NÝJASTA NÝTT

Split - Það er erfitt að taka því ekki með miklum fyrirvara þegar fólk á alnetinu og víða hrósar nýrri ræmu frá M. Night Shyamalan og kallar hana „comeback-myndina“ hans. Seinast heyrðist eitthvað sambærilegt í kringum (grín?)hrollvekjuna The Visit og þótti mér persónulega sú mynd vera á meðal hans verstu, næstum því á pari við The Happening nema […]
Logan - Eftir því sem ofurhetjumyndum hefur fjölgað í gegnum árin hafa þær óneitanlega, kannski óhjákvæmilega, dottið í vissar formúlur sem farnar eru að plaga þær. Borgir eyðileggjast, tölvubrellur drekkja nær öllu á skjánum, fræjum er stráð fyrir komandi kafla og stöðugt verður erfiðara að bjóða upp á ferskleika svo áhorfendur þreytist ekki á geiranum. Verst er […]
The Lego Batman Movie - Legó-bíómynd(™) af þessari stærðargráðu er í eðli sínu eins æpandi og vörumerkja- eða leikfangaauglýsing getur orðið þegar hún er hönnuð fyrir kvikmyndahús. Samt er ekki til neitt sem heitir vond hugmynd, bara vond framkvæmd, og Phil Lord og Chris Miller sýndu það með The Lego Movie frá 2014 að þú gætir gert grillaða, bráðfyndna, skarpa og hjartastóra mynd […]
T2 Trainspotting - Hugtakið nostalgía er talið geta þýtt tvennt: í fyrsta lagi heimþrá og í öðru lagi ljúfsáran söknuð til fyrri tíma, þegar allt var betra, einfaldara, viðkomandi var yngri o.þ.h. Hvort tveggja á mjög vel við um allan efniviðinn og undirstöðu þeirra þemu sem finna má í T2 Trainspotting. Á meðan Hollywood-færibandið leikur sér endalaust að […]
John Wick: Chapter 2 - Þegar bíómynd mætir upp úr þurru, malar gull í miðasölum og kemur fyrst og fremst þrælskemmtilega á óvart er til mikils að biðja um að fá annað eintak sem er á sama pari, hvað þá betra. John Wick var ein af þessum myndum sem algjörlega sló á réttar nótur, með bálreiðum, einbeittum og skotglöðum Keanu […]
Fifty Shades Darker - Fifty Shades-bækurnar eftir E.L. James munu seint teljast til menningarlegra eða vandaðra bókmennta, en einhverja ánægju virðist markhópurinn fá út úr þeim. Skemmst er frá því að segja að það sama á við um bíómyndirnar, þessar tvær sem nú eru komnar út. Af báðum að dæma hefur verið óskaplega lítið innihald til staðar til þess […]
La La Land - Glansandi Hollywood-söngleikir hafa aldrei almennilega dáið út en oft og reglulega átt það til að leggjast í dvala. Seinast komust þeir í tísku rétt eftir aldamótin þegar myndir eins og Moulin Rouge og (hin miður ofmetna) Chicago létu til sín taka og heilluðu Óskarsnefndir. Með tilkomu og velgengni myndarinnar La La Land er nokkuð ljóst […]
xXx: Return of Xander Cage - Sorrý, en Vin Diesel á bara ekki heima í hverju sem er, sama hversu sannfærður hann er sjálfur um annað. Hann er sólid sem Riddick, alltílæ í Furious-ruglinu og var svosem skítsæmilegur í xXx árið 2002 þegar attitjúdið (og aldurinn) hentaði betur. Að endurlífga þennan Xander Cage karakter, 15 árum seinna, reynist eitthvað koma voða […]
Senur ársins 2016 - Oft getur það verið leiðingjarnt að lesa topplista eða flokka um hvaða millimetra-hársbreidd munar um í gæðum um hvers vegna bíómynd A er betri en bíómynd B.  Það sagt, ef þú ert að leita að „uppáhalds“lista, þá er hann aðgengilegur hér. Hér ætlum við aðeins að leika okkur. Hvað er það sem gerir senu góða […]
Assassin’s Creed - Þrátt fyrir að eigi enn eftir að gera fyrstu frábæru bíómyndina sem byggð er á tölvuleik verður að segjast að geirinn er farinn að spýta aðeins í lófanna og að minnsta kosti reyna oftar eitthvað flott og grand. Meiri metnaður er greinilega lagður í þessi stykki, eins og sást á t.d. Warcraft í fyrrasumar og núna […]

kil

ked

Bloggaðu hjá WordPress.com.