Tilvonandi bíófíkill?

Það eru þrír hlutir í heiminum sem ég er sérstaklega væminn fyrir (köllum það persónulegt „soft spot“). Í þriðja sæti er það Love Actually á Þorláksmessu, í öðru er það feiti stubburinn úr Hook sem saknar mömmu sinnar, og því fyrsta er það sumargjöfin sem barst mér sumarið sem bíónördarnir tengja vanalega við The Avengers, Moonrise Kingdom og The Dark Knight Rises.

Kalla það gott sumar. (þó ég láti það eiga sig að kalla það sláandi kvikmyndasumar þegar á móti bárust titlar eins og Total Recall, Snow White, The Watch, MIB3 og Brave)

Annars þoli ég það ekki sjálfur þegar fólk póstar endalaust myndum af börnum sem ætlast er til þess að öðrum finnist svo ógó-dúlluleg, og þess vegna nýti ég mér EINGÖNGU játningaplássið til að gerast svo djarfur. Þetta er aðeins handa þeim sem eru með veikt hjarta fyrir annarra manna unglömbum (veit að það er erfitt – ég skoða aldrei myndir af öðrum krílum). En…

Þetta er hún Emma. Hún er svakalega gefin fyrir epli, hesta, teiknaðar risaeðlur, Minions, Duck Tales, Dóru, Legómyndina og Up.*

1002288_10201002089910487_1655837284_n

1011855_10201571660393284_1352922758_n

1013880_10200973784442868_707926186_n

1044420_10200977850064506_1915263929_n

tusk-blueprint

67369_10204670400375956_6419566600295959441_n

                            Fyrsta bíóferðin. Minions varð fyrir valinu.

*Uppfært, af og til

Sammála/ósammála?