Enemy

Denis Villeneuve er á meðal umtöluðu leikstjóra í dag, og réttilega svo – því hingað til hefur hann ekki ennþá gert slaka mynd. Allar þær eiga það líka sameiginlegt að vera gjörsamlega dropandi af andrúmslofti, vissum drunga og jarðbundnum realisma – oftast ofinn í kringum einhverja dulúð eða martraðarkenndan spíral þar sem karakterar upplifa ákveðna örvæntingu – eða geðtap.

Flestir kvikmyndaunnendur hafa verið duglegir að hrósa myndum eins og Incendies, Prisoners, Sicario og Arrival (sem er í dag sú bjartasta sem Denis hefur á ferlinum) – enda allar á sinn hátt frábærar – en ótrúlegt þykir mér að Enemy skuli alltaf vera skilin útundan. Það er svosem ekki erfitt að skilja það; myndin er súr, narsissísk á marga vegu, ákaflega óljós en í senn svo lagskipt, grípandi, útpæld og eftirminnileg.

Og væri ekki fyrir hina ómetanlegu Nightcrawler myndi ég segja að Enemy skarti albestu frammistöðu sem Jake Gyllenhaal hefur sýnt. Í það minnsta er þetta a.m.k. óvenjulegasti leikur hans til þessa, og hvernig handritið spilar með „duality-ið“ hans er umhugsunarvert og tragískt þegar svörin skýrast, og þessi yndislega tóbaksguli og eymdarlegi tónn sem fylgir atmóinu bætir miklu við.

Enemy er óvenjuleg mynd, en hún græðir svakalega á öðru og þriðja glápi – og að mati undirritaðs sú persónulegasta, tilraunarkenndasta og mögulega besta myndin frá þegar öflugum kvikmyndagerðarmanni.

Besta senan:
Lokaskotið.

Sammála/ósammála?