Viltu koma á Nymphomaniac forsýningu?

Ég geri mjög sjaldan svona hluti á þessari tilteknu síðu (dóninn ég), en sem svona ákveðið þakklæti til fastra lesenda (þið vitið hver þið eruð) vil ég spreða einhverjum bíómiðum sem ég fékk í hendurnar á lokaða Nymphomaniac (Part 1) forsýningu sem verður núna næsta fimmtudag. Þetta gæti orðið áhrifarík greddu- og gleðistund fyrir þá sem kunna að meta þunglynda frænda okkar hann Lars von Trier.

Undirritaður Bíófíkill laðaðist nokkuð sterkt að þessari nýjustu ögrun hans en persónulega snið hennar gerir hana að einhverju meira. Eftir að hafa maulað um þessa hrifningu mína tókst mér að fá það (*fliss) í gegn að bjóða fullt, fullt af áhugasömum á einu forsýninguna sem verður áður en hún lendir í bíó og á VOD-ið næsta föst. Eini gallinn er að lesendur, sama hversu dyggir, þurfa að vera orðnir 16 ára til að koma inn. Reglur Græna Ljóssins!

Höfum þetta einfalt. Kommentaðu hérna fyrir neðan nafn á einhverri geðsjúkt góðri bíómynd að þínu mati sem þú myndir mæla með, jafnvel svona mynd sem mætti kalla ekkert sérlega þekkta eða áberandi í íslenskum kvikmyndahúsum, nú, þá og áður. Allir elska góða „osbsure“ titla, og þó Nympho sé langt frá því að vera obscure mynd þá er verulega bókað að hún er alls ekki fyrir alla. En er það ekki bara ágætt stundum?

En já. Einhver mynd. Kommentsvæðið. Býð hátt í 10 manns (sem fá tvo miða) einhvern tímann á miðvikudaginn í síðasta lagi.

Svo, vonandi, bara vonandi, getum við reynt að athuga með sýningu á báðum helmingunum saman þegar hinn fer að koma.
Tíh.

Eigið nú kátt og öruggt kynlíf, þið þarna krúttlömbin ykkar.

 

*UPPFÆRT* 12.02.

Þið sem eruð á leiðinni á Nympho eru:

Arnar Geir (góður!)
Arnar Vilhjálmur (tékka á Madeo!)
Ásgeir Eðvarð Kristinsson (rétt, Oldboy ER sjúk)
Gabríel Ponzi (Filth er drullufín)
Grétar (m. Enter the Void)

Ingólfur (Angel’s Egg)
Mikael Þorsteinsson (mmm… Sam Neil)
Sara með-ekkert-eftirnafn (La jaula de oro – takk, kærlega!)
Skari (Martyrs – úff)
Skúli Arnarsson (La Haine er GEÐVEIK)

Sendið mér póst á tommi@biovefurinn.is til að staðfesta það að þið sáuð þessi skilaboð:

Categories: Eitthvað annað | 20 Comments

Post navigation

20 thoughts on “Viltu koma á Nymphomaniac forsýningu?

 1. Sara

  La jaula de oro.

 2. Eyþór Atli

  Mjög erfitt að nefna bara eina. Langar að nefna svo margar, en djöfull er Brick (2006) góð!

 3. Gabríel Ponzi

  Mynd sem mér fannst fá alltof litla athygli bæði hér og úti var Filth. McAvoy er gjörsamlega ótrúlegur í henni.

 4. Arnar Vilhjálmur

  Alls ekki eitthver óþekkt mynd á heimsvísu en hef aldrei hitt neinn íslending sem hefur séð hana, og það er myndin Madeo, eða Mother, frábær kóresk mynd sem kvikmyndaunnendur ættu hiklaust að sjá.

  Líka víst eg er í kóresku myndunum mæli ég líka með „The Good The Bad The Weird“ ef þú ert í stuði fyrir góða grín og hasarmynd og lifir það af að ekki sé töluð enska.

 5. Jóhannes Árnason

  Fyrsta myndin sem ég sá sem var bönnuð innan 16 ára: Hard Ticket to Hawaii. Þvílík klassík.

 6. Helgi Sigurjón Ásbergsson

  Shutter Island með Leonardo Dicaprio, fékk ekki og fær ekki mikla athygli hér á klakanum ein mín besta mynd ;)

 7. I saw the Devil

 8. Það má horfa nokkuð oft á Pulp fiction áður en maður fær leið á henni :)

 9. The Man from Earth (2007) er mjög góð og ég hef allavega ekki mikið heyrt talað um hana

 10. Mikael Þorsteinsson

  Perfect Strangers með Sam Neill. Mjög vanmetin mynd sem fái hafa séð.

 11. Gunnar

  Lost highway , david lynch er alveg með þetta

 12. Grétar

  Enter the Void (2009). Þung, en djúp og skilur mikið eftir sig.

 13. Nafnlaust

  the kings of summer kom skemmtilega á óvart

 14. Ásgeir Eðvarð Kristinsson

  Oldboi er sjúk

 15. Love (2011) – Það þarf ekki nema vilja til þess að framleiða áhrifamikla mynd

 16. Skari

  Martyrs frá 2008

 17. Skúli Arnarsson

  Franska bíómyndin Le Havre

 18. Ingólfur

  Angel’s Egg (1985) er anime mynd eftir Mamoru Oshii og Yoshitaka Amano sem ég hef alltaf haldið mikið upp á

 19. Arnar Geir

  Adams æbler eftir snillinginn Anders Thomas Jensen. Góð persónusköpun og góður leikur fer vel saman.

 20. viktorst

  Ed Wood eftir Tim Burton. Magnað kvikmyndaverk um „lélegasta“ leikstjóra allra tíma

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Powered by WordPress.com.