47 Ronin

47 Ronin er nákvæmlega eitthvað sem ég var að vonast til þess að myndi virka, eins ólíklega og það virtist vera. Ég fíla samúræja, ég fíla brellur, hefndarsögur og á ábyggilega auðveldar með að taka Keanu Reeves í sátt í aðalhlutverki heldur en margir. Að vísu fíla ég það stundum einnig af og til að sjá svona miklum möguleikum sóað.

Fyrir þennan pening er einmitt forvitnilegt að sjá hvað hægt er að gera með anime-fantasíugraut og Kurosawa-tribjúti. Það var að minnsta kosti það sem leikstjórinn reyndi að gera, og vildi gera, en framleiðendur fóru í kerfi og skiptu sér af alltof miklu. Svosem er ekkert skrifað í steini að alls ekki sé hægt að hafa gaman af mynd sem hefur lent í einhverju framleiðslufokki – þó ég myndi gjarnan kalla þetta feita, klúðurslega undantekningu í þeim dúr, en versti glæpurinn sem framinn hér var ekki sá að myndin er skítléleg, heldur bara með eindæmum leiðinleg, óspennandi og óskiljanlega þvæld.

hackListinn yfir allt sem fór úrskeiðis í þessari framleiðslu er pakkaður, og þó ég viti ekki enn hvort hafi verið tekin vond ákvörðun frá upphafi að ráða óreyndan leikstjóra til að tækla þessa stærð. Miðað við allt sem ég hef lesið tel ég nú samt bókað að hann hafði þó að minnsta kosti einhverja spes sögu í huga sem hann ætlaði að halda sér við. Planið hans var aldrei að gera stórmynd með Keanu Reeves á plakatinu. Hann vildi sögu með miklum japönskum díalog, aðeins minna af brellufantasíu og bara yfirhöfuð allt öðruvísi stefnu en þessa sem hún á endanum tók. Það sést að mörgu hefur verið breytt því frásögnin veit ekkert hvert hún ætlar eða hvað hún er að gera.

Á meðan aðstandendur reyndu að „bjarga“ myndinni tókst þeim engan veginn að bjarga sér út úr ójöfnuðu flæði, óeðlilegum tónaskiptingum og algjöru vá-leysi í kringum brellur og bíódýrð. Sumt þvílíkt flott, annað og margt mega-kjánalegt. Það er samt þetta þrælgóða yfirborð sem myndin hefur, með sérstakt tillit til búninga og sviðsmynda, sem gefur henni þolanlegt visual-gildi. Sést allavega langar leiðir að reynt var að búa til eitthvað almennilegt og með smáatriði í huga en á móti kemur þessi týpíska frústrerandi spurning þegar horft er á eitthvað svona flott: „af hverju er þetta ekki betra??“

christianbalestevejobs-618x400Þegar Keanu Reeves er sá sem maður er mest farinn að kaupa í risastórri ræmu hefur allt farið á annan endann eða „opposite day“ þemað tekið of langt. Leikstjórinn má eiga það að hafa valið flotta japanska leikara (þ.á.m. Hiroyuki Sanada, Tadanobu Asano, Rinko Kikuchi og Kou Shibasaki), gallinn er bara sá að samtölin eru heilt yfir hræðileg og fer það ekkert betur með þá staðreynd að margir japanana þurftu að læra línurnar sínar eftir hljómburði, sem sést… öh… eða heyrist.

Þetta er ótrúleg íkveikja á seðlum, þessi mynd – miðað við það sem hún gat orðið. 47 Ronin frestaðist um meira en ár í framleiðslu út af þessu panikki á bakvið gerð hennar. Og sú saga skiptir í rauninni allri gagnrýni mjög miklu máli því illa tekst mér að ímynda mér að nokkrum geti fundist þessi mynd í besta falli meira en „alltílæ en býsna langdregin afþreying,“ og allt sem sogar úr henni möguleika á einhverju peningana virði (bæði þessara 200 milljóna sem fóru í gerð hennar – og pening áhorfandans, ef ekki tíman hans).

Þetta er hand, handónýt vara sem var þegar komin í sebbuku-hugleiðingar löngu áður en lokaklippinu var læst. En stundum þurfa stórir þursar að falla til að aðrar áhættumyndir geti kannski lært af þeim. Allir sem segja að The Lone Ranger hafi verið stærsta klúður ársins 2013 sáu greinilega ekki 47 Ronin, og hví ættu þeir?

thrir
Besta senan:
Keanu kynntur aftur.

Sammála/ósammála?