Bíótitlar skipta svakalega miklu máli. Þeir geta sagt eitthvað eða allt til um innihald myndanna, skapað dularfulla forvitni eða átt aðra þýðingarmikla tengingu sem skýrist við nánari skoðun. Þegar erlendir titlar beinþýðast ekki alveg yfir á víkingamál okkar Íslendinga getur oft orðið til afrakstur sem er ekkert síðri en kannski ekki af réttum ástæðum.
Titlar breyttust oft á milli textaþýðenda (með mismikið hugmyndaflug, segjum það), í gegnum árin, hin ýmsu formött og sjónvarpsstöðvar en vanalega haldast þeir svipaðir, eða þannig ætti normið að vera. Stundum eru sömu heitin notuð aftur og aftur, í öðrum tilfellum eitthvað úr allt öðru samhengi. Eftir mikið grams í gegnum gamlar dagskrásíður, eldri minningar, einhverjar VHS spólur og mikla leit á netinu tók ég saman einhverja þá eftirminnilegustu titla; hallærislega sem súra, passlega flotta og ótvírætt ómetanlega. Þið þekkið kannski mest af þessu, en annað kannski ekki(?).
Kíkjum!
Animal House (’78) – Delta klíkan
August Rush (’07) – Undrabarnið
Basket Case (’82) – Körfu mál
Bird on a Wire (’90) – Á bláþræði
Blue Hawaii (’61) – Ástir og ananas
Bourne Identity, The (’02) – Glatað minni
Butterfly on a Wheel (’07) – Í heljargreipum
Cape Fear (’91) – Víghöfði
Cliffhanger (’94) – Á ystu nöf
Collateral (2004) – Í heljargreipum
Demon Seed (’77) – Fjandakornið
Die Hard (’88) – Á tæpasta vaði
Dude, Where’s My Car? (’00) – Melur, hvar er skrjóðurinn?
Equilibrium (’02) – Öll frávik bönnuð
Fast and the Furious, The (’01-?) – Ökufantar (á Bíórásinni oft kölluð Snögg og snar)
Good, the Bad and the Ugly, The (’66) – Einn var góður, annar illur og sá þriðji grimmur
Hudsucker Proxy, The (’94) – Blóraböggull
Ladies and the Champ (’01) – Klók eru kvennaráð
Lethal Weapon (’87-98) – Tveir á toppnum
Loaded Weapon 1 (’93) – Tveir ýktir 1 (mjög fyndin mynd btw!)
Look Who’s Talking (’89) – Pottormur í pabbaleit
Man of the House (’05) – Karl í kvennafansi
Mighty Ducks 2 (D2), The (’94) – (spoiler alert) Meistararnir
Naked Gun, The (’89-’93) – Beint á ská
Ocean’s 11 (’01) – Við ellefta mann
Razor’s Edge (’85) – Blað skilur bakka og egg
Reality Bites (’93) – Blákaldur veruleiki
Room For Romeo Brass, A (’99) – Friðarspillirinn
Running Man, The (’87) – Ljótur leikur
Thin Red Line, The (’97) – Á bláþræði
Tightrope (’85) – Á bláþræði
Trainspotting (’96) – Trufluð tilvera
To Live and Die in L.A. (’85) – Á fullri ferð í L.A.
Turk 182 (’85) – Illa farið með góðan dreng
Shining, The (’80) – Duld
Some Like it Hot (’59) – Enginn er fullkominn
Spirited Away (’01) – Fjörug ferð
Walking Tall (’04) – Stattu beinn
Til eru svo margir, margir aðrir góðir sem hafa pottþétt farið framhjá þessum vef og þess vegna væri gaman að fá fleiri! Gæti þurft þína aðstoð, veist þú um einhverja gullmola?
Kommentaðu hér á svæðinu ef svo.