The Hunger Games: Mockingjay – Part 2

Þegar dramatísk spennusería eyðir stórum hluta af sínu púðri í að gíra þig upp fyrir lokauppgjörið, út nokkrar myndir, er skiljanlegt að komi frekar súrt, ímyndað eftirbragð þegar endaspretturinn stóri verður að mildum vindgusti í stað hvellsins sem var stefnt að. Þannig leið mér eftir Mockingjay: Part 2. Besta vonin var að fá fullnægjandi samantekt á öllu sem á undan kom í stað einhvers sem virkar eins og „hálf bíómynd“, og þreytulega þunn og langdregin ofan á það.

Vandamálið má að sjálfsögðu rekja til tískubólunnar sem nýtur þess gráðuglega að rífa stakar bækur niður í tvær (eða almáttugur, þrjár…!) bíómyndir. Heildarálit mitt jákvæða á fyrri myndunum hefur svosem svo sem ekki mikið breyst og Catching Fire þykir mér ekki bara vera tær hápunktur, heldur frábær upprisusaga á flestan hátt, en flest sem á að vera kennt við innihald í Mockingjay, þá sérstaklega seinni helmingnum, er æfing í uppfyllingu á svæðum þar sem betri persónusköpun ætti að vera til staðar. Það er svakalegt hvað ein meðalstór lokasaga leyfir sér að skríða og verið svona óviðburðarrík í ljósi stríðsins, tilfinningasveiflanna tilfinningasveiflnanna og eftirköstin sem hún fjallar um.

Þú veist að eitthvað hefur farið úrskeiðis þegar upphitunin er meira grípandi heldur en aðalnúmerið. Part 1 þótti mér sleppa vegna þess að það var alveg hnefafylli af flottum senum. Óvenjulegi strúktúrinn leyfði kyrrðinni og komandi óttatilfinningum að njóta sín slatta og í það minnsta var eitthvað reynt að gera til að spila með veröldina meira. Fantagóð upphitun sem gerði margt til þess að mála upp stríðsáróður og ábyrgð út frá úrslitakostum og sjónarhorni aðalpersónunnar. Samt var myndin auðvitað ekkert nema það: upphitun… í tvo klukkutíma. Náttúrulega býst maður þá kannski við því að öll tilheyrandi fita hafi verið nauðsynlegur farangur til að styrkja seinni kaflann.

tumblr_inline_nxu2w3u1i71tvz0re_1280

En svo hrekkur Part 2 í gang og hvað bíður okkar? Nú, ENN meiri uppstilling, fleiri endurtekningar og úthaldslítið flæði sem aldrei nær propper almennilegu flugi. Síðan komum við að aukapersónunum, sem margar hverjar voru léttir senuþjófar hérna fyrr (Woody Harrelson, Elizabeth Banks, Jeffrey Wright, Jena Malone…), breytast í uppsprengd gestahlutverk og eftir standa margar af þeim ómerkilegri. Tæknilega séð lúkkar öll umgjörðin enn ágætlega en einmitt þegar mætti gera aðeins meira við þessa veröld sem hún hefur mótað svo fínt drullar hún svolítið á sig í framleiðslugæðum. Það virðist vanta alla epík og virkar myndin ódýrarri ódýrari og smærri en hún ætti að vera m.v. umfjöllunarefnið.

Það eru nokkrir alvörinni alvöru kröftugir litlir kaflar, en í heildina fáir og langt á milli þeirra. Hvað þessi mynd hefur við 130 mínútna lengd að gera er mér mikil ráðgáta. Hún er furðu sparsöm á hasarinn, litla pólitíska allegoríubitið er mest allt horfið, þróun flestra persóna hefur staðnað og enn og aftur virðist aðeins sú spurning skipta máli hvort frelsishetjan Katniss, í miðri kaótík og byltingu, sé raunverulega ástfangin af Peeta eða Gale. Meira að segja þeir tveir eru farnir að metast um það sýn sín á milli hvor eigi hana betur skilið.

Sem stríðsmynd – eða réttar sagt, saga um áhrif stríðs og fórnir – gæti Mockingjay: Part 2 trúlega verið á meðal grimmari mynda sem ég hef séð nýlega sem er fyrst og fremst ætluð unglingum… en bangsamýkt hefur hvort sem er aldrei verið þessum myndbálki mikið að skapi. Tónninn er samt orðinn svo ískyggilega þungur að allt atmóið leysist upp í dautt loft þegar efniviðurinn tekur kannski klukkutíma virði af innihaldi og lengir hann um helming.

hunger-games-mockingjay-part-2-trailer-jennifer-lawrence

Ég hef lítið út á Jennifer Lawrence að setja nú frekar en áður. Hennar performans er tilþrifamikill og hlutverkið verður síkröfuharðara hvert skiptið en á móti verður persónan minna athyglisverðari. Josh Hutcherson hefur líka verið áfram að bæta sig heilmikið sem krúttið hann Peeta, þetta skiptið græjaður dökkri örk og þjáðari, skemmdari persónuleika sem hann tæklar vel. Liam Hemsworth aftur á móti, er eins þurr, dýptar- og svipbrigðalaus og hann hefur oftast verið í myndunum. Leiðinlegt hversu lítið er gert úr öðrum aukapersónum þegar Hemsworth þarf stöðugt að réttlæta nærveru og tilvist sína í heildarsögunni, utan þess að vera hlekkur í býsna stefnulausum ástarþríhyrningi.

Hins vegar er meira en velkomið að fá það litla frá Philip Seymour Hoffman heitnum sem í boði er. Hann hafði því miður ekki lokið tökunum sínum á þessum hluta þegar hann lést, og því miður sést það sést mjög á lokaklippinu. Julianne Moore er að eðlisfari sterk nærvera en getur lítið gert við vanþróaðan lykilkarakter. Enn er eitthvað ofsalega gaman við Donald Sutherland og fasistastæla hans en vondi hluturinn er að ef þú elskaðir eins svívirðilega mikið að hata hann í fyrri myndunum og ég, þá bíða þín mikil (auka)vonbrigði.

hunger-games-mockingjay-part-2-jennifer-lawrence

Mockingjay: Part 2 haltrar þegar hún ætti að hlaupa, sprettir óútskýranlega yfir ýmis smáatriði, vælir á stöðum sem hefðu getað orðið manneskjulega þýðingarrík og stóri klæmaxinn er máttlaus og fyrirsjáanlegur, eftir svo langa og teygða uppbyggingu – og þar er uppbyggingin að uppbyggingunni (P1) ekki talin með. Ég er líka handviss um að það hefði gagnast rennslinu að sleppa allra síðustu senunni. Frá mínum enda hef ég setið yfirleitt frekar límdur yfir þessum myndum og komist hjá of alvarlegum kjánahrollum, en þá kemur lokaatriðið og hendir út trompspili sem reynir að vera fallega ljúfsárt en stórlega misheppnast í framkvæmd og tón. Þessi niðurdrepandi andi gerði það líka að verkum að ég sprakk úr hlátri inn í mér þegar „kattarkonan“ treður sér í alvarleikann eins og ekkert sé.

Stóru tækifæri var sóað að klára skothelda trílógíu af með stæl. The Hunger Games hefur í meirihluta borið höfuð og herðar yfir einsleita úrvalið úr sínum eigin Y.A.-geira en þessir lokametrar hafa umturnað henni í ómerkilegan þátttakanda í þeirri dystópíuhjörð. Mér skilst að þriðja bókin sé almennt talin vera síst, meira að segja að mati hinna hörðustu aðdáenda, og það er eitthvað sem ég skil svo sannarlega þegar þú lagar hana að samtals 270 mínútna bíósetu (sem hver sem er gæti léttilega klippt sjálfur niður í bratta, pakkaða 120 mínútna mynd, max); tvennu sem grimmt stingur sig á eigin endurtekningum.

 

mehh

Besta senan:
Börnin, mar. Börnin!

Sammála/ósammála?