NÝJASTA NÝTT

Bestu (og verstu) myndir 2017 - Gott ár í heildina. Fínasta ár fyrir stórmyndir, óvenjulega gott ár fyrir íslenskt efni í bæði sjónvarpi og bíói og áttu framhaldsmyndir afspyrnugott „rönn“ þetta árið. Sarpur afberandi smærri mynda hefur ekki ollið miklum vonbrigðum og streymiveitur gera enn hvað sem þær geta til að sannfæra okkur um að fara sjaldnar í kvikmyndahús, með prýðum. […]
Star Wars: Episode VIII – The Last Jedi - Star Wars vörumerkið hefur svo sannarlega átt sínar gæðasveiflur og er fátt sem reitir hin almenna aðdáanda jafn fljótt til reiðis og útkoma sem brýtur hefðir. En þá kemur upp spurningin hvort að viðkomandi unnandi vilji helst halda hlutunum óbreyttum og endalaust í takt við hið klassíska eða sjá þetta sjá þetta víkkað út á […]
The Killing of a Sacred Deer - Í upphafsskoti myndarinnar The Killing of a Sacred Deer sjáum við opinn skrokk í miðri skurðaðgerð. Hjarta sem slær fyllir út í rammann og með þessu skoti er ekkert verið að spara sekúndurnar. Segja má að þetta marki viðeigandi upphaf og gefi réttan tón; sýnin er undarlega dáleiðandi en í senn óþægileg til lengdar, á […]
Murder on the Orient Express (2017) - Enn er nostalgían allsráðandi og sömuleiðis eftirspurnin eftir endurgerðum. Hins vegar, á tímum þar sem sjálfsagt þykir að leita til níunda áratugarins að innblæstri við gerð bíómynda og sjónvarpsþátta, kemur leikstjórinn og leikarinn Kenneth Branagh með sitt framlag með virðulegri túlkun á tímalausri sakamálasögu þar sem sótt er í töluvert eldri tíðaranda en sést orðið […]
Justice League - Leiðin að Justice League hefur verið erfið. Nýi DC-heimurinn fór ekki sérlega vel af stað eftir að áhorfendur tóku vægast sagt misvel í Man of Steel, Batman v Superman og Suicide Squad. Þessar tvær seinni voru sérstaklega slakar og leit út fyrir að kraftaverk þyrfti til þess að bjarga þessari seríu af haugunum. Útlitið varð […]
Rökkur - Hingað til hefur enginn íslenskur leikstjóri sérhæft sig í hryllingsgeiranum eða markað spor sín í hann með sama hætti og Erlingur Óttar Thoroddsen. Á undarlega skömmum tíma hefur hann spreytt sig með mikilli fjölbreytni á því sviði og sýnt fram á hversu margt má gera við smátt. Fyrir rúmlega ári frumsýndi Erlingur indí-hrollvekjuna Child Eater. […]
Reynir sterki - Styrkleiki er yfirleitt kenndur við öfgakenndan massa og tröllvaxna líkamsbyggingu, en þar sannaði Reynir Örn Leósson sig sem einkennilegt frávik. Reynir sterki var alla tíð utangarðsmaður í leit að viðurkenningu frá samfélaginu sem seint fékkst. Hann átti erfiða æsku og var seinna meir oft séður sem svindlari og fylliraftur. Aflraunir mannsins voru ótrúlegar, nánast yfirnáttúrulegar, […]
Dýrin í Hálsaskógi - Fyrir marga Íslendinga er erfitt að verða ekki fyrir vægu nostalgíukasti yfir Dýrunum í Hálsaskógi, hvort sem það snýr að minningum einhverra þeirra fjölmörgu sviðssýninga hérlendis í gegnum áratugina eða einfaldlega tilhugsuninni um piparkökulagið. Þessi káta skilaboðasaga norska leikskáldsins Thorbjörns Egner hefur notið svakalegra vinsælda hérlendis og hefur nánast hver lifandi kynslóð séð, lesið eða […]
The Snowman - The Snowman er byggð á samnefndum reyfara eftir norska rithöfundinn Jo Nesbø, sjöundu bókinni í röðinni um drykkfellda en fluggáfaða rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole (þetta eftirnafn er víst borið fram „húle“ á móðurmálinu). Ætlunin hjá aðstandendum hefur vissulega verið sú að keyra í gang glænýja seríu í líkingu við myndirnar um Jack Reacher eða Alex Cross, […]
Blade Runner 2049 - Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. En hvort sem fólk dýrkar myndina […]

kil

ked

Bloggaðu hjá WordPress.com.