Bestu (og verstu) myndir 2017

Gott ár í heildina. Fínasta ár fyrir stórmyndir, óvenjulega gott ár fyrir íslenskt efni í bæði sjónvarpi og bíói og áttu framhaldsmyndir afspyrnugott „rönn“ þetta árið. Sarpur afberandi smærri mynda hefur ekki ollið miklum vonbrigðum og streymiveitur gera enn hvað sem þær geta til að sannfæra okkur um að fara sjaldnar í kvikmyndahús, með prýðum.

Svona í alvöru samt… þetta var VIRKILEGA gott ár fyrir framhaldsmyndir, og margar hverjar leyfðu sér að taka sénsa og grandskoða dekkri skugga nostalgíunnar. En hins vegar var Beauty and the Beast endurgerðin ein aðsóknarmesta mynd ársins, svo pöpullinn er ekki alveg til í að horfa í nýjar áttir alveg strax. Eins og viðbrögðin við The Last Jedi sýndu einnig mörg fram á.

Rennum yfir örsnöggt yfir það góða og vonda.

 

20 BESTU MYNDIR ÁRSINS

20. Undir trénu
19. Disappearance
18. Jim and Andy: The Great Beyond
17. Dunkirk
16. Faces Places
15. Coco
14. Guardians of the Galaxy vol. 2
13. T2 Trainspotting
12. John Wick: Chapter 2
11. Hjartasteinn

10. The Killing of a Sacred Deer

Svört, skondin og grípandi út í gegn. Samsetningin jaðrar við smámunasemi á leveli meistara Kubricks, frá handriti til andrúmslofts. Geggjað stöff.

 

9. Raw

Frumleg, ljót en æðislega fyndin og prakkaraleg þroskasaga um erfiðleikana sem fylgja því að “fitta inn”. Þessi sat í mér.

 

8. The Shape of Water

Hugsa má um þetta sem brútal, leikna Disney mynd fyrir fullorðna. Sally Hawkins er dásamleg, kjarnaþráðurinn undarlega hugljúfur og allir aukaleikarar og hliðarpersónur skilja eitthvað eftir sig. Besta mynd Del Toro síðan Pan’s Labyrinth (þótt það segi raunverulega ekki mikið)

 

7. Baby Driver

Ólöglega skemmtileg og hnyttin afþreying sem lyftist á efra plan með tónlistinni og samsetningunni. Svakaleg orkusprauta þessi mynd og leikararnir eru allir hressir. Allir.

 

6. Logan

Algjör skepna, þessi mynd. Graníthörð að utan, með hlýja og mannlega sál innan á við. Sjálfstætt standandi karakterdrama í vestrastíl með ofurhetjukryddi, en meira gefandi ef þú hefur fylgt Hugh Jackman og X-Men seríunni. Heilagur andskoti hvað augu mín svitnuðu.

 

5. War for the Planet of the Apes

Hollywood mynd sem tekur sénsa og setur persónur og (skítþunglynda) narratífu í forgrunn fram yfir hasar og sjónarspil. Þetta er eymdarlegt prísundar- og stríðsdrama dulbúið sem blockbuster-mynd. Stórkostlegur endir á einn óvæntasta þríleik síðustu ára. Vel renderaðar persónur, gott drama, hörkuleikur frá Serkis og sjónræn frásögn af hæsta kalíberi.

 

4. mother!

Allt og eldhúsvaskurinn með. Þessi mynd er algjört pönk, en ég fíla hvað hún er rugluð og drukkandi í trylltri sýnimennsku. En allt með góðum punkti, og heljarinnar rússíbana gegnum tilfinningar og martraðir..

 

3. Blade Runner 2049

Framhald sem enginn bað um. Kemur svo í ljós eitt bitastæðasta sci-fi stykki okkar tíma. Og absolút flottasta mynd ársins. OG betri en originalin. Hvernig gerðist þetta??

 

2. Phantom Thread

phantom-thread-feature

Nýjasta mynd PTA er ekkert nema hrein dásemd. Róleg en samt stórskemmtileg. Uppfull af litlum lögum og grand, rugluðum tilfinningum. Grípandi og umræðuverð saga um eitraða ást, rútínur, málamiðlanir og skít-tonn af mæðraissjúum. Ekki allra, en fyrir mér næstum því gallalaus kvikmynd – og hreint æðislega fyndin í þokkabót. Án djóks.

 

1. Three Billboards outside Ebbing, Missouri

Snilldar handrit, æðislegur leikhópur og ófyrirsjáanleg framvinda sem skoðar nýja vinkla á hinu kunnuglega. Myndin snýr út úr formúlum og væntingum við hvert tækifæri án þess að fórna taumhaldinu á firnasterkri sögu. Drepfyndin, laumulega marglaga og grípandi mynd, sú besta frá leikstjóra sem hingað til hefur staðið vel fyrir sínu.

 

 

10 VERSTU

 

10. Split
Illa skrifað, aulalegt, tómt og þreytandi sálfræðiþrillersdrama eða hvað hún reynir að kalla sig. Tilgerðin hefur enn ekki yfirgefið Shyamalan. En lukkulega er þessi ekki jafn slæm og The Visit eða The Happening. Það er… plús.

9. The Snowman
Eitt magnaðasta klúður ársins; mynd sem er svo hryllilega samsett að það er næstum því stórskemmtilegt – og þar af leiðandi er tæpt að hún eigi einu sinni skilið að vera á þessum lista. En ullabjakksveisla er hún svo sannarlega.

8. Snjór og Salóme
Á þessu ári einu fengum við fínt íslenskt efni eins og Hjartastein, Fanga, Undir trénu, Reyni sterka og jafnvel Fjallkónga. 
En verra verður það ekki heldur en Snjór og Salóme, frá liðinu sem gelti út Webcam. S&S er ekki hörmuleg, því tilraunin ein sýnir krúttuð merki um einlægni, en úrvinnslan týnd, sjarmalaus á alla vegu og viðvaningsleg.

7. Geostorm
Heilalaus skemmtun, án skemmtunar – næstum því á pari við The Core.

6. The Bye Bye Man
Prump.

5. The Mummy
Og ég sem hélt að Krús gæti ómögulega orðið hallærislegri eftir tvær Jack Reacher tilraunir. Þessi fratmynd feilar í flest öllu. Dæmigerð, hugmyndalaus og pínleg. Hvíl í friði, Dark Universe.

4. Fifty Shades Darker
Þetta ætti að vera gott-vont, en er bara vont. Hvert ertu kominn, Danny Elfman??

3. Rings
Það næsta sem ég hef komið því að labba út allt árið. Mökkleiðinleg og svæfandi.
Af óskiljanlegum ástæðum tekst henni að láta hörmungina Ring Two líta vel út í samanburði.

2. Resident Evil: The Final Chapter
Draslendir á draslseríu.

Ókei, nr. 2 er reyndar ágæt.

1. The Emoji Movie

Þessi mynd er Satan.
Tær færibandsviðbjóður með blörruðum, ógeðfelldum boðskap og concept’i sem er eins og eitthvað sem Sausage Party myndi skíta út í kaldhæðni.
Meira að segja fimm ára dóttir mín fílaði hana ekki.

 

Til gamans:

Vonbrigði ársins

Ég man þig, It, Call Me By Your Name, Spider-Man: Homecoming, The Big Sick, Thor: Ragnarök, Valerian and the City of a Thousand Planets, Wonder Woman, Kingsman: The Golden Circle

 

5 vanmetnar

Atomic Blonde, Colossal, King Arthur: Legend of the Sword, Logan Lucky (svona miðað við… öh… aðsókn), T2

 

Bestu sándtrökk/score ársins:

Atomic Blonde, BABY DRIVER, Blade Runner 2049, Dunkirk, Good Time, Guardians of the Galaxy vol. 2, Phantom Thread, King Arthur: Legend of the Sword, T2 Trainspotting, War for the Planet of the Apes

 

 

Ein athugasemd við “Bestu (og verstu) myndir 2017

  1. Howdy Bestu (og verstu) myndir 2017 | Bíófíkill

    Discover The Secret 3-Step Amazon Formula
    Start Earning Affiliate Commissions On Demand!
    Start Seeing Regular Big Commission Checks!
    Watch this video: http://bit.ly/Shop_ABot

Sammála/ósammála?