Senur ársins 2016

Oft getur það verið leiðingjarnt að lesa topplista eða flokka um hvaða millimetra-hársbreidd munar um í gæðum um hvers vegna bíómynd A er betri en bíómynd B. 
Það sagt, ef þú ert að leita að „uppáhalds“lista, þá er hann aðgengilegur hér. Hér ætlum við aðeins að leika okkur.

Hvað er það sem gerir senu góða og lætur hana standa upp úr? er það hvernig hugsað er um hana staka eða hvernig heildin verður svo mun betri við tilhugsunina? Yfir árið dettur mér þónokkuð margar í hug sem eru allt frá því að vera dramatískt fullnægjandi, eitrað svalar, súrar, fyndnar eða með öðrum hætti stefnubreytandi í myndunum sem þær tilheyra.

Ekki er nein sérstök uppröðun, listinn er gersamlega random. Þetta er meira svona blanda af „uppáhalds“ og því eftirminnilegasta heldur en eitthvað raðað eftir vissum gæðum, hvernig sem það gengi upp.

Ath. Það eru engir stórir spoilerar í neinu þessu.
Ég tek það sérstaklega fram í einstökum tilfellum en annars er þetta nokkuð öruggt ef þú hefur ekki séð margt hérna.

 

Býflugurnar – Popstar: Never Stop Never Stopping

Sem mikill Hot Rod (og eiginlega MacGruber-)aðdáandi fannst mér leitt hvernig nýjasta mynd Lonely Island gæjanna gat farið svona framhjá mörgum. Þetta er ein af fyndnari myndum 2016, allavega inniheldur hún nokkur fáránlega minnisstæð atriði. En allir sem sáu þessa mynd geta varla neitað styrkleika og absúrdleika býflugnasenunnar. Edgar Wright sagði m,a.s. á Twitter að þessi sena ætti skilið að fá allar Óskarstilnefningar.
Einfalt, en svooo… svo fyndið.

 

Kalkúnafyllingin – Don’t Breathe

Jebb, oj.

Sjitt!

 

Á veitingastaðnum – Hell or High Water

02diner-web2-superjumbo

Þessi er ruddalega góð frá byrjun til enda, en það helsta sem ég vil útnefna án þess að spoila geðveika lokasprettinn t.d. er atriði þar sem Jeff Bridges og félagi hans, bregða sér á veitingarstað í smábæ þar sem matseðillinn er eins grunnur, sérkennilegur og frústerandi og eigandi staðarins. Frábært atriði í mynd sem passar alltaf að fókusa á litlu hlutina.

 

Deadpool spoilar 127 Hours – Deadpool

main-qimg-fd523f776d82d967d76a5e758a3e276c-c

Stuttu eftir að ráðast á stálþursann Colossus – og skít tapa – kemur Deadpool með albestu bíótilvísun myndarinnar, og hermir eftir henni.

 

Seinasti kaflinn – Moonlight

 

Lokanúmerið – La La Land

Það er margt við La La Land sem er absolút kraftaverk; myndatakan sérstaklega, stálharða öryggið sem Damien Chazelle sýnir í leikstjórasætinu og koríógraff nokkurra dans(-og söngva)númera. Myndin byrjar með alveg hreint meiriháttar flottum brag; einna-töku söngatriði um miðja hraðbraut sem lyftir þér alveg upp. Hins vegar eru það lokamínúturnar sem eru hróssins virði og skapa mestu töfrana. Smá Singin‘ in the Rain í bland við Umbrellas of Cherbourg (sem hafði einnig sterkan endi). Umdeilanlega gæti La La Land verið ein ofmetnasta mynd síðari ára en allt sem hún gerir vel, gerir hún VIRKILEGA vel. Finale’inn er þrælflottur. Eftir aðeins tvær lotur er klárt að Chazelle kunni að enda sögurnar sínar með miklum stæl.

 

Sýran sullast – 10 Cloverfield Lane

Gott móment. Hjartað tók smá kipp. Gerðist alveg nokkrum sinnum á meðan myndinni stóð.

 

Fullt! – The Neon Demon

000c83db-800

Það eru ábyggilega 14 senur í viðbót úr þessari mynd sem ég gæti sett á þennan lista, en hálft fjörið er í uppgötvuninni þegar maður horfir á hana. Nóg er af truflandi gúmmelaði til að velja úr, gullfallega skotið eða innrammað af mergjaðri tónlist. Jena Malone á í sjálfu sér heilan sess á þessum lista fyrir að taka að sér krefjandi og bítandi hlutverk. Hún er brilljant, þó það sé ekki neinn sem kemur illa út. Þyrfti ég að pikka út eina senu væri það sú sem finnur helstu persónur myndarinnar eru staddar á listagjörnings(?)sýningu og gefa lykilstúlkunni Jesse (Elle Fanning) illt augnaráð á meðan litirnir flökkta og músíkin skrúfar fastar og fastar. Algjört listaverk, þetta stöff, þó sérstök varúð þurfi að fara til flogaveikra. En atriðið trekkir mann alveg upp fyrir martraðarkennda ruglið sem bíður.

 

Túr um undratösku – Fantastic Beasts and Where to Find Them

assassins-creed-film-header-1280jpg-685176_1280w

Þessi Harry Potter spinoff-saga var í heildina ekkert geysilega eftirminnileg eða snjöll þegar kom að plotti en Eddie Redmayne kom ótrúlega vel út sem hinn næstum-því-einhverfi en heillandi Newt Scamander. Newt á bágt með að tengjast fólki en finnur sig mikið í kringum sjaldgæfar og fjölbreyttar undraverur. Honum er bersýnilega annt um þær og geymir heilan dýragarð í litlu „TARDIS-legu“ töskunni sinni, og fyrsti túrinn í gegnum hana er með því magnaðasta sem sást í Hollywood-mynd frá árinu.

 

Gosling dettur – og dettur – The Nice Guys

Í hvert sinn sem Ryan Gosling hrapar einhverjar stórar hæðir í þessari mynd er það stórfyndið (eða kastar einhverju!), en þegar hans hlutverk í klæmaxinum er að mestmegnis hrasa og detta gegnum hluti hélt ég að ég yrði ekki eldri. Einfalt og gott, og þá í bíómynd sem inniheldur ábyggilega í kringum 30 gullmola.

 

 

Endirinn – The Witch

Hann gaf mér gæsahúð. Það er eina sem ég ætla að segja. Batt líka söguna fullkomlega saman. Anya Taylor-Joy er með’etta!

 

Pardusinn og dátarnir í göngunum – Captain America: Civil War

black-panther-chase-civil-war-cc_zpsajoypbbk

Lokabardaginn er lala, flugvallardjókveislan er skemmtileg en allra besta hasarsenan í hinni stórfínu Civil War þótti mér tvímælalaust vera sú sem sýnir Black Panther, Captain America og Bucky í brjáluðum eltingarleik. Engin sena í þessari mynd fannst mér hafa púlsinn og spennuna sem þessi hafði. Ekkert bersýnilegt green-screen eða brandaraorgía, bara gott adrenalín-kikk, flott klipping og mjög Bourne-legur hraði. Bara þessi sena var betri en öll Jason Bourne.

 

Flassbakk-bálið – Silence

 

Öll myndin (?) – Kubo and the Two Strings

kubotwo

Jesús hvað þessi mynd er flott, og falleg. En ef ég myndi þurfa að velja eitthvað eitt, fyrir utan origami-sögustundirnar, þá myndi það vera hasarsena þar sem aðstandendur notuðust við tveggja metra líkan af beinagrind sem hetjurnar berjast við. Über kúl.

 

Seinustu 10 mínúturnar – Sausage Party

capture7
Af því bara! Þetta er hilaríus og ruglað stöff. Mynd sem manni líður hálf skítugum eftir en djöfull er hún skemmtileg. Ég veit ekki hvort ég eigi að tilbiðja eða vorkenna teiknurunum sem eyddu miklum tíma í þessan snarklikkaða absúrdleika sem á sér stað hér á skjánum, og hvað fer hvert.

Gum í forsetann!

 

Sögustund/kennsla í „strætó“ – Swiss Army Man

swiss-army-man

Það er lítið um þessa senu án þess að kjafta frá öllu því sem gerir þessa mynd svo ófyrirsjáanlega og einstaka, en það er ein tiltekin sena þar sem Paul Dano brúðustýrir Daniel Radcliffe (leikandi prumpandi, múltítaska-lík) á meðan hann veitir ýmsar ráðleggingar um „hössl“-hæfileika… í „ímynduðum“ strætisvagni. Þetta hljómar eflaust eitthvað… dautt, á blaði allavega, en úrvinnslan á þessu atriði og töfrarnir sem þaðan koma fullkomlega súmma upp á stuttum tíma af hverju Swiss Army Man er ein af dýrmætustu perlum ársins. Vel súr en ó-svo falleg og næs.

 

Taugaáfall í beinni – Kollektivet

The Commune er tæknilega séð 2015 mynd, en hún inniheldur eina af mínum uppáhalds frammistöðum sem ég sá á þessu ári, og fyrir mér var hún einn af hápunktum RIFF (þó hún snerti ekki fyrri snilldarverk Vinterbergs). Tryne Dynholm er meiriháttar sem eiginkonu sem hægt og rólega tapar andliti þegar maður hennar er kominn í samband við aðra konu, en saman búa þau öll í þéttpakkaðri kommúnu. Dynholm leikur fréttaþulu sem nær ekki alveg að halda pókerfeisinu uppi á einum tímapunkti í beinni. Sterk sena, og leikkonan er bæði trúverðug og sympatísk í hlutverkinu. Atriðið með vandræðalega kvöldverðinum seinna meir er einnig gull.

 

Á vígvelli í fyrsta sinn – Hacksaw Ridge

Velkominn aftur Mel. Þú þarna, sjúki þú. Fáir eru eins góðir að matreiða gott obeldi, oftar en ekki með ágætis sögu á bakvið (nota bene, ég myndi næstum því kalla Apocalypto pjúra meistaraverk). Hacksaw Ridge er ekkert alltof frábær, sökum fyrri helmings sem nær ekki alveg að smella, en seinni helmingurinn – frá og með fyrstu orrustusenunni – er þar sem Gibson fær að sleppa sér og sýna hvers vegna hann passaði svona vel við þetta efni. Eiginlega of vel þegar kristnu yfirtónarnir taka yfir.

 

Upplýsingatrippið – Doctor Strange

doctor-strange-movie-multiverse

„What was in that tea?“

Tilda Swinton þykir mér frábær í þessari mynd og rödd hennar gæðir miklu lífi í allra trippuðustu senu í mynd sem er trúlega sú súrasta frá Marvel hingað til – þar sem ýmislegt er fengið lánað frá nokkrum M.C. Escher. Hérna útskýrir Swinton þessa mystísku veröld og dökku leyndarmál múltí-heimana í kolrugluðu sjónarspili. Benedict Cumberbatch kippist til og frá, með botnlausa litadýrð og epíska íkonógrafíu. Gott exposition, og „handa-martröðin“ var gott touch.

 

Erfiða takan – Hail, Caesar

hail-caesar

„Would that it’were so simple“

Þessi var erfiður. Það er fullt af æðislegum litlum senum í þessari mynd þó hún hangi ekki hnökralaust saman. Sú sterkasta hlýtur samt að vera þegar Ralph Fiennes, í hlutverki virts dramaleikstjóra, reynir að gefa algerum kanakúreka (yndislega leikinn af Alden Ehrenreich) séns í períódumynd sem er langt út fyrir hans þægindaramma. Flutningur kanans á einni tiltekinni línu gerir allt vitlaust.

 

Ídeal-vídeóið – Sing Street

Sing Street er dásamleg mynd, og ratar beint í hjartað með t.d. senu þar sem aðalkarakterinn, staddur á sviði, ímyndar sér hvernig „draumastemningin“ sín væri á meðan hann spilar með hljómsveit sinni leiftrandi lagið Drive it Like you Stole it.

 

Mark Darcy og gleðifréttirnar – Bridget Jones’s Baby

Colin Firth er eitthvað svo fjandi elskulegur sem stífa og lúðalega sjarmatröllið Darcy. Ef þú diggaðir þessa nýju Bridget Jones mynd – og fílar þann aula yfirhöfuð auðvitað – þá er margt skondið hér á boðstólnum. Farsinn heldur sér og grín á kostnað ítalskra stereótýpa er í undarlega miklu magni. Best var þó þegar Firth bregður sér út úr herberginu eftir að Bridget segir honum stóru fréttirnar með þungunina. Já, ég er greinilega einn af þeim sem faðmaði á móti þegar þessi mynd kom, enda mikill aðdáandi fyrstu.

 

Sætir draumar, töffarastælar og slow-mo – X-Men: Apocalypse

download

Quicksilver stal 100% senunni í Days of Future Past og hann gerir það eiginlega líka í þessari. Tæklunin á atriðinu fer auðvitað „stærra og meira!“ leiðina en ég á erfitt með að setja út á það þegar notkunin á Eyrythmics laginu Sweet Dreams kemur svona fantavel út í kringum björgun og eyðileggingu í súper-slómó. Evan Peters er hress og æðislega smögg, og ég gef Bryan Singer props fyrir að leyfa öllu laginu að spilast út frá byrjun til enda.

 

Persónulegt boð – Arrival

final-trailer-for-the-alien-invasion-film-arrival-with-amy-adams-and-jeremy-renner-social

Amy Adams átti magnað ár (fyrir utan BvS…) og hún er algjörlega það sem heldur Arrival gangandi, mynd sem er klædd glæsilegri umgjörð og borin uppi af áhugaverðum hugmyndum en hálfgölluðu handriti. Adams sýnir ýmsar marglaga tilfinningar og hittir á allar réttu nótur en besta mómentið í myndinni er þegar geimverurnar ákveða að sleppa öllu kjaftæði og bjóða Adams um borð í skipið í smá „tjatt“. Geimveruhönnunin er töff og öðruvísi, andrúmsloftið nær bullandi hæðum þarna og þarna kemur einhver kraftur sem myndin fannst mér aldrei fyllilega ná að toppa eftirá, þegar stóru hugmyndirnar og svörin kikka inn. En Adams á klárlega skilið fullt af styttum fyrir hennar performans.

 

Á leiðarenda/endir – Lion
Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að tárast. Ég feilaði 70% á því.

 

Dömpum Asíu ofan á Bretland! – Independence Day: Resurgence

jeffgoldblumasdavidlevinsoninindependencedayresurgence-4960522730934889

Þessi mynd bjánaleg. Ofboðslega. En af hverju ekki fara alla leið með það? Niðurstaðan er óreiðukennt bull sem drepur heilasellur á óborganlegum hraða en hjálpi mér hvað ég hafði pínu gaman af henni. Það er eitthvað sem hittir í mark hjá mér þegar hálfri Asíu er sturtað yfir Bretland á meðan Jeff Goldblum bókstaflega pissar í sig úr hræðslu.

 

Svarthöfði gengur berserksgang – Rogue One

here-s-why-we-saw-a-vulnerable-vader-in-the-bacta-tank-in-rogue-one-a-star-wars-story-1283008

*Geislasverð kviknar*

Öll tilvist myndarinnar Rogue One gengur svolítið út á það að rúnka aðdáendum, með hliðarsögu í þessu tilfelli sem við vitum hvernig endar og bætir sárlega litlu við söguna eða heiminn. Stundum ofgerir hún nostalgíukitlið og ég skal játa að þeir gerðu annaðhvort of mikið við Svarthöfða eða of lítið. Handritið klúðrar því svolítið að innsigla nærveru hans og þáttöku í sögunni og kemur alls ekki á óvart að eitthvað hafi lent á klippigólfinu, eins og sýnishorn hafa sýnt. Fyrsta senan með Svarthöfða er reyndar döpur og hallærisleg. James Earl Jones er farinn að hljóma alltof gamall og það er mér grimm ráðgáta hvers vegna höfðinn fer í bað á hraunaplánetu.
En… !
Seinni senan, í lokin á myndinni, er fokkin geggjuð! Hún bætir ekki miklu við söguna per se – og allar seinustu fimm mínúturnar skemma svolítið continuity-ið í næsta kafla. Eitthvað er það samt svo fullnægjandi við það að minnast þess aftur að Svarthöfði var eitt sinn granítharður gæi áður en Hayden fékk grímuna hans. Þessi sena sýnir manninn skera og valta gegnum uppreisnarhermenn eins og náttúruafl. Grey uppreisnarmennirnir sem mættu honum í fremstu línu áttu aldrei séns, og það er dökkt og æðislegt að sjá Anakin farga þeim. Ég held hins vegar að ég hafi átt að halda með þeim mönnum.
Úpps.

 

Óttar Proppé – The Together Project/Sundáhrifin

Æ, bara.

 

Höndin út – Green Room

Ef þú sást myndina, þá veistu af hverju. Ef ekki, sjáðu þá myndina!

 

Mörturnar tvær – Batman v Superman: Dawn of Justice

146946

Spoiler…

Hiklaust ein allra, allra furðulegasta, hlægilegasta og asnalegasta handritsredding fyrir lausn á bardaga milli tveggja stærstu ofurhetja heims, breytir þeim í afskaplega truflaða, aumingjalega mömmustráka. Handritsgerðin var löngu búin að vera í tómu tjóni fram að atriðinu þar sem Batman og Superman slást, en þegar það hefst fara heimskulegheitin að þrepast upp á allt annað level (bardagastrategía þeirra beggja er rugluð; Batman gefst hálfpartinn upp á þeim tímapunkti sem Kryptonítið rennur af Superman eftir fyrstu tilraun og Supes heldur bara áfram að hjóla í hann þegar hann hefur margsinnis yfirhöndina til þess að stoppa og ræða við mótherjann…)
„Martha“-senan, þar sem ótrúleg tilviljun reddar öllu, breytir stórri, pósandi ofurhetjuepík úr þolanlegri steypu yfir í kómíska katastrófu. Skotið af gargandi, grenjandi Ben Affleck, með brotna grímu, og tapandi sér í flassbökkum, er fyrir mér bara undirstaðan á alltof fyndinni senu til þess að ekki setja á þennan lista. Hún er ógleymanleg.

 

Sabotage – Star Trek Beyond

Sumir þola ekki þetta atriði, aðallega elstu kynslóðar-Trekkarar (sem fæstir þola ekki ‘Nu-Trek’ið“ hvort sem er), en þarna diggaði ég í tætlur hvernig myndin nýtti sér sama Beastie Boys smell og kom fram í „fyrstu“ myndinni, enda tónlist þeirra í þessum heimi greinilega talin til klassískrar tónlistar. Stórskemmtileg mynd samt, betri Star Wars mynd heldur en seinustu tvær Star Wars myndir og um leið er meira óldskúl Trekk (og ekkert linsuglampa-æði) hér að finna en í Abrams-ræmunum – blessunarlega.

 

Donald Trump fær alnæmi – The Brothers Grimsby

Svona að mestu til er þetta alveg hreint svakalega misheppnað stykki hjá fagmanninum Cohen, en þessi tiltekna sena var ótrúlega vel metin. Man ekki eftir tilfelli þar sem einn salur klappaði svona mikið á einni sýningu í fyrra.

 

Átt þú einhverjar uppáhaldssenur?
Þætti sjúklega gaman að sjá dæmi frá öðrum.

Sammála/ósammála?