How to Train Your Dragon 2

DreamWorks-teiknimyndaverið datt í góðan lukkupott með því að tileinka sér bókaseríu Cressidu Cowell, því í þessum tveimur myndum hefur sýnt sig öflugur forgangur fyrir frásögn, undrandi „landslagsfegurð“, sígildur ævintýraandi og flughasar sem flytur áhorfandann gjörsamlega með sig upp. Hvað pening og grafík varðar markar þessi tvenna það besta sem teiknimyndakompaníið hefur hingað til gert. Ókei, fyrir utan Kung Fu Panda…

How to Train Your Dragon 2 er ein af stilltu, metnaðarfullu framhaldsmyndunum sem er gerð með áhuga fyrir því að breikka út heiminn og byggja ofan á söguna í stað þess að sinna markaðsskyldum. Þessi er myrkari, breiðari, þroskaðri og með söguþráðinn í reglulegri þróun. Persónurnar eiga enn forgrunninn, arkir þeirra, sambönd og samspil og rússíbanaþeytingur með drekum er ágætis plús í staðinn þegar hann er kallaður til þess að þjóna karakterum og sögu. Enn betra verður það þegar pixlafegurðin á skjánum er nægilega mikil til að vekja upp vissa töfra.

2014-How-to-Train-Your-Dragon-2-Flying-Desktop-BackgroundFyrri myndin er að vísu sterkari, hún er áhrifaríkari, hún tók meiri áhættu og gat betur sinnt því sem hún hafði. Þó nr. 2 stækki söguna með prýðilegum hætti er partur af mér þeirrar skoðunnar að forverinn endaði á svo fullnægjandi nótum að varla hafi verið þörf á meiru. Viðbótirnar eru annars fínar og í ensku talsetningunni er einstaklega velkomið að fá Cate Blanchett og hennar persónu í spilið, en sama hversu mikilvæg hún er fannst mér hún mátt spila miklu stærri rullu þegar lengra á leið. Illmennið (talsett af hæfilega reiðum Djimon Hounsou) skortir líka allan djús og gleymist þar af leiðandi fljótt.

Jay Baruchel fer hlutverki Hiccups enn gríðarlega vel, lítið síður þegar grafíkin er búin að leyfa honum og hinum að eldast um fimm ár. Tengsl hans við kisudrekann Toothless heldur kjarna sínum og fer efnislega á alvarlegar, athyglisverðar slóðir. Hefði alveg líka mátt sýna meiri tíma með þeim saman, en í staðinn kemur meiri dýnamík frá aukapersónunum, svo að tilbreytingin er ásættanleg. Gerard Butler er áfram stóískur og flottur sem Stoic og vætir næstum öll augu með einu besta atriði myndarinnar, þegar hann mætir Blanchett í „fyrsta“ sinn. Craig Ferguson stelur enn senunni samt,

maxresdefaultÞegar tónlistin nær flugi byrjar gæðahúðin með allri grafíkinni og smáatriðum hennar. Með engu móti er þetta besta teiknimyndin á árinu (Legókubbarnir sigra drekana í þeim flokki) en hvort sem á litið er á hana sem framhald eða pjúra fjölskyldumynd er How to Train Your Dragon 2 vel heppnuð; oft gullfalleg, mikilfengleg og viðburðarík. Það vantar samt smávegis auka í hana til að hún nái þeim tilfinningahæðum sem fyrri myndin rúllaði upp.

thessi

Besta senan:
Blanchett mætir Bötlernum.

Sammála/ósammála?