Húkkt á Robin

„You have this idea that you’d better keep working otherwise people will forget. And that was dangerous.“

Ég man ekki alveg hvenær það byrjaði, hvort það hafi verið þegar ég var hálfnaður með að lesa 3,008 Twitter-færslur eða Facebook-statusa en gærkvöldið markaði fyrsta skiptið þar sem ég – á minni lífsleið – þar sem ákveðnir metrar af sálinni voru næstum því tilbúnir til að brotna niður, fyrir hönd æskunnar minnar, áhugasviðs míns og fyrst og fremst eitt hressasta legend sem uppi hefur verið og snúið við milljörðum fýlusvipa í gegnum áratugaraðir og brúað hvert einasta kynslóðabil á þónokkrum tímapunktum.

TR2-4
„Comedy is acting out optimism“

Sjokkið mýkist ekkert þegar ekki bara fylgir ljót saga af því *hvað* gerðist, heldur líka *hvernig*.Venjulega geymi ég mín karlmannlegu tár fyrir nánustu aðila, þó auðvelt sé að taka dauða þeirra inn á sig sem hafa lifað „aukalega“ með manni út ævina á skjánum, en Robin Williams á þau næstum því skilið. Heimurinn hefur metafórískt frosið nógu oft í ár hvað deigluna varðar og jafnvel afþreyingar- eða sorgarfréttir af stjörnum. Að missa Philip Seymour Hoffman var nógu mikil sprengja fyrir glápara og unnendur leiklistar, en með fullri virðingu fyrir einum uppáhalds leikaranum mínum (og óstöðvandi er sú virðing…) þá hef ég ekki þekkt nafnið hans síðan ég sýndi VHS-tæki óðan áhuga.

„Never fight with an ugly person, they’ve got nothing to lose.“

Fyrir utan það að geta veitt manni ótakmarkaða kátínu í gegnum árin (Live at Broadway uppistandið hans er umhugsunarlaust með þeim fyndnari í heiminum) þá var Robin sömuleiðis einn vanmetnasti dramaleikarinn þarna úti. Flestir grípa beint til Good Will Hunting til að staðfesta ágæti hans á alvarlegra sviði og hún er frábær, en… þó svo að hún græjaði honum Óskar frænda má alls ekki líta framhjá One Hour Photo, Insomnia og jafnvel smærri titlum eins og Night Listener, What Dreams May Come, World’s Greatest Dad og The Final Cut. Robin sýndi mjög smámunasama og layeraða frammistöðu í öllum þessum myndum en ef við erum að ræða um 180° breytingu frá norminu, þá er vart hægt að leita lengra en Photo. Fyrir mig persónulega hræðir það mig extra sterkt að ég horfði aftur á þá mynd daginn fyrir andlátið.

„Reality is just a crutch for people who can’t cope with drugs.“

Því miður kom það engum á óvart hversu bæpólar hann var á bakvið tjöldin í gegnum árin. Þegar Robin gaf sig allan fram í dramaleiknum skein sorgin mjög sannfærandi í gegnum augnsvipinn einan og þegar lágstemmdur var mátti betur ímynda sér þjáða manninn á bakvið djókarann. Annars er mikilvægt að minnast á það að Robin var sjaldan einn af þessum skemmtikröftum sem svaf í gegnum hlutverkin sín, sem þýðir að meira að segja í ómerkilegum eða glötuðum myndum var orka hans og hæpergleði alltaf til staðar. Í grínfaginu voru engar hliðar sem hann tileinkaði sér ekki, hvort sem það snerti súrt grín, svartan húmor, aulahúmor, fjölskylduvænt, hnyttið, gróft, einhliða, marglaga o.s.frv.

„When in doubt, go for the dick joke.“

Að mörgu leyti fyrir mér voru minnisstæðustu myndirnar hans þessar sem sameinuðu það besta sem hann gat. Fáar gerðu það þó betur en hinar dýrmætu Dead Poets Society (Peter Weir) og The Fisher King (T. Gilliam). Lengi má svosem kafa út í fjölbreyttu spor mannsins, frá Mork-árunum til tíma Disney-ágreininga, bítandi uppistanda, furðulegs samstarfs við Robert Altman og fleira. Ég get heldur ekki talið þau skipti sem ég hef horft á Aladdín sérstaklega útaf bláa, poppkúltúrsóða andanum eða hlegið mig rasslausan yfir farsaganginum í The Birdcage, eða Mrs. Doubtfire. Death to Smoochy fíla ég að auki betur en margir gera.

„You’re only given one little spark of madness. You mustn’t lose it.“

Þegar ég ólst upp (engar áhyggjur, þetta verður stutt) þverneitaði ég sem krakki – og hef síðan oftast gert – að horfa á teiknimyndir öðruvísi en þær voru framleiddar, m.ö.o. á réttri tungu, að vísu vegna þess að annar foreldrinn talaði ekki íslensku. En þarna kom Aladdin mjög oft sterk inn og fór ítrekað í tækið. Ég hef heyrt Íslendinga koma með þá fullyrðingu að Laddi hafi toppað raddsetningu Robins en það set ég á pari með veruleikafirringu og nostalgíumóðu, enda munur á því að semja grínið og apa eftir því. Æskuminningarnar hjá mér týna annars sérstaklega upp úr hattinum fjórar tilteknar Williams-myndir: Aladdin, Doubtfire, Good Morning Vietnam (sem ég sá áður en ég vissi hvað Víetnam væri…) og fyrst og fremst Hook. Það var ein af fyrstu bíóferðunum sem ég man eftir á ævi minni, ásamt Dick Tracy.

„I love kids, but they are a tough audience.“

Ég get líka talað fyrir hönd margra ’80s-og-early-’90s-barna að Hook hafi alls ekki átt skilið þann skell sem hún hlaut á sínum tíma (meira að sega frá Spielberg! sem sjálfur hefur sama og afneitað henni). Eins viðbjóðslega væmin og Hook er að mínu mati þá er alveg böns af töfrum í henni, og þeir koma frá Williams-tvennunni; Robin og John. Bara það að hugsa um scoreið í þeirri mynd – undir gefnum kringumstæðum – mýkir mig upp að innan og hreinsar burt alla fordóma fyrir tilfinningastjórnun Hollývúdd-almættisins… tímabundið.

„Men Smear!“

Ég get yfir höfuð ekki byrjað að ímynda mér hversu marga hann hefur glatt, hvort sem það er á sviði, á skjánum eða setti. Alltaf þegar ég horfi á Schindler’s List poppar í hausinn á mér sú staðreynd að Spielberg var í svo miklu rústi í tökum að hann bað Robin persónulega um að gleðja sig með og aðra á tökustað með bröndurum og tilheyrandi sprelli. Ferilskráin gerði hann ódauðlegan en margar og hlýju minningar hvers og eins enn meira svo. Augljóst er að Robin þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að verða gleymdur í bráð, eða nokkurn tímann. Einstakur leikari, svo miklu meira en bara grínari.

Robin-Williams-7„O Captain, My Captain!“ *

 

*Lokasenan í Dead Poets Society verður héðan í frá hjartnæmari en nokkru sinni fyrr. Skyldi einhverjum vanta hina fullkomnu „kveðjumynd“ þá verður hún að vera fyrir valinu.

Sammála/ósammála?