Self/Less

Hvað er hægt að segja um spennuþriller sem verður aldrei neitt voða spennandi eða óvæntur? Og sömuleiðis sci-fi sögu sem gerir ósköp lítið úr hugmyndum sínum. Þarna ætti allur díllinn að vera kominn í vaskinn og myndin hreint út sagt ónýt en það sem kom mér þó á óvart var hve ágæt hún reyndist samt vera, og það er temmilega einbeittum Ryan Reynolds að þakka, sem og fáeinum mómentum þar sem skín eitthvað gáfaðra og með hjarta í gegnum feyki fyrirsjáanlegt handrit.

Self/Less gerir sér ekki grein fyrir því hve sterka hugmynd hún er að byggja á, hugmynd sem hefði getað notað sem stökkpall fyrir bítandi kommenteríu á stéttamismunun og þráhyggju fyrir eilífu lífi. Ben Kingsley leikur aldraðan milljarðarmæring sem er dauðvona og á sínum lokametrum kynnist hann vísindalegri töfralausn sem getur flutt meðvitund hans yfir í yngri líkama. Prósessinn og leyndarmálin á bakvið slíka aðgerð eru vissulega vafasöm, en sá gamli lætur verða af því og stuttu síðar hefur hann breyst í ungan Ryan.

S_10749_R_CROP (l-r.) Madeline (Natalie Martinez) and daughter Anna (Jaynee-Lynne Kinchen) flee with Young Damian (Ryan Reynolds) in Gramercy Pictures' provocative psychological science fiction thriller Self/less, directed by Tarsem Singh and written by Alex Pastor & David Pastor. Credit: Alan Markfield / Gramercy Pictures

Sagan vekur upp fáeinar áhugaverðar spurningar en þess vegna fylgja talsverð vonbrigði þegar framvindan breytist í ósköp staðlaðan eltingarleik. Skítsæmilegan sem slíkan, á þokkalegum hraða, með kannski ögn manipúlerandi drama en hvergi sena sem er beinlínis dauð eða tilgangslaus. Myndin reiðir sig samt á alltof mikið af fléttur sem henni gengur illa að fela. Meira að segja spoilar hún sér sjálfri óviljandi í kringum miðju og gefur endinn upp eins og barnaþraut.

Reynolds nær að flexa þessa dramavöðva sína betur en oft áður og ekki laus við karisma. Natalie Martinez er annars leikkona sem skilur meira eftir sig með frammistöðu sem er langtum betri en virðist hafa verið á blaði. Og við hennar hlið stendur síðan heppilega þolanlegur krakkaleikari. Kingsley er góður líka sem dauðvona auðkýfingurinn, a.m.k. þann litla tíma sem hann hefur og ef Matthew Goode hefur sýnt fram á eitthvað áður, það er hversu létt hann fer að vera pollrólega góður með sig í réttu hlutverkunum. Hentar meira en fínt hérna.

471544-self-less

Mikilvæga karakterskiptingin gengur samt ekki alveg upp, þegar Kingsley er orðinn að ungum Ryan er mjög erfitt að fá tilfinningu fyrir því að þetta sé sami einstaklingur. Ryan gæti allt eins verið glæný persóna! Veit ég svosem ekki hvernig hefði best mátt laga þetta til án þess að hætta á það að Ryan hefði dottið í klígjulega eftirhermu á Kingsley. Þessi galli kemur líka kemur líka beint af pappírnum og handritið er það sem togar Self/Less mest niður, sérstaklega þegar hún er komin út í klisjur og þróanir sem erfitt er að kyngja. Það kemur mest fyrir í seinni hlutanum, sá fyrri er nokkuð góður.

Hefði ég ekki vitað af því fyrirfram hefði mér aldrei nokkurn tímann dottið í hug að indverski stílistinn Tarsem Singh sæti við stjórnina. Mest þekktur fyrir æpandi sviðs- og búningahannanir og fantasíublæti með myndunum The CellThe Fall, Immortals og Mirror Mirror. Í hverri þeirra margtrompaði stílrúnkið allan súbstans og semí-jarðbundinn þriller eins og Self/Less, með visjúal skraut í algeru lágmarki, er stórmerkileg tilbreyting fyrir gæjann – bara því miður ósköp ómerkileg og einkennislaus mynd. En ég fílaði hana næstum því og tel hana ganga upp sem gallaða en þrælfína afþreyingu ef væntingar eru alveg undir núlli.

Smelli á hana eina über-gjafmilda sexu.

einnk

Besta senan:
Eldvarpan. Bæði skiptin.
(af hverju eldvarpa þurfti að vera hef ég ekki hugmynd um…)

PS. Horfið á Reynolds í The Voices. Gæinn hefur átt vond undanfarin ár en hann er frábær þar!

Sammála/ósammála?