Robert Rodriguez

Kvikmyndagerðamaður í orðsins fyllstu merkingu, eða eins-manns stúdíó réttara sagt. Robbi hefur aldrei nennt að eltast við heitustu Hollywood-stefnur og hefur alltaf farið sínar leiðir og á heimavelli. Hann stýrir, klippir, tekur upp, skrifar langflest handritin og byrjaði eftir aldamótin að semja oftar tónlistina sjálfur (allt heima í bílskúrnum hans). Hann rekur sitt eigið brellufyrirtæki og þykir nokkuð vinsæll til að vinna með, skiljanlega. Hann vinnur hratt, ódýrt og lítur ekki út fyrir að vera annað en einn viðkunnanlegasti dúddi í heimi! Ég á enn eftir að finna myndefni sem segir mér annað.

Aukaefnið á diskunum hans er skylduáhorf fyrir upprennandi kvikmyndagerðarfólk. Það er þess virði að eiga hvern einasta DVD eða Blu-ray disk frá Rodriguez einungis til þess að geta kíkt óteljandi oft á „Ten Minute Film School“ vídeóin (og Cooking School einnig…). Commentary-in hans eru líka fyrir mér allt það sem slík eiga að vera: Skemmtileg, ef ekki skemmtilegri heldur en mest allt á ferilskránni, og ruglað fræðandi.

Ég skal samt í alvörunni gefa þeirri manneskju óopnaðan Blu-ray disk úr mínu eigin safni sem getur fundið EINA ljósmynd af Robba án höfuðfats!
Eina. mynd. Kæmi mér ekki á óvart ef þær væru allt í allt svona þrjár á öllu internetinu.

EL MARIACHI (1992)

Amatör-taktarnir eru svakalegir en þeir gefa þessum litla, kjánalega hasareltingarleik sinn heimagerða sjarma. Lítilmagnagan á bakvið gerð myndarinnar er miklu meira spennandi heldur en nokkurn tímann myndin en hún er annars stutt, beisik og rýkur í flæði. Miðað við kostnaðarstandardinn (7 þúsd. dollarar) er þetta fáránlega vel sloppið.

rate_6

ROADRACERS (1993)
Roadracers_v3_jmb706_front

Ég sá þessa einhvern tímann á Bíórásinni fyrir mörgum árum síðan (þegar stöðin var ennþá svöl), sem er viðeigandi því þessi gleymda litla períódumynd fór beinustu leið í sjónvarpið. Roadracers er voðalegt „fleh“ – eins og gengur oft og gerist með myndir sem David Arquette leikur í – hvorki leiðinlegt né minnisstætt gláp. Myndin gerði tvennt mjög rétt: Rodriguez fékk gott tækifæri til þess að æfa sig aðeins betur og kynnti hann þarna Sölmu Hayek til leiks í fyrsta sinn. Body Snatchers dýrkunin þótti mér einnig skemmtileg og innsiglir alveg ’50’s andann, sem Robbi nær mjög vel.rate_5

DESPERADO (1995)

Desperado

Alltaf finnst mér erfitt að taka þessa mynd alvarlega sem framhald af Mariachi, sem hún er! Antonio Banderas er harðari, meira á lífi og óumdeilanlega meira sexí miðað við fyrri gæjann sem lék sömu persónu: Hann var alls ekki töff, og mér finnst massíft furðulegt að sjá hann standandi við hlið Banderas í lokaatriðunum. En burtséð frá allri tengingu er þetta pimpaðri og margfalt svalari útgáfa af Mariachi. Stórskemmtilegur mexíkó-vestrablær, geggjaður hasar – líka nóg af honum! – og kynþokki Sölmu Hayek sér til þess að byssuhólkar úr öllum skjótist upp á augabragði. Slurp.

rate_7

Four Rooms: THE MISBEHAVERS (1995)
Four Rooms Misbehavers fire

rate_6Tilraunir til svona „anthology“ mynda hafa verið oftast feilaðar í gegnum kvikmyndasöguna. Four Rooms reyndi sitt besta til að gera eitthvað sniðugt úr concept-inu en fyrstu tvær sögurnar voru grútleiðinlegar, bendandi til þess að myndin var steindauð eftir fyrri hlutann. Þá kom Rodriguez inn og gaf gamlárskvöldinu (sem myndin gerðist á) sitt nauðsynlega rafstuð. „Stuttmyndin“ The Misbehavers sýnir svolítið skemmtilega hvernig leikstjórinn svífur á milli blóðuga mexí-KÚL stílsins og krakkadrifna dýnamík-andanum sem myndi síðar mótast betur í Spy Kids. Misbehavers endurtekur sig samt mikið á skömmum tíma og verður lítið meira en bara fín á endanum þó lífleg sé. Besta sagan í þessari litlu mynd kemur fyrirsjáanlega frá Tarantino sjálfum.

FROM DUSK TILL DAWN (1996)
from-dusk-till-dawn-original

rate_7Snilldarbyrjun, frábær almennt í fyrri helming – og Tarantino-isminn í handritinu skín svakalega í gegn – örlítið einhæf og gufar svolítið upp í þeim seinni, en ógeðfellt stuð allan tímann. QT þyrfti algjörlega að skrifa oftar handrit eða a.m.k. treatment/nokkur samtöl oftar fyrir besta vin sinn. Aldrei hef ég allavega séð meira hrátt attitjúd í einni Rodriguez-mynd, fyrir utan kannski toppmyndina hans. Heimildamyndin Full Tilt Boogie er líka frekar góð, þó hún kafi ekkert voðalega djúpt ofan í gerð myndarinnar.

THE FACULTY (1998)
Faculty-3

rate_7Body Snatchers-fílingurinn kemur aftur og nær núna sterkum hæðum hjá leikstjóranum. Það sáust margar svona ófrumlegar horror-myndir handa unglingum á tíunda áratugnum en þessi hefur mér alltaf þótt standa upp úr. Vel gerð, pínu spennandi og með stórt meðvitað nördahjarta fyrir geiranum. Betri Rodriguez-myndirnar eru klárlega þessar sem hann skrifar ekki sjálfur því hann kemur svo ferskur að hlutlausu efni. Einn stærsti kostur mannsins er að hann gerir alltaf þær myndir sem hann vill sjá en gallinn er að hann er glataður en stundum orðheppinn penni. Þegar hann er ekki sjálfur að reyna að tjasla einhverjum grautum saman á blað þá fer allur fókus í hluti sem gera gott enn betra, eins og andrúmsloft.

SPY KIDS (2001)
spy_kids_image_3

rate_6Gott hugmyndaflug, skemmtilegir leikarar (og barnaleikararnir eru ekki óþolandi – vei!), mikil orka að vanda en krakkagleðin yfirstígur ekki handrit sem er voðalegt „meh“ Myndin er oftar snjallari heldur en pirrandi en pirrandi getur hún orðið. Frábær mynd fyrir börn samt, en hver mynd í seríunni verður því miður sífellt barnalegri og þ.a.l. missir Rodriguez þá takmörkuðu tengingu við fullorðna hópa sem hann rétt svo græjar með fyrstu myndinni.

SPY KIDS: ISLAND OF LOST DREAMS (2002)

spy-kids-2-2002-01-gNú er rate_5Roddinn kominn í feitan Harryhausen-fíling, og það er vanalega góður hlutur nema lítið sé gert til þess að djúsa fjöri í… fjörið. Öll orka sem leikstjórinn er vanalega vopnaður með er gjörsamlega týnd hérna. Myndin er stútfull af litum, ýktum, furðulegum hugmyndum og skemmtilegan anda og (aftur) leikaragrúppu sem skiptir helling. Brellurnar eru þó almennt skelfilegar og virðist sem að ímyndunaraflið var allt, alltof stórt fyrir budget-ið. Spy Kids 2 vill vera stærri og „krakkalegri“ heldur en fyrri myndin en flestir yfir 9 ára aldurinn sjá lítið annað en bara gott fólk að fíflast á ýktum smáettum eða fyrir framan grænt tjald sem ætti ekki að sjást en gerir samt.

ONCE UPON A TIME IN MEXICO (2003)

Once-Upon-a-Time-in-Mexico2 (2)
rate_7Rodriguez lítur á þetta sem Dollara(eða Pesóa-?)þríleik sinn og óhjákvæmilega þýðir það að þriðja myndin þurfti að vera pínu „epísk“. Þríleikurinn er óneitanlega nokkuð svalur en sömuleiðis í algerri kássu og hefur alltaf verið. Tengingin helst lauslega á milli myndanna þriggja en leikstjóranum er í rauninni skítsama um stóru „söguna“ og gerir þær bara til að leika sér með tökuvélarnar, finna sér afsökun til að gera villtan hasar og skemmta sér með góðu fólki. Mexico er þrælskemmtileg steypa. Stundum svöl, allan tímann hröð en voða pökkuð, ruglandi og heimskuleg en ánægjulega yfirdrifin sem betur fer. Hráa HD-lúkkið bragðbætir hana helling og ég kann líka smávegis að meta rokkaða nútímavinkilinn sem Rodriguez tekur á the Good, the Bad and the Ugly, eða eins og hann kallar þetta „The Man with No Eyes vs. the Man with no Face and the Man with the Guitar Case.“

SPY KIDS 3-D: GAME OVER (2003)
mission-3d-spy-kids-3-04-03-g

rate_5

Jæja, sykurorkan er allavega komin aftur en allt vit fyrir vandaðri sögugerð er horfið. Handrit fyrstu myndarinnar var á pari með því sem maður býst við frá 14 ára krakka, önnur myndin lækkaði aldurinn niður um eitt eða tvö ár. Sama saga hér aftur, nema framleiðslan hefur ódýrari brag á sér í annað sinn, sökum þess að útitökum fækkar með hverri Spy Kids-mynd. Að vissu leyti er gaman hvernig Rob reynir að búa til sýna eigin útgáfu af Tron, og það virkar í smátíma (og „Road Warrior“ kappaksturinn er aksjúallí sjúklega flottur). Kortin í tölvuleik sögunnar eru fjölbreytt og vitna í mismunandi geira og leikjatölvustíla. Svo klessir myndin beint á vegg þegar 10-15 mínútur eru eftir af henni, þykist síðan eiga aukalíf en dregur bara væmið, asnalegt lík á eftir sér það sem eftir er. Endirinn er vægast sagt vondur. Restin er fín. Löt, alltof brelluþung en fín, sérstaklega ef metin sem „tölvuleikjamynd.“ Og gaman var að sjá Ricardo Montalban hlaupa aftur.

SIN CITY (2005)

mn7bw23ybgkqaxypbqny6wlwu7u

rate_10

Já.

THE ADVENTURES OF SHARKBOY AND LAVAGIRL IN 3-D (2005)
aventures-de-shark-boy-et-lava-girl-2005-17-g

rate_4

Í rauninni bara nákvæmlega sama mynd og Spy Kids 3-D (uppbyggingin, og m.a.s. allur endirinn, er nákvæmlega eins!) nema nú er ímyndunaraflið furðulegra, barnalegra (jebb, hann fer sífellt neðar, enda maðurinn stöðugt að fjölga sér þar að auki) og leiðinlegra. Tölvuleikjatengingin er farin og hefur það ekki jákvæð áhrif á þetta hroðalega handrit. Lúkkið er í lagi er maður hættir að pæla í hversu áberandi er að allir standa fyrir framan græna tjaldið klassíska, ímyndunarveikin ágætlega óhefðbundin en leikararnir eru mökkleiðinlegir (og nei sko, Dave Arquette kominn aftur!). Ég var einn af fáum sem sá merkin strax hjá Taylor Lautner löngu áður en Jacob byrjaði. Ég afskrifa myndina að vísu bara sem enn eina afsökunina hjá Tex-Mex rakkanum til að leika sér með tölvubrellur og gefa afkomendum sínum eitthvað að éta.

PLANET TERROR (2007)
planet_terror_5

rate_8

Af Grindhouse myndunum tveimur er þessi miklu meira „grændí,“ og skemmtilegri (athugið endilega hvað þetta orð á hrikalega oft við um leikstjórann). En alveg eins og á við um Death Proof á Planet Terror heima í aðeins/töluvert styttra formi. Það teygist á en hún rokkar þó Carpenter-stílinn – rispurnar, músíkin og allt – frekar glæsilega. Myndin er það sem hún er (þ.e.a.s. ekki góð en magnaður subbuskapur) og allir leikararnir eru frábærir og í réttum gír, sérstaklega Michael Biehn, Jeff Fahey, Josh Brolin og Marley Shelton. Hún heldur grindhouse-stílnum út í gegn (annað en DP) og levelar sig yndislega í ljótu zombí-geðveikinni.

SHORTS (2009)
??????

rate_3

Það eina góða við þessa er frásagnarstíllinn (sem Robert hefur fengið „lánaðan“ frá góðvini sínum, QT) og James Spader. Allt annað er viðbjóður; krakkarnir eru lélegir, brellurnar ódýrar og framvindan alveg einstaklega slöpp. Húmorinn er ótrúlega góður með sig og þessi svokallaði söguþráður sem hér er að finna leysist fljótlega upp og verður að engu. Ég átta mig á því að börn vilja helst hafa plottið sem einfaldast, en þetta er einum of. Mér leið meira eins og ég væri að horfa á nokkrar dæmisögur límdar saman frekar en heila bíómynd. Rodriguez reynir að troða eins mikið af skilaboðum í handritið og hann getur svo krakkarnir læri eitthvað, sem er ekki slæmt nema hvert einasta atriði er eins og kennsluvídeó sem segir krökkum hvernig á að haga sér. Til dæmis er alveg hroðaleg tilraun gerð til þess að kenna krökkum að bora ekki í nefið. Jibbí.

MACHETE (2010)
machete2010retail720p30

rate_6Þarna veit ég ekki alveg hvað gerðist. Feik-trailerinn var meiriháttar og mér þótti eðlilegt að búast við harðsoðinni „Mex-ploitation“ ræmu en fékk ég síðan í staðinn flata, ofbakaða pólitíska spennumynd sem þóttist vera bæði vera með innihaldið og edgy-einkahúmorinn á hreinu. Þennan einkahúmor fíla ég, og það er alveg haugur af geggjuðum atriðum en þau dreifast á milli söguþráðs sem reynir að toga sig áfram í höndum misskemmtilegra – en skrautlegra – leikara. Því miður eru ALLTOF margir í myndinni. Ég vildi bara sjá Danny Trejo gera svala hluti. Ég fékk blóðugu steikina sem ég vildi en ég bað aldrei um allt þetta meðlæti. Ofan á allt þetta vantar alla keyrslu, klippingin er út um allt og þykir mér sérstaklega pínlegt að sjá hvað skotin úr gervitrailernum passa illa inn í sum atriðin sem voru hönnuð í kringum þau.

SPY KIDS: ALL THE TIME IN THE WORLD (2011)
Spy-Kids-4-Theatrical-Still-Joel-McHale-Jessica-Alba

rate_3

Það er lína í myndinni sem best lýsir þessu öllu:
“Never underestimate the power of puke.”

Þarna féll hann. Hart. Er hægt að búa til alvöru brútal strákamynd aftur og gera hana góða þegar búið er að mjaka sér svona mikið upp úr prump-, kúk- og pisshúmor handa krökkum? Gangi ykkur vel að reyna að líta sömu augum á snillinginn Ari Gold eftir að sjá hvað Jeremy Piven hefur gert sjálfum sér hérna.

MACHETE KILLS (2013)
Machete-Kills-2-1024x682rate_4

(Dæs.)

SIN CITY: A DAME TO KILL FOR (2014)
sin-city-2-a-dame-to-kill-for-teaser-trailer-josh-brolin
rate_7Ferskleikinn er óneitanlega horfinn, nýju sögurnar grípa ekki eins mikið og það eru útvaldir gallar í flæðinu og förðuninni, en SAMT tekst Sin City 2 að virka með útlitinu og ýkta fjörinu og harðsoðna blætinu sem hún býður upp á. Miklu betri mynd heldur en dómarnir gáfu til kynna, en maður skilur léttilega að svona stílrúnk er ekki að skapi allra.

Meðaleinkunn Roberts (cirka):
rate_6

6 athugasemdir við “Robert Rodriguez

  1. Tvær fundnar, ein eftir!
    Þó mig langi rosalega til þess að sjá eina af kauða sem er EFTIR aldamótin. Finnst ekki ólíklegt að börnin hans hafi kveikt einfaldlega í hárinu á manninum…

Sammála/ósammála?