The Starving Games

Hér er betri hugmynd: Horfðu á The Hunger Games með vinum þínum og, ef fílingur er fyrir því, hlæðu að henni svo þið getið átt ykkur saman svona flipp-commentary. Sósið ykkur vel upp (bjór, gos, orkudrykkir, skiptir ekki máli) og spyrjið alls konar aulaspurningar eins og: „Hey, hvernig væri ef í alvörunni myndi kvikna í kjólnum hennar Katniss? Þúst, eldpían og það allt.“
EÐA… „Hvað ef Expendables-dúddarnir ryddust inn í Hungurleikana?”

Ogsvoframvegis… o.s.frv.

Tótalsnilld. Rétt?

Þá kemur hængurinn. Þegar glataðir „húmoristar“ ákveða að skjóta svona hugmyndir/einkahúmor þá er það ávísun á andlega tannpínu fyrir svona 99% af öllu hugsandi smekksfólki – sem í þessu tilfelli er betri parturinn af mannkyninu. The Starving Games er nákvæmlega allt sem hún lítur út fyrir að vera; samansafn af fyrirsjáanlegum, ofnotuðum bröndurum í ófyrirsjáanlega vondri mynd. Hún er ekki alveg það alversta frá fíflunum á bakvið hana en munar varla um mikið. Það er alltaf tímasóun hvort sem er að bera saman skítalykt ólíkra skepna.

selt
Þetta ævintýralega og óskiljanlega markmið „leikstjóranna“ Seltzer & Friedberg heldur áfram, þ.e.a.s. markmiðið að sýna, ár eftir ár eftir ár, að þykjast gera elta trend-grínið og gera eitthvað sniðugt með það, ómeðvitaðir að þeir eru bara að herma eftir öllu og vitna í allt og alla í heiminum sem er miklu betra en þeir. Listinn hættir aldrei að stækka, og þeir eru búnir að starfa í þessu í meira en 15 fokking ár, og leikstýra enn á pari með fullum menntaskólatossum. Hversu dautt er líka núna að gera grín að Angry Birds, Fifty Shades of Grey eða Annoying Orange (!) af öllu? Reyndar er fátt á boðstólnum sem ekki er löngu úrelt eða stefnandi hratt þá leið.

Steypan verður sífellt langdregnari og langdregnari og sjúkasta punchline-ið hennar er að það er heilt blooper-reel í lokin sem sýnir alla á settinu hlæjandi í fimm mínútur. Auðvelt er að taka þessu sem persónulegu skoti til allra sem asnast til að klára myndina, og vægast sagt fúlt er að heyra aðstandendur missa sig úr gleði þegar hún skilar sér aldrei út fyrir skjáinn. Ef framleiðslan rýkur ekki þegar af smábarnaskap þá er það ofmat, leti, vandvirkni á hæsta sviði og sjálfumgleði.

Þegar margbúið er að sjást að sumir eru einfaldlega bara í röngu starfi er kominn tími á hjálp í formi raflostameðferðar. Ég skal samt gefa dúóinu þann eina punkt fyrir að hafa hugsað svipað og ég í atriðinu þar sem Peeta felur sig í skóginum og það eina jákvæða sem ég sá við myndina voru þrjár sekúndur af ágætum Bruce Willis tvífara.

Það helsta sem þessi ferilskrá þeirra hefur sýnt fram á er tvennt: að einhvers staðar þarf botninn að vera áþreifanlegur svo betur sé hægt að meta allt þetta góða, og að alltaf verður til krakkahópur sem sturtar í sig svona húmor. Einhvern veginn tel ég einnig líklegt að fólk sé líklegri til að hlæja því meira sem það fílar – segjum – Two and a Half Men. Random gisk.

Upprennandi kvikmyndagerðarmenn með listrænt hjarta hljóta að sjóða út um eyrun í pirringi yfir tilhugsuninni hvað er verið að brenna miklum peningum í þessa durta. Þessa freðnu, flissandi hálfvita sem eyða alltof miklum frítíma fyrir framan trailera og bíómyndir með kolvitlausu hugarfari í stað þess að kynna sér allt sem gerir spoof-myndir að því sem þær eiga að vera, voru og gætu orðið.

ddd

Blegh.

Ein óþolandi appelsína af tíu í einkunn.

Sammála/ósammála?