Það er tákn um vinsældir kvikmynda þegar klámmyndaframleiðendur ræna þekktum titlum og stílfæra þá örlítið fyrir sinn groddalega geira. Margir hverjir kannast ábyggilega við titla eins og Good Will Hunting sem varð að Good Will Humping, Saturday Night Fever sem varð að Saturday Night Beaver, The Terminator sem varð að The Sperminator eða Ocean’s Eleven sem varð að Ocean’s Eleven Inches.
En hverjir yrðu titlar íslensku klámmyndanna ? Hér eru missmekklegar hugmyndir frá nokkrum álitsgjöfum. Kíkjum á þær og sjáum hver þeirra taki Gredduverðlaun næsta árs.











Hýrt líf
Svartur í sleik
Kristinn undir Jökli
Nonni á Manna
Hrafninn sýgur
Foss í oss
Algjör Sveppi og töfrasprotinn
Girnd
Graður og beinn
Ófær
Rið
Síðan má ekki gleyma íslenskum titlum sem mætti misskilja sem heiti á klámmyndum, án þess að nokkru sé breytt. Á meðal þeirra eru:

Hamarinn
Meistarinn
2001 nótt
Djúpið
Vargur
Stundin okkar
Fyrir framan annað fólk
Mannaveiðar
XL
Samfarir Báru Mahrens
Kóngavegur
Fólk með SirrýOkkar á milli
Hross í oss
Stuttur frakki
Opinberun Hannesar
Sódóma Reykjavík
Dettur þér einhvern sniðugan titil í hug?