The Avengers: Bestu mómentin

Ef þú ert einn af þeim sem hafðir ekkert gaman af The Avengers, þá er öruggt að kalla þig fýlupúka á heimsmælikvarða eða segja að þú hafir alfarið gleymt því hvernig það er að vera krakki. En ef þú ert einn af þeim sem fannst myndin skemmtileg, og svo ég tali nú ekki um ef þér fannst hún mergjað skemmtileg að nærri öllu leyti (eins og… uhmm… „sumum“), þá er varla hægt að neita því hversu mikill fjársjóður hún er af frábærum atriðum. Hún er næstum því eins og tveggja (plús) tíma samansafn af „greatest hits“ atvikum ef maður er bíó- og/eða myndasögunörd. Gangi framhaldinu vel að ná henni…

Í mörgum kvikmyndum er oft eitt atriði sem skarar fram úr öllum öðrum, hvort sem það er fyndið, hjartnæmt, sjokkerandi eða töff. Það er svosem ekkert erfitt að pikka út eitt atriði í þessari mynd sem ég dýrka örlítið meira en önnur, en nördagrauturinn er svo fjölbreyttur og mikill að ég vil heldur telja upp allar bestu senur myndarinnar.

Og hvaða atriði voru það sem jóku nördalega hjartsláttinn minn, fengu mig til þess að reka hnefann í loftið eða skelltu á mig bros sem var svo lúðalegt að ég tapaði pínu sjálfstrausti í leiðinni?

Mitt svar er semsagt:

Tjah…

T.d. atriðið þegar…

… S.H.I.E.L.D. bækistöðin splúndrast í byrjuninni (ásamt meðfylgjandi eltingarleik). BILUÐ leið til að opna ræmuna. Standardinn er strax hátt settur fyrir hasarinn.

… Natasha Romanoff er kynnt. Ungfrú Scarlett er ekki mest sannfærandi töffarinn í hópnum ef við grandskoðum leikhæfileikanna, en í fyrsta atriðinu fær maður þá tilfinningu að hún gæti léttilega borið uppi sína eigin mynd (kannski betri útgáfan af Haywire?).

… Steve Rogers er fyrst kynntur. Það sakar aldrei að eiga nógu mikið til af höggpúðum.

… Romanoff og Bruce Banner hittast í fyrsta sinn. Solid díalógur. Klassískt Whedon-samspil (K.W.S.)

… Iron Man fær sjálfkrafa aðstoð við það að fara úr búningnum á meðan hann er röltandi eins og ekkert sé.

… S.H.I.E.L.D. loftskipið hrekkur í gang. Veit ekki af hverju. Fannst það bara kúl.

… Steve Rogers lætur Nick Fury fá 10 dollara.

(hvert einasta atriði með Agent Coulson er gull – greinilega af góðri ástæðu)

… Iron Man og Thor keppast um hvor er sterkari (“Doth mother know you weareth her drapes?” – ómetanlegt). Sömuleiðis þegar rafhlaðan skýst upp (óvart) í 400%

… Fury segir „Ant… boot.“

… þrumuguðinn segir „He’s adopted.“

… þegar einhver ómerkilegur S.H.I.E.L.D. starfsmaður stelst til að spila Galaga.

… Steve Rogers og Stark rífast. K.W.S.

… Loki og Romanoff eiga sitt “Hannibal/Clarice” móment. Þarna sýnir Loki loksins alvöru tennur, og bara helvíti skuggalega (flettið upp hvað „Mewling quim“ þýðir…). Endirinn á senunni er stórkostlegur.

(ég elska almennt hvernig ýmsir í Avengers-teyminu finna sér alltaf leið til að trompa snilligáfu Loka)

… Coulson deyr. Nett skyndilega. Smá keimur af Washburn-mómentinu í Serenity.

… ráðist var á loftskipið í seinni hlutanum. Öll sú gígantíska sena hefði ein og sér verið peninganna virði. Ef þetta hefði verið climax-hasarinn hefði ég örugglega ekki kallað mig ósáttan en sem betur fer var miklu, miklu meira eftir.

… Black Widow og Hawkeye lemja hvort annað. Whedon er greinilega ekkert feiminn við að sýna massaðan hönk lúberja heitan kvenmann.

… Hulk og Thor eru komnir í slag. Þrumuguðinn er með’etta. Flott „touch“ að sýna að ekki einu sinni Hulk nær að lyfta þessum déskotans hamri.

… Hulk stekkur á þotuna.

… Thor er í miðju falli, fastur í búri.

… Loki áttar sig á því að Tony Stark er ekki með eðlilegt hjarta („performance issues are not uncommon!“).

… Stark skellir sér í Mark 7 búninginn… í miðju falli. Gjöð-veikt!

… Hulk sýnir hversu þroskaheft öflugur hnefinn á honum er þegar hann kýlir niður geimveruvélmenni.

… kameran snýst í kringum hetjurnar. Pínu “cheesy” og teiknimyndalegt, en þannig voru hasarblöðin oft líka. Kannski er það ástæðan af hverju ég fíla þetta.

… stafræna kameran flakkar í einu epísku skoti á milli hetjanna á meðan ofbeldi og eyðilegging umkringir hvern og einn. *ÞETTA* er mómentið sem gerði alla fjögurra ára biðina þess virði.

… Hulk neglir Þór í smettið (og út úr ramma).

… Hawkeye skýtur óvin án þess að horfa hvert hann miðar. Gott að hann geri EITTHVAÐ gagn, en hvað gerist þegar örvarnar klárast?

… Hulk gefur skít í hvað sem Loki hefur að segja og tuskar hann til eins og viskustykki. „Puny god,“ svo sannarlega.

… Járni fórnar sér. Kúl atriði, þrátt fyrir að vera fyrirsjáanlegt. Stóri græni stekkur svo til bjargar. Bókstaflega.

… Hulk sýnir hvernig best skal vekja einhvern.

… ofurskúrkurinn Thanos lítur í myndavélina. Greinilega er eitthvað rosalegt að fara að gerast í næstu Marvel-myndum. Biðin verður of löng!

Vonandi er ég ekki að gleyma einhverju sem ég ætti að skammast mín fyrir að telja ekki upp hér.


11 athugasemdir við “The Avengers: Bestu mómentin

 1. Þessi mynd var frábær! Helvíti gaman að renna yfir þennan lista eftir að vera nýbúinn að sjá hana.

  „…Hulk gefur skít í hvað sem Loki hefur að segja og tuskar hann til eins og viskustykki. “Puny god,” svo sannarlega.“

  Priceless!

 2. Puny god dæmið með Hulk fékk mig til að giggla, gat ekki hamið mig í margar mínútur.

 3. Þetta er mynd sem maður þarf að fara aftur á eftir nokkra daga til að sjá aftur, þessi mynd á heima í 3D á stóru tjaldi í bíó með dúndrandi soundi. Trúlega fullt af felubröndurum sem maður fattaði ekki í fyrstu atrennu

 4. Þegar Tony/Iron man potar í Banner til að láta hann breytast
  Þegar Iron man mætir með rokkið (bókstaflega) í Stuttgart og sýnir Loka allar byssurnar
  Adopted var náttúrulega alger snilld…. að þú skulir hafa gleymt henni!
  svo fékk ég netta ,,Jeijjj“ tilfinningu þegar það var sýnt stóra A á Stark byggingunni í lokin

 5. Já, stóra A-ið! :-)
  Ooooog þegar Loki rankar loksins við sér eftir að hafa verið (bókstaflega) tuskaður til af Hulk….og starir á örvarsodd Hawkeye, með alla hina Avengers með sér, looking REALLY pissed off.

  Kræst, ég VERÐ að fara að sjá þessa mynd aftur sem fyrst! :)

 6. Sigga:
  Potið var drullugott.

  Brimrún:
  Mæli eindregið með því að sjá hana aftur (og svo kannski aftur?). Það liggur við að ég ætli mér að máta þessa mynd í öllum kvikmyndahúsum sem hún er sýnd í :)

 7. Frábær listi. Ég hló langmest að Hulk kýla Þór út úr rammanum, það var of gott Whedon móment :D Frábærlega fyndið einnig þegar Tony er að tala um að það hafi gaur verið að spila Galaga og hann héldi að enginn myndi taka eftir því…svo er hann sýndur fara aftur í leikinn lol. Gæti talið upp endalaust mörg gullmóment, þessi mynd er svo mikið æði.

 8. Líka þegar að Captain America skipar löggunni fyrir og hún neitar og svo lemur hann Chitauri í klessu og löggan skipar þá öllum fyrir það sem að Cap var að segja, það var fáránlega fyndið atriði allur salurinn bókstaflega grét

Sammála/ósammála?