American Hustle

Feitur Batman, Lois Lane, Hawkeye, Katniss (eða Mystique?) og (bráðum) Rocket Raccoon í einum fyrirmyndar ’70s (og pínu ’80s) pakka með svikamyllu, hárkollum, geggjaðri músík, spuna og brjóstaskorum í trompandi tölu… af engri sérstakri ástæðu. En góða skemmtun.

David O’Russell er reyndar aðeins farinn að leyfa sér að stela meira stílnum frá Scorsese að sinni en skiptir honum upp á móti vissum P.T. Anderson áhrifum (best má hugsa sér afsprengi Goodfellas og Boogie Nights). En PTA stal nú reyndar sjálfu frá miklu frá Scorsese, alveg eins og var sjálfur undir endalausum áhrifum frá öllu seventís-bíóinu þegar hann var að byrja. En Russell er í fínum málum, en ekki alveg búinn að finna sig á pari við hina mennina.

American Hustle mætti skilja meira eftir sig að því leyti að eftirá líður manni ekki eins og neitt voðalega bitastætt hafi átt sér stað á þessum tveimur tímum, en kannski tengist það eitthvað því hvað mörg vandamálin leysast óvenju auðveldlega. Líkt og og flestar persónurnar í svikamyllunni reynir myndin að vera eitthvað annað en hún er og skýtur aðeins hærra en hún hefði þurft, en of mikið finnst mér við hana sem er erfitt að standast.  Handritið býr þó einnig yfir ákveðnum óútreiknanlega (enda skýrt tekið fram að þetta er mjög lauslega byggt á hinni svokölluðu Abscam-aðgerð, sem ég er ekkert svaka fróður um) og leikstjórinn nær fínum millivegi á léttleika og drama. Húmorinn kemur einhvern veginn betur út í öllum alvarleikanum, en kannski hefði myndin átt betri séns á því að skara meira fram úr ef hún hefði hallað sér betur í aðra hvora áttina. Það hefði verið hægt að gera meira úr samböndunum og dramanu og jafnframt setja meiri orku í kómíkina.

Eins og hún stendur er myndin að mestu leyti skörp, sexí, skemmtileg en þægilega róleg líka. Söguþráðurinn og innihaldið almennt verður meira eða minna grynnra því þegar sem á líður á tímarammann en bætir hún það einhvern veginn upp því hér fá frábærir leikarar að leika af sér hausinn og/eða hárkollur, með klikkað góðan díalog á milli handa og umkringdir þekktri tónlist sem gefur Boogie Nights soundtack-ið lítið eftir. Lagaval leikstjórans er það sem bragðbætir alla períóduna, skýtur upp bestu senunum og fyllir aðeins inn í langdregnu svæðin sem myndast.

Ef það er eitthvað sem fortíð leikstjórans hefur undirstrikað þá er það smámunasemi hans gagnvart leikurum sínum. En kröfuharður eða ekki nær hann alltaf að mynda traust samspilsflæði með þeim. Hér gaf honum þessari eðalgrúppu alveg taumlaust frelsi til að spinna sjálf stefnu atriðana og taktinn á þeim einnig. Allir sem einn leyfa sér að gleyma myndavélinni en dömurnar Amy Adams og Jennifer Lawrence bera af, algjörlega ótengt því hversu mikið þær fíla sig – út næstum því alla myndina – að vera með skorur úti sem segja meira en þúsund orð. Kamerugæinn virtist heldur ekkert hata það, og kannski er þess vegna sem þær aldrei nokkurn tímann verið kynþokkafyllri. Adams tekur á sig meiri dramaþyngd  – ekki bókstaflega – í sínu hlutverki, og hún er ótrúleg og marghliða, en sú óútreiknanlegasta af öllum hópnum, en fast þar á hælum kemur Lawrence, sem lætur eins og hún losnaði úr einhverju beisli. É’fílaða! Christian Bale lýsir henni best: „She was the Picasso of passive agressive karate.“

Russell hefur alltaf verið svolítið í því að vera taumlaus og persónurnar oft þannig á einhvern veg. Þegar þeir Bale unnu við The Fighter tók leikarinn af sér einhver tæp fjórtán kíló og hér hefur hann bætt á sig nítján, og sportar svo epíska combover-greiðslu. Í öllu ostborgara- og kleinuhringjaátinu er bókað að hann hefur mikið búið sig undir og sem fyrr sannar hann sig í hópi meistara þegar einhver gefur honum hlutverk með holdi. Á svipuðum tímaramma og Matthew McConaughey hefur Bradley Cooper tekið ótrúlega snöggan ferilskipp og stöðugt vex í tilþrifum. Ekki einu sinni tekst drullunni Hangover III að draga niður 2013 fyrir honum sem sterkasta árið sem hann hefur til að fagna. Hann var furðu magnaður í The Place Beyond the Pines og í Hustle hefur hann nóg til að spila með, og gerir það ótrúlega vel, m.a.s. nógu vel til að rétt slá út Bale. Jeremy Renner lætur einnig vel um sig fara. Sá hefur annars ekki fengið að sýna leikarann sem býr í honum síðan í The Town.

Sumir sogast inn í American Hustle haldandi að hún sé í flokki BoogieFellas en aðrir munu örugglega geispa og bíða eftir að eitthvað flippað gerist. Myndin nær allavega ekki þessum hágæðahæðum sem hún þráir og hefði alveg getað náð, því fagfólkið var allt þarna til staðar. Til eru betri myndir um svindl og svikahrappa og margt sígildara í þessum stíl, en eitthvað er við það hvernig leikararnir, samböndin, samleikurinn og períódan heldur athygli og þá vel. Ekki setja hana samt í forgang ef þú hefur ekki séð ofangreindar myndir, eða The Sting.

thessi

Besta senan:
Live and Let Die. Áfram, J-Law!

Sammála/ósammála?