NÝJASTA NÝTT

Wonder Woman - Súr er tilhugsunin um að komið sé árið 2017 og enn þá hafi ekki verið gerð framúrskarandi ofurhetjumynd með kvenpersónu í burðarhlutverki. Eins er furðulegt að tekið hefur þetta langan tíma að fá Wonder Woman á bíótjaldið, miðað við vinsældir hennar og „legasíu“. Að vísu stendur DC-teymið sig strax betur en keppinautarnir hjá Marvel-stúdí­óinu, sem getið […]
Pirates of the Caribbean: Salazar’s Revenge - Varla er til neitt sem heitir slæm hugmynd, aðeins vond framkvæmd. Í eðli sínu hljómaði það samt eins og mistök að búa til bíómynd byggða á „skemmtitæki“ í Disneylandi, en það var nýtt í fyrstu Pirates of the Caribbean myndinni sem góður grunnur til þess að prófa ýmsa nýja hluti. Hvað gerðist svo? Hún hitti […]
Alien: Covenant - Í kvikmyndasögunni eru fáar geimverur sem eiga sér álíka goðsagnakennda hönnun og „xenomorph“ veran frá málaranum H.R. Giger heitnum, sem fyrst birtist í upprunalegu klassík Ridleys Scott frá 1979. Alien-myndabálkurinn hefur síðan þá farið í gegnum margar stökkbreytingar en ekki getið af sér neitt sem teljast mætti stórkostlegt frá því að James Cameron tók við. […]
King Arthur: Legend of the Sword - Breski leikstjórinn Guy Ritchie hefur gert það að góðum vana að flytja eitthvað hundgamalt yfir í nýjan, nútímalegri búning og brennimerkja það með sínum eigin stíl. Þetta á við um krimmamyndir hans sem sækja í heimaslóðirnar sem og poppaðra, hasardrifnara efnið frá Hollywood, hvort sem það er Sherlock Holmes, hin stórlega vanmetna The Man from […]
Ég man þig - Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En […]
Guardians of the Galaxy Vol. 2 - Þegar Guardians of the Galaxy kom út fyrir þremur árum þótti Marvel-stúdíóið taka mikla áhættu með myndinni, enda könnuðust fáir við hetjurnar fyrirfram og þá var óvíst hvort almenningur myndi tengja sig við súran og ærslafullan tón hennar. Þess vegna sló það marga út af laginu hvað útkoman reyndist vera þrusuvel heppnuð og náði leikstjórinn, […]
Fast & Furious 8 - Fast & Furious-serían hefur þróast undarlega. Það sem upphaflega snerist um götukappakstur smákrimma og ólgandi testósterónflóð hefur smám saman breyst í beinar og óbeinar ofurhetjusögur, þar sem hópur adrenalínfíkla notar spyrnukagga og töffarastæla til þess að bjarga heiminum og lifa allt mögulegt af í leiðinni. Viðeigandi væri að líkja þessu við Mission Impossible á sterum. […]
Snjór og Salóme - Við kynnumst hinni ungu og viðkunnanlegu Salóme. Hún vinnur á útvarpsstöð og býr með fyrrverandi kærasta sínum, Hrafni, sem hún heldur góðu sambandi við. Lífið virðist vera nokkuð venjulegt og átakalaust þangað til að Hrafn byrjar að hitta nýja stelpu – og fljótlega barnar hana. Eins og sannur herramaður ákveður hann auðvitað að það sé […]
Ghost in the Shell (2017) - Unnendur japanskra manga-myndasagna og „anime“ þekkja flestir til fyrirbærisins Ghost in the Shell, sem getið hefur af sér fjölmarga þætti, bækur og nokkrar bíómyndir. Upprunalega bíómyndin frá 1995 var ein dýrasta teiknimynd síns tíma og sópaði til sín lofi fyrir sínar margbrotnu hugmyndir og ekki síður þrælflottan teiknistíl. Skemmst er frá því að segja að […]
Power Rangers - Í rauninni ætti það ekki að vera erfitt að búa til eitthvað heimskulega töff og fjörugt úr eins bjánalegu vörumerki og Power Rangers. Auðvelt er svosem að skilja aðdragandann hjá yngri krökkum, en fyrir flesta með aktífan púls yfir 9 ára aldur er þetta – og hefur í áraraðir verið – einstaklega hallærislegt fyrirbæri. Varla getur maður búist […]

kil

ked

Bloggaðu hjá WordPress.com.