15 staðreyndir um Fight Club sem enginn má ræða

Þrátt fyrir að fyrsta regla Slagsmálaklúbbs David Fincher sé sú að það megi ekkert ræða hann, er nærri ómögulegt að ræða ekki þessa kvikmynd sem víða er talin ein sú áhrifamesta frá seinni hluta tíunda áratugarins.

Myndin fjallar um skrifstofumann sem þjáist af svefnleysi sem leitar allra leiða til þess að breyta lífi sínu. Þegar hann kemst í kynni við sápugerðarmann sem undirbýr slagsmálaklúbb tekur hversdagurinn á sig aðra mynd og hlutirnir eru alls ekki eins og þeir virðast í fyrstu. Það þarf ekki að leita langt til að sjá að ekki var tekið vel í Fight Club á sínum tíma.

Myndin hlaut dræma aðsókn og voru gagnrýnendur annaðhvort á því að hér væri um að ræða meistaraverk eða hrokafulla þvælu. Margir sáu hana sem kvikmynd sem væri að hvetja til slagsmála, hryðjuverka og tja… extreme karlmennsku, á meðan aðrir ræddu um myndina í þaular þar sem hún er akkúrat krítík á karlmennsku, neytendur, hjarðarhegðun o.fl.

Til langs tíma litið er „költ“ staða myndarinnar ótvíræð og eru fáar myndir frá leikstjóranum Fincher sem hefur verið jafn oft vitnað í. Brjótum nú fyrstu tvær reglur klúbbsins og ræðum merkilegar staðreyndir um myndina.

 

1. Samkvæmt David Fincher sést í Starbucks bolla í hverri einustu senu myndarinnar.

2. Chuck Palahniuk, höfundur bókarinnar sem myndin er byggð á, fékk hugmyndina að sögunni eftir að var ráðist á hann í útilegu.

 

3. Brad Pitt og Edward Norton æfðu báðir box, taekwondo og horfðu samanlagt á margar klukkustundir af efni af UFC bardögum til að búa sig undir slagsmálasenurnar sínar.

 

4. Framleiðendur vildu fá Russell Crowe í hlutverk Tylers Durden áður en Brad Pitt gekk frá samningnum.

 

5. Brad Pitt og Helena Bonham Carter eyddu þremur dögum í að taka upp kynlífshljóð og ánægjustunur fyrir ástarsenur sem aldrei sjást í mynd.

 

6. Árið 2005 birti tímaritið Total Film lista yfir 100 bestu myndum allra tíma. Fight Club lenti í fjórða sæti.

 

7. Gervibrjóst söngvarans Meat Loaf í myndinni eru uppfull af fuglafræjum í raun.

 

8. Brad Pitt mælti harðlega gegn því að foreldrar hans sæju myndina.

 

9. Í myndinni sjást þeir Pitt og Norton slá golfkúlur með kylfum fyrir utan húsið þeirra og áttu báðir að vera ölvaðir. Þetta krafðist víst ekki mikilla leikhæfileika í ljósi þess að báðir leikarar voru blindfullir þegar upptökur senunnar fóru fram.

 

10. Helena Bonham Carter var ekki sannfærð um að persóna hennar, Marla Singer, kynni að farða sig almennilega. Þess vegna bað hún um að rétthentur förðunarmeistari myndarinnar myndi farða Carter með vinstri hendi.

 

11. Brad Pitt var orðinn að svo mikilli stórstjörnu á þessum tíma að hann fékk greidd sjö sinnum hærri laun heldur en aðrir leikarar sem fóru með stór hlutverk í myndinni.

 

12. Marla Singer reykir svo oft í myndinni að leikkonan fékk bronkítis á meðan tökum stóð, en hún notaðist við alvöru sígarettur í hverri töku.

 

13. Bæði Norton og Pitt er meinilla við Volkswagen bjöllur og kröfðust þeir þess að ein bifreiðin sem þeir berja í með hafnaboltakylfum væri einmitt slík bifreið. Þeim var afar skemmt.

 

14. Báðir aðalleikarar myndarinnar lærðu að búa til sápu við gerð hennar.

 

15. Eins og glöggir aðdáendur vita, er persóna Edwards Norton aldrei nefnd á nafn, en ýmsar getgátur eru dreifðar um alla söguna.

Sammála/ósammála?