Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans

Nicolas Cage hefur kannski átt fleiri vonda daga en góða en það þýðir ekki að hann sé endilega vondur leikari… alltaf. Stórfurðulegur, jú, einn sinnar tegundar – mögulega geimvera? – alveg klárlega, en ef þú sleppir honum út óbeisluðum í efni sem veit hvað á að gera við hann, og ekki síður undir taumi leikstjóra sem virðist fullkomlega kunna að nota þennan ólýsanlega Cage-isma, þá færðu guaranterað út eitthvað abstrakt frábært og sérstakt (Bringing Out the Dead, halló!).

En Nic greyið hefur því miður oftast átt sér langar lægðir og getur enginn heilvita manneskja áttað sig á hver krítería hans er á handritsvali. Að lenda á einni magnaðri mynd með honum dregur greinilega eftir sér einhverja bölvun þar sem hann gubbar út úr sér fimm akvondum, annaðhvort með yfirdrifnu trúðalátum hans í hámarki eða áþreifanlegu áhugaleysi. Cage hafði átt sérlega vond ár þegar atvinnuklikkhausinn Werner Herzog kom honum til bjargar. Og djöfull hitti þessi samstæða í mark í einni bandsýrðri ræmu, Herzog temur sinn mann ekkert síður en Klaus Kinski í denn.

Bad Lieutenant: PoCNO er endurgerð af mínu skapi, enda mynd sem á sér sérlega fátt sameiginlegt með upprunamynd sinni (þ.e. Bad Lieutenant með Harvey Keitel frá ’92 – og fínasta mynd). Keitel-útgáfan sýndi töluvert öðruvísi sikkópata, en fyrir minn pening ekki eins athyglisverðan. Herzog-útgáfan er til að byrja með eins og sótsvart-kómískur og kókaður útúrsnúningur á löggumyndum… sem leysist upp í kexruglaða karakterstúdíu.

image46

Cage heldur manni pikkföstum við skjáinn með mátulega sturlaðri og vægast sagt einbeittri frammistöðu frá aðalmanninum. Bókað mál eitt albesta performansið sem sást árið 2009 og það er með ólíkindum hvað þetta menni getur stöðugt komið mann á óvart með hvert drungalegi hallærisleiki hans getur leitt mann. Hann er hæper, óhuggulegur, ógeðfelldur (dö…), löðrandi í sjálfshatri og æðislega fyndinn mestallan tímann.

En frammistaða hans hefði aldrei hitt á allar réttu nóturnar ef hún – og öll myndin – væri ekki léttilega fráhrindandi fyrir marga. En sem aðdáandi Herzogs finnst mér allt einhvern veginn ganga upp í henni, eins mikil steypa og hún er. Hún er klisjufrí, óútreiknanleg, fokk furðuleg og djörf, og allir skrautlegu aukaleikararnir hafa eitthvað til að bæta við (Val Kilmer, Michael Shannon, Fairuza Balk, Brad DourifEva Mendes, allir! Mendez m.a.s. fékk mig strax til að gleyma því að þau léku saman í Ghost Rider…). Herzog missir sig að vísu aaaaðeins of mikið í artí-stílbrögðum (guð blessi alla sem sjá myndina undiráhrifum), en maður verður að fyrirgefa það. Þetta er allt í stíl við hegðunina hjá Cage.

image45

Herzog kvikmyndar þetta eins og þetta sé ‘vandað rusl’ en helstu dásamlegu einkenni hans skína í gegn. Hann nær að ekki alveg að vefja saman grípandi drama og satíru, en gengur miklu betur upp sem hið seinna. Handritið spilar líka með tilviljanir, formúlur, stefnuleysi og kaldhæðni á stórskemmtilegan hátt. Öll úrlausn sögunnar er eins og einn stór brandari, og í vitlausum höndum hefði þetta getað orðið að ljótu svindli, en hérna fannst mér það frábært. Herzog hlær heldur betur framan í andlitið á áhorfendum út alla lengdina og annaðhvort hlær maður með eða býður við þessu.

Öllum sem líkar þegar illa við Nic munu varla endast út, hvað þá snúast við. Þetta er skrítin og óvenjuleg mynd að öllu leyti, en æðisleg! og er ómögulega hægt að neita því hve einbeittur, esóterískur og magnaður Nic er.  Mynd sem allir grjótharðir kvikmyndaunnendur þurfa að kíkja á að minnsta kosti einu sinni. Hún mun dragast á langinn get ég lofað en það er óskaplega fátt sem líkist henni.

atta

Besta senan:
„You watch!!“


(ps. greinin er upphaflega skrifuð þann 10.12.’12)
Eitt enn…

Þetta er það sem Abel Ferrera, leikstjóri Keitel-myndarinnar sagði opinberlega um þessa:
„As far as remakes go, … I wish these people die in Hell. I hope they’re all in the same streetcar, and it blows up.“[

og Herzog svarar…

„I’ve never seen a film by him. I have no idea who he is.“

Sammála/ósammála?