Brick Mansions

Eins mikið ljúfmenni og ég efa ekki að Paul Walker hafi verið, þá átti hann ekki alltaf sína fjölbreyttustu daga, og þær myndir sem voru góðar með honum voru það sjaldnast út af honum sérstaklega. Maður einhvern veginn tók honum eins og hann var og fannst mér hann óneitanlega fara batnandi eftir vissan punkt á ferlinum. En með þessari seinustu mynd sem hann kláraði tók hann því miður mörg skref afturábak, eins og hann hafi skyndilega hurfið aftur til áranna þar sem erfiðast var að taka hann fyllilega í sátt, og hefur satt að segja sjaldan sést í verri að mínu mati.

Brick Mansions er hraustri, franskri fyrirmynd til grátlegrar skammar… og stórfyndin er hún fyrir vikið, sumsé á öllum röngum stöðum. Það ótrúlega er samt hvernig Luc Besson, með umsjón yfir báðum handritum, tókst eiginlega sjálfum að búa til geldari, þurrari og umfram allt miklu amerískari endurgerð heldur en liggur við að hægt hefði verið að búa til í bandaríkjunum. Vissulega er ég hlutdrægari en jafnvel ef ég kæmi kaldur inn þá fengi ég samt mauklélega poppkornsmynd.

Brick-Mansions-David-Belle2Ég get lofað því að allir sem sjá Brick Mansions á undan District B13 eru óbeint að skemma fyrir sér megaskemmtilegri spennumynd (gerð af sama leikstjóra og gerði seinna Taken 1, sem er ekki ógirnilegur díll). Það verður seinast talið upp að söguþráðurinn – hvar og hver sem hann var – eða handritið sem Besson kokkaði upp hafi verið það sem gerði hana góða, heldur fyrst og fremst brengluð keyrsla, mögnuð stönt, solid hasar, flott klipping, tónlist, og jú, mátulega harðir og hressir leikarar.

Að bera saman B13 við endurgerðina er eins og að bera saman… tja… segjum fyrstu Taken og lafandi framhaldið hennar (sem leikstjóri BM klippti!), því hér snúast allir kostirnir á hvolf. Sú fyrri var heimskulega gott hasarkikk en sú seinni gerði mann bara heimskari því lengur sem maður horfði á hana. Eins er það hér. Fyrir utan samt fáeina viðbætta aukahluti í Fast & Furious-dúrnum (óhjákvæmilega?) eru myndirnar afar svipaðar. Atburðarásin er sú sama, bara með fleiri leiðinlegum uppfyllingum. Annar aðalleikarinn er m.a.s. sá sami, sumsé David Belle, einn af frumkvöðlum parkour-‘hreyfingarinnar’, en sköllótta stökksnillingnum sem áður gekk við hlið hans hefur verið skipt út fyrir „Brian O‘Connor“… undir öðru nafni, og blessast það sama og ekkert.

Brick-MansionsBelle var ansi harður í gömlu myndinni, líka yngri og liprari. Hann hefur þó lukkulega litlu gleymt og sér ágætlega um helstu stökkin í Brick Shithouse Mansions á meðan Walker lætur minna bjóða sér upp á svoleiðis. Sem leikari er Belle að vísu vonlaus hér, bæði því hann endist ekki út einn ramma án þess að hljóma gervilega þegar hann talar ekki sína eigin tungu, og líka vegna þess að hann virkar viðbjóðslega döbbaður hálfa lengdina. Walker er eins flatur og hann var fyrir áratugi síðan og buddy-kemistría hans við Belle er átakanlega þvingað – andstæða við dúóið úr þeim frönsku – og er m.a.s. gefið þeim epískt fist-bömp skoti til að binda enda á allra slíkra mómenta. The R(iz)ZA er síðan alveg út úr kú, vandræðalegur, sorglegur og kvenpersónurnar hnoðaðar í hel að fetish-stereótýpum. Bjánalegur stelpuslagur þarna innifalinn.

Segjast verður þó að Besson tókst að rústa gamla handritinu með því að gera það aulalegra, teygðara, myndin er svo djók-vandræðaleg á köflum og í rauninni oftar en ég gæti talið. Hún stekkur alveg endalaust frá því að reyna að vera með píndan húmor fyrir sjálfri sér og breytast í meinfyndna hasarparódíu. Seinustu mínúturnar eru svo ógeðfellt hlægilegar að m.a.s. gæi eins og Walker átti betra skilið.

ffgFranski leikstjórinn Camille Delamarre virðist beinkópera gömlu atriðin með einhverjum eigin töktum en ómögulega getur hann sett saman hasarsenum sem smella (tónlistin er heldur ekki að djúsa rétta taktinn í hana), og furðulegt en ekki óskiljanlegt er það miðað við fyrri störf hans sem klippari. Hann sprengir líka alveg kvarðann á því sem myndi teljast ásættanleg notkun á sló-mói. Það er ekki nóg að segja að þetta sé heiftarlega, brandaralega ofaukið heldur tekur þetta allt adrenalínflug út úr parkour-geðveikinni þegar þriðja hvert skot hægir á sér til þess að þú tapir þér yfir kúlinu.

En já… eða nei, Stórt nei. Brick Mansions er meistaralega gagnslaust og illa gert afrit, sem verður meira pirrandi og púðurslaust sökum þess hvernig sumir upprunalegu aðstandendurnir eiga alstærsta þáttinn í klúðrinu. Nóg er á seiði vissulega en púlsinn slær aldrei. Ljóta orðspor þessara myndar má alls ekki dreifa allri athygli burt frá hinu miklu betra frumeintaki ásamt fantagóðu framhaldi. Vonandi verður bara ekki eins vandræðalegt að kveðja Paul, það sem séð verður af honum, í Furious 7.

tveir

(ath. Hækka má svosem einkunnina upp í fjarka ef viðkomandi hefur ekki séð B13 – en myndi það skipta nokkru?)

Besta senan:
Öh… örugglega einhverjir samanlagðir rammar af Belle að leika listir sínar. Telst varla gilt þó.

4 athugasemdir við “Brick Mansions

 1. Nightcrawler.

  2014 innlegg. Sæddl. Þetta ár er 2007 caliber gott.

  96 myndir séðar.

  Come on Crayola, you wanna color or what?

  Versta mynd: Teenage Mutant Ninja Turtles.
  Besti blockbuster: Gone Girl
  Best erlenda mynd: The Tribe
  Besta heimildarmynd: 20,000 Days on Earth
  Besta horror: The Babadook
  Besta grínmynd: The Grand Budapest Hotel
  Besta teiknimynd: The Lego Movie
  Vanmetnasta: The Rover/The Two Faces of January
  Ofmetnasta: Edge of Tomorrow.
  Mestu vonbrigði: Locke/Boyhood
  Mesta surprise: Lucy/The Wonders
  Best Leikna mynd: Nymphomaniac
  Besta Leikstjórn: Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel
  Besta Handrit: The Grand Budapest Hotel
  Besta Kvikmyndataka: The Tribe
  Besta Klipping: 20,000 Days on Earth
  Besta mynd frá first time director: The Tribe
  Besta Atriði: ummmm alltof mörg. Pike sker NPH á háls/Lokaröltið í Only Lovers Left Alive/Byrjunin í Leviathan/F. Murray Abraham að klára söguna í Grand Budapest/ Loka 10min í The Tribe.
  Besta Mynd: The Tribe
  Besta karlkyns frammistaða: Brendan Gleeson, Calvary
  Besta kvennkyns frammistaða: Julianne Moore, Maps to the Stars

  Veistu hvort við fáum The Drop, The Disappearance of Eleanor Rigby: Him & Her eða The Skeleton Twins?

  Helduru að Interstellar verði stór óskars player?

  Raðaðu væntingum þínum fyrir þessar myndir:

  Inherent Vice
  Birdman
  Whiplash
  A Most Violent Year
  Foxcatcher
  Unbroken
  The Interview
  Exodus: Gods and Kings
  American Sniper
  The Imitation Game

 2. Color me intrigued…. (Stretch er btw ótrúlega skemmtileg!)

  Allrighty, hvar skal byrja…

  Í allra fyrsta lagi ertu staddur á undirsíðu bíómyndar sem er meira en helmingi verri heldur en TMNT (þú hefur greinilega verið duglegur að forðast slakari myndir ef hún er VIRKILEGA sú alversta frá árinu… alls ekki sammála)

  Öðru lagi er alltof snemmt til að gera upp bíóárið þó það sé vissulega hárrétt hjá þér að það sé búið að vera óvenjusterkt núna, þannig að í sjálfu sér er það alltílæ að aðeins sortera út og líta yfir farinn veg áður en meira hlass bætist síðar við.

  Boyhood… vonbrigði??
  á hvaða plánetu?

  Prufaðu að horfa á hana aftur. Get alveg trúað því að mega-ofurhæpið hefur látið fleiri halda að hún sé meira „transcending“ (í svona sensory overload merkingu) en hún er. Hef líka heyrt marga kvarta undan því að hún sé mjög lengi að klárast, en það böggaði mig aldrei persónulega.

  Hefði kannski spoiler-taggað það sem þú nefndir með NPH, en það var geðsjúkt móment.

  Greinilega er ég sá eini sem pissaði ekki á sig á Babadook, en myndin er frábær metafóra á hræðslu við börn/uppeldi eða tök á sorgum og fortíðarissjúum.

  Ég er sóðalega sammála öllu sem viðkemur því hvað Edge of Tomorrow er ofmetin.

  „Veistu hvort við fáum The Drop, The Disappearance of Eleanor Rigby: Him & Her eða The Skeleton Twins?“
  – Ég held, akkúrat, enga af þeim…. nema annað eigi eftir að koma í ljós.

  Helduru að Interstellar verði stór óskars player?

  Hún gæti léttilega orðið það, en ég vona ekki. Ég vil sjá hana lifa sem polarized-mynd sem fær ekki hvern og einn einasta Nolan-gæja til að æla af gleði eftir henni. Ég fílaði svo mikið þær áhættur sem Chris tók með þessa, á kostnað þess að hrinda frá sér völdum hópum.

  Af þessum 10 myndum sem þú nefndir eru þrjár sem ég hef séð, en væntingarlega séð raðast hinar svona upp.

  Foxcatcher
  American Sniper
  The Imitation Game
  The Interview
  A Most Violent Year
  Unbroken
  Exodus: Gods and Kings (myndin gæti orðið góð, en trailerinn er HILARÍUS á köflum)

  Sjáumst á Nightcrawler!

 3. Gef TMNT 1.5/10 en jú hef verið duglegur að forðast sora.

  Búinn að horfa á Boyhood 2x. Allt frá byrjun myndarinnar, þangað til að hann hittir Sheena í partýinu… Finnst mér vera eitt mesta movie magic sem ég hef upplifað. Eftir það þá fór þetta bara downhill fyrir mig (fyrir utan „I just thought there would be more… Sem lýsir fullkomlega venjulegu lífi). Mér byrjaði að líka minna og minna við leikstjóra ákvarðanirnar og handritið. Fannst soldið eins og Linklater hafði misst passion-ið fyrir þessu. Allt var svo rush-að og byrjaði að vera minna náttúrulegt. Þannig virkaði þetta á mig allavega :(

  Interstellar, Nightcrawler, Birdman, Whiplash, Inherent Vice… You lucky man. Varstu á NYFF eða LIFF eðaaa?

  „Sjáumst á Nightcrawler!“

  Snilld! Í hvaða bíói? :D

Sammála/ósammála?