians of the Galaxy. Sameiginlegu einkennin eru til staðar, frá flippaða og fjölbreytta glæpagenginu til peppaða músíkvalsins. Munurinn […]
maxresdefault Sausage Party - Eins mikið og ég elska Toy Story seríuna þá kemst ég ekki hjá því að hugsa um hversu niðurdrepandi líf og tilvist leikfangana er í þeim myndum. En hvað ef Toy Story hefði tekið fullorðinsleiðina og kafað meira ofan í bömmerandi og einhæfa tilgang þeirra? eða betra, tekið sambærilegan vinkil á orðljóta og hálf truflandi […]
jason-bourne-matt-damon Jason Bourne - Stundum er í lagi að segja stopp, annars er komin sú hætta að margendurtaka sig – og hún var svo sannarlega þegar til staðar ef við skoðum þennan þrælfína Bourne-þríleik sem nú er (aftur) búið að teygja óþarft lopann á. Með fyrri myndunum var samt ágætis samheldni og að mínu mati var tekið skítsæmilegan grunn […]
ghostbusters Ghostbusters (2016) - Ghostbusters er ekki hið heilagasta gral sem þú getur kippt úr kvikmyndasögunni. Íkonísk ræma, engin spurning, og mynd sem á sér rótgrónar nostalgíurætur hjá mér persónulega en á tímum þar sem Hollywood er ítrekað gjaldþrota á ferskum hugmyndum var það aðeins tímaspursmál hvenær Draugabanarnir yrðu dregnir úr hatti endurgerðanna… af því bara. Frummyndin er einstök […]
gallery_findingdory_7_c7217635 Finding Dory - Öll erum við orðin pínu ofdekruð af Pixar, merkinu sem einu sinni var tákn um viss gæði í hverri lotu. Það er smekksbundið hjá hverjum og einum hvenær stúdíóið fór aðeins að detta í lægri standard (sumir myndu segja Cars, margir Cars 2 – ég segi Brave) og það er lítil huggun í framhalds-færibandinu þeirra, […]
id4-gallery2 Independence Day: Resurgence - Það er sama á hvaða aldri þú ert, því verður ekki neitað að Independence Day er absólút hornsteinn yfirdrifinna ’90s blockbuster-mynda; ófullkomin að eðlisfari en í heildina þrælflott poppskemmtun sem lagði sterka teina fyrir módel sem ófáar dýrar, sprengjuóðar Hollywood myndir myndu fylgja. ID4 tók ameríska væmni og einfaldað eyðileggingarklám á ‘Michael Bay-legt’ level áður en […]
teenage-mutant-ninja-turtles-out-of-the-shadows-review-casey-jones-megan-fox Teenage Mutant Ninja Turtles: Out of the Shadows - Það er ekki beinlínis sanngjarnt að búast við að ‘Törtless’-mynd, af öllum, muni teljast til hágæðaverks, enda heilalaust skrípóbíó í sínu heilalausasta – og sérstaklega samsett handa annaðhvort krökkum eða krakkanum í (late-’80s…) eilífðartáningum. En þeir vita nákvæmlega að það telst meira til góðs heldur en ekki að sjá fjórar, flatbökuétandi skjaldbökuninjur slást við upprétt vörtusvín, […]
nice-guys-movie-2016-russell-crowe-ryan-gosling The Nice Guys - Í Shane Black myndum er tvennt í boði fyrir helstu karaktera; annaðhvort eru þeir grjótharðir töffarar, eða þeir reyna að vera töffarar, og þeim er stillt þannig upp að þú getur tekið þá alvarlega og sömuleiðis hlegið meira að þeim en með. Black skrifar yfirleitt frekar manneskjulega og hversdagslega karaktera/skíthæla sem finna sig í ýktum, farsakenndum kringumstæðum og Russell […]
15cdf6006ecf2290df1a17c4406683fe Warcraft - Vesalings tölvuleikjamyndirnar, tekur þær heila eilífð að fá breik eða svo mikið sem eitt almennilega framúrskarandi eintak til að lyfta bölvuninni. Lykilinn er oft að finna í passjóninu fyrir efninu og viljastyrk fyrir vandaðri kvikmyndagerð, þess vegna hefði ég haldið að harður aðdáandi og dúndurgóður kvikmyndagerðarmaður eins og Duncan Jones væri kindlaberinn að sinni. Moon […]
alice-through-the-looking-glass-trailer-1 Alice Through the Looking Glass - Af óskiljanlegum ástæðum náði Alice in Wonderland frá 2010 að slefa yfir milljarð dollara í heildaraðsókn, mynd sem er enn í dag sú versta, ljótasta og þurrasta frá Tim Burton. Hönnunin ágæt en maðurinn sóaði spikfeitu tækifæri til þess að gera eitthvað áhugavert, fjörugt eða spennandi úr efnivið sem allir héldu áður að smellpassaði honum. Í […]

kil

ked

Bloggaðu hjá WordPress.com.