Senur ársins 2013

Hvað er það sem gerir senu góða og lætur hana standa upp úr? er það hvernig hugsað er um hana staka eða hvernig heildin verður svo mun betri við tilhugsunina? Yfir árið dettur mér þónokkuð margar í hug sem eru allt frá því að vera dramatískt fullnægjandi, eitrað svalar, súrar, fyndnar eða með öðrum hætti stefnubreytandi í myndunum sem þær tilheyra.

Ekki er nein sérstök uppröðun, listinn er gersamlega random. Þetta er meira svona blanda af „uppáhalds“ og því eftirminnilegasta heldur en eitthvað raðað eftir vissum gæðum, hvernig sem það gengi upp.

Ath. ef þú hefur ekki séð titilinn sem hausinn sýnir myndi ég sleppa að lesa lýsinguna, það gætu verið einhverjir spoilerar. James

Franco syngur „Everytime“ eftir Britney – Spring Breakers

„A true angel if there ever was one.“

Það er allt sagt þarna, og þarf ekki annað að segja. James Franco var þegar búinn að grípa mig með Kool-Aid’inu sínu („Look at my Sheee-it!“) en þegar hann settist við píanóið skaut hann myndinni inná topplista ársins hjá mér. Eftir þetta atriði veit maður að bókstaflega hvað sem er getur gerst í þessari furðulegu, furðulegu mynd.

Slagur á klósetti – The World’s End Worlds-End-e1388519689442

„What the fuck does WTF mean??“

Kameran stekkur á milli leikara og nær fátt í þessari mynd að toppa þennan fyrsta Blank-slag þegar gömlu æskuvinirnir snúa bökum saman eftir áraraðir til að buffa róbotaútlimi af unglingum („Smashy smashy egg men“). Og kannski, bara kannski, leiðir þetta til þess að gamlingjarnir í sameiningu hafi óbeint byrjað að lemja þarna í sig týndu unglingana í sig á sama tíma, þarna verða þeir ungir á ný – eða í það minnsta álíka klikkaðir og Gary King. Annars frábær bardagi, gott koríógraf og leikstjórinn grípur Body Snatchers-andann sem hann var að sækjast eftir.

Whitney Houston mun alltaf elska þig – This is the End
thisistheend07

„Weeeeeeee“

Mynd sem heitir þessu nafni VERÐUR að hafa góðan klæmax, kannski ekkert endilega góðar brellur, og This is the End passaði sig á þessu (The World’s End fór einmitt hina leiðina). Satanískur þursi með lafandi, Seth Rogen fær loksins vængina sína og geldir demóninn á meðan hann og Jay Baruchel svífa helsáttir á leið upp til himna. Whitney Houston heitin gefur mómentinu sitt fullkomna punchline. Steikin nær ekki hærra en þetta… ekki fyrr en annar slagari er tekinn upp á himnum. Rifrildið hjá Franco og McBride um að fróa sér út í allar áttir eða Rosemary’s Baby-djókurinn á á líka heima hér inni.

Nei, ekki augun! – Only God Forgives
gud

„Aaaaaagghhh!!“

Alveg eins og með Spring Breakers er spes að pikka út aðeins einn part úr ræmu sem byggist svo mikið á samfellda „drauma/martraðarflæði“ sínu. Ef ég myndi velja eina pyntingu á árinu úr bíómynd sem ég myndi aldrei sýna móður minni þá væri það refsing sem glæparotta hlýtur frá… öö… Guði. Ófétið fær djúpar stungur í augun og eyrun því hann neitar að hvorki sjá né hlusta, skv. Guði. Langljótasti kaflinn í múd-mynd sem er þegar virkilega ljót, en hæga spilunin á umræddri refsingu lætur áhorfandann spyrja sig: „hvað gerði ég rangt?“ Myndin verður allavega ekkert óeftirminnilegri eftir þetta, segjum það.

EndirinnBlue Jasmine *Psst* Hey, komið og sjáið… Cate Blanchett er að hrynja, bókstaflega að missa allt vit í tragískri en léttri einræðu – og í nærmynd. Þessi lokasena er það sem gerir myndina.

Ég man – Trance

„You made me forget!“

Þetta tilfinningasprengjuatriði (vó, langt orð) rís og rís með aðstoð frá ótrúlegri tónlist, nánar til tekið þessu lagi. Danny Boyle hannar myndirnar sínar þannig að erfitt er að ímynda sér bestu atriðin í þeim með annarri músík undir. Trance á sér marga hápunkta á þessu sviði, en þessi sigrar.

Tokyo Rift – Pacific Rim 9cece29-3.cached

„Elbow rocket!“

Þessi mynd, eins og hun sjálf segir, er mörg þúsund tonn af osom-leika. Ég breytist í smástrák þegar þemalagið eftir Ramin Djawadi byrjar og myndin smátt og smátt afhjúpar stæðrina á meðan tvær fígúrur komast í Suit-up gírinn yfir gítar-riffinu og bombandi takti – og þá er Gypsy Danger kynntur til leiks! Sjaldan finnst mér ég sjá epíska stórmynd byrja á eins sterkum „já, takk!“ nótum og Pacific Rim, og þessi tilfinning sem score-ið gefur manni verður magnaðri rétt eftir miðbikið þegar bardagar færast bókstaflega frá sjó til stórborgarsvæðis og himins á mögnuðu brellukorteri. Hasarinn er epískt góður og greinilega storyboard-aður vandlega. Maður sér alltaf hvað er í gangi og Del Toro tók þá snilldarákvörðun að halda í ákveðna old-school taktík og sprengja upp alvöru líkön sem síðar myndi bæta tölvubrellur ofan á. Þessi gaur sko.

Let it Go – Frozen Frozen-image-frozen-36269804-1920-800

„A Kingdom of isolation, it looks like I’m the queen.“

Ísprinsessan sleppti sér, grafíkmennirnir slepptu sér og Disney-vellíðan nær alveg sínu flugi. Lagið er ekki slæmt heldur.

Kvöldverðurinn – Before Midnight sxswbeforemid2_large

„Like sunrise and sunsets.“

Öll þessi mynd er sett saman úr svona fjórum-til-fimm löngum atriðum í heildina sem öll súmma upp einhver sjónarmið á einn hátt eða annan. Fá þeirra hafa eins mikið fram að færa og þegar skjáparið sest niður með yngri og eldri kynslóðum til að ræða hversdagslega hluti eins og framtíðina og skiptast á mismunandi viðhorfum um allt milli himins og jarðar sem snerti bæði kynin og hvað heldur þeim saman eða sundur. Hótelsenan er meira grípandi í dramatískum skilningi, en kvöldverðurinn er hreint dásamlegur og lokaræðan hjá gömlu konunni kemur sannleikstári í annað augað.

„Opnunarskotið“ – Gravity GV-FP-0006r

„He seems to be doing some form of the macarena.“

13 mínútur – eitt skot, sett saman úr billjón litlum pixlaeiningum og brellugöldrum til að ná aðeins einu markmiði með þessari opnun; að koma drattans áhorfendum út í geiminn og spenna á þá ímynduðu sætisbeltin sín. Leikstjórinn skaut alltof hátt, því ég var seldur eftir þrjár mínútur, en ímyndaði kjálkinn minn var kyrr á gólfinu út hinar tíu.

Whiskey Bar – The World’s End The-Worlds-End-2050284

„Oh, don’t ask why…“

Ég varð að leyfa mér að nota þessa tvisvar. Erfitt er að standast (enn og aftur) gott val á tónlist yfir senu sem leyfir henni að njóta sín og segja eitthvað í sögunni samtímis. Ég er Doors-dýrkandi og Whiskey Bar kemur í gang í kringum miðpunktinn þegar hættustigið í plottinu fer magnandi, en hvernig atriðið spilast út er blessunarlega kómískt því persónurnar eru stöðugt að verða drukknari og drukknari. Allt sem má elska við The World’s End má finna í þessu litla montage-broti.

Fyrrum tengdasonurinn – Philomena

„You went to Ireland?“

Allt gildir frá og með stundinni þar sem Judi Dench finnur skyndilega sjálfa sig á næstsíðasta áfangastaðnum í mögnuðu sögu hennar. Þegar vídeóið fer i gang gerast ljótir hlutir við augun á mér.

EINHVER sena úr Prisoners

„Random mynd“

Djöfull er Prisoners góð, mar.

Svona að almestu.

„Catfish“ senan – The Counselor maxresdefault (1)

„I’m going to fuck your car.“

Fráhrindandi er viðeigandi lýsing fyrir þessa mynd en forvitnilegasta sjón sem hún gaf mér – gegn mínum vilja – var ógrafískt en ógleymanlegt atriði þar sem Cameron Diaz gerist svo dýrslega djörf að glenna út nakta neðra svæði sitt yfir bílrúðu á sportbíl á meðan hún hossar og stynur þangað til hún klárar sig af. Það er ekki frásögufærandi nema Javier Bardem situr agndofa í framsæti bílsins og er aðilinn sem þylur upp þessa upplifun í flassbakki við Michael Fassbender. Bardem leikur krimma sem hlýtur að hafa séð marga hluti, en hans lýsing og viðbrögð á því sem hann sá gerir atriðið umtalsins og hlátursins virði.

Nýtt á grillinu – Pain & Gain rock

*Þefar

Textinn innsiglar besta veruleikasjokkið við þetta atriði sem er ábyggilega magnaðasta móment Grjótsins og besta tilraunin hjá Michael Bay til að vera fyndinn.

Alvöru kynlíf VS. netklám – Don Jon

„It’s nobody’s fault.“

Bara því Joseph Gordon-Levitt segir það, þá þýðir það að þetta sé allt satt, ekki satt? Viðurkennast verður það úr öllum áttum að Jo segir suma hluti upphátt sem ekki margar bíómyndir með fallegum leikurum þora, og hlær að staðreyndunum. Lítið er samt betra en þegar hann útskýrir stærsta ókostinn við netklámið góða.

Ólafur Darri drukkinn – The Secret Life of Walter Mitty bilde

„There are like 8 people in Greenland.“

Bara því þetta er Ólafur Darri, og hann er drukkinn. Það er fyndið, og ljúfur lítill söngur byggist þarna í kringum Space Oddity eftir Bowie. Skulum ekkert ræða það núna hvað restin af myndinni er upp og niður. Ég sakna gröðu Chile-búana samt.

Lemon Ludes – The Wolf of Wall Street

„Fuck. The kid makes it look so god-damn easy!“

Scrollið á þessari síðu myndi aukast margfalt ef ég myndi ekki banna sjálfan mig að nefna fleira en eitt atriði úr þessari mynd. En þegar fólk spyr hvers vegna í andskotanum hún þurfti að vera svona löng, þá er einfalt svar við því: Lemon Ludes senan frá A-Ö, því ekki mátti sá kafli vera sekúndu styttri. Það er ekki til betri barátta á öllu árinu í kvikmynd en þegar mökkdópaður Leó kemur slefandi og skríðandi að tröppum áður en allt sitt ævintýri byrjar. Jordan Belfort átti þau ófá.

Hótelhiti – The Great Gatsby

„You shut up!“

Mikilvægur kafli úr bókinni miklu vaknar til lífs miðað við neikvæðu straumana sem myndast á milli línana hjá leikurunum. Virkilega tense og flott sena, og lýkur hún með dramatískt geggjuðu slow-mo atriði. Rödd Jacks White hentar dauðasenu undarlega vel.

Drama á veitingastaðBlue is the Warmest Color
Ef ég vissi ekki að þetta væru leikkonur í raun þá gæti ég alveg trúað því að einhverjir hefðu stolist til að kvikmynda þetta samtal á almannafæri. Sterkt og alvöru. Það er ekki allt fólk sem grætur sexí-tárum í raunheiminum heldur er það líklegra til að slefa út horblettum og með rauð, þrútin augu. Eins og ég segi… alvöru.

Trevor heitir hann – Iron Man 3 mand_despo
„Said they’d give me more!“

Það eru þrjár risastórar hasarsenur í IM3 sem voru margar á pari við það flottasta úr Avengers en áhættan sem söguþráðurinn og markaðssetningin tók með Mandarin skilaði sér öll með einu massífu woddafokk!-tvisti þar sem mystíska hryðjuverkaillmennið reynist vera dópaður leikararæfill. Shane Black er snillingur, og það er ótrúlegt að sjá svona vel geymt leyndarmál sem er í hættu á því að skipta áhorfendum í tvennt. Þetta er sá punktur í sögunni sem annaðhvort meikar myndina (þá miklu meira!) eða brýtur niður loforð sem margir voru farnir að búast við. Ég held einfaldlega nördarnir voru mest brjálæðir yfir tilhugsuninni að 200 milljón dollara stórmynd náði því merkilega takmarki að koma fólki á óvart. Skeit herra Black þarna á einhverja myndasögugoðsögn? Líklega, ekki hugmynd (og, nota bene, stórsnilld að kynna Trevor komandi út af klósettinu), en myndin varð enn betri þarna fyrir mér. Meira svona, Marvel! En ekki nákvæmlega svona.

Þriðja hjólið – Her
Sambönd í hinum alvöru heimi fela í sér nægar flækjur, eins og tvær af betri kvikmyndum ársins upplýsa, en hvað gerist þá ef samfélagið tekur það í sátt að mannfólk geti átt í ástarsambandi við gervigreindarforrit? Nú, þá tekur við allt annað sett af flækjum. Í þessu tilfelli vil ég ekki gefa of mikið upp en allir sem hafa séð þessa einstöku ástarsögu frá Spike Jonze ættu að kannast við tilraunina hjá líkamalausu kærustu Joaquin Phoenix til að krydda upp á nándina á milli þeirra, með hjálp frá millilið. Einfalt og brilliant.

Eltingarleikurinn – The Place Beyond the Pines

„Brumm“

Kvikmyndatakan svakaleg í þessari ekki nógu frábæru mynd, og aldrei meira en í löngu tökunum eins og í senunni þar sem Bradley Cooper eltir Ryan Gosling um. Íslendingar ættu eitthvað að tengja sig við þessa senu.

Skriðdreki! – Furious 6

„They got a tank“

Skriðdreki. Í flottri hasarsenu. Og einkennilega trylltri F&F mynd. Ég fíla. Ýkta climax-inn þarf að sjá til að trúa, eða ekki trúa… þegar s.s. Vin Diesel bókstaflega stekkur konunni sinni til bjargar.

Live and Let Die – American Hustle Jennifer Lawrence sýnir hvað í henni býr og hleypir aðeins út þessu óútreiknanlega dýri sem hún er í þessari mynd. Gaman þótti mér líka að sjá hana hana rústa örbylgjuofni (eða „vísindaofni“ eins og hún kallar það) eða horfa á Batman greiða svo smámunasamlega yfir skallann á sér. Allt þetta á erindi í einhverjar sögubækur, eða greinar. Góð mynd.

Lemd’ann, Þór!Rush
geg

„Go ask your wife what she thinks about your pretty face!“

Þessi mynd er voða by-the-numbers og einfölduð en Ron Howard virðist enn geta stundum masterað tökum á öflugri crowd-pleaser formúlu. Rush heldur manni allan tímann en þegar sagan er komin á dekkri svæði fær Chris Hemsworth ársbyrði af kúl-punktum þegar hann ræðst (Mjölnislaus) á tillitslausan blaðamann fyrir að stinga keppinaut og óvin sinn með óviðeigandi orðum. Chris þurfti ekki að gera þetta, en gerði samt. Gæinn átti þetta skilið. Mig langaði að klappa eftir gleðitárið.

Benedict Cumberbatch – í öllu
Heimurinn kom sér a.m.k. saman um það án þess að láta mig vita. benedict-cumberbatch-sdcc_55864

„Lovely titles“

Ó, þú.

Hengimann – 12 Years a Slave …annað en útlitið gefur til kynna þá er þetta EKKI spoiler.

12-years-a-slave-shot-lynching-hanging

Hvar er Django þegar maður þarf hann? Steve McQueen er óhuggulega þolinmóður maður þegar kemur að listinni að sýna hið óþægilega.

Ninjur á fjalli – G.I. Joe: Retaliation

„Hoja!“

Í fjórar eða fimm góðar mínútur leyfir þessi dótahasarmynd sér að vera nákvæmlega allt sem hún á að vera, og þessi Step Up leikstjóri býr til svalan og spennandi ninjudans í miðju lofti, á milli fjalla. Samanlagt betra en fyrri myndin.

Supes vs. Zod – Man of Steel man-of-steel-32

Aldeilis djörf og manísk áskorun tveggja þursa með guðakrafta um það hvor þeirra gæti valdið fleiri hryðjuverkum án þess að drepa hvorn annan. Superman tapar, en sjónarspilið er þess virði.

Runner-Up: Sund í myrkrinu – Oblivion

Svona Color of Night fílingur, ef það væri jákvæður hlutur, í Apple-framtíð. Andrea Riseborough stal myndinni meira en landslagið. Gott trakk líka.

Fínt að stoppa á 30, held ég.

2 athugasemdir við “Senur ársins 2013

Sammála/ósammála?