Af hverju?
Ókei. $jálfsagt veit maður af hverju, en samt…
Hvað er það við Pokémon-æðið? Er það mýþólógían? Heimurinn? Hönnunin? Dýragrimmdin?
Og af hverju gat ekki Pikachu bara sagt “Pika Pika” alla myndina?
Af hverju Ryan Reynolds? Þetta er súper-truflandi. Jörðin er sammála.
Af hverju þurfti myndin að snúast mest í kringum ungt fólk sem kann ekki að leika? Eða gat að minnsta kosti ekki bjargað sér í gegnum súru tækifærið sem hér var bæði sóað og ekki tekið alla leið.
Þessi neo-noir nálgun er krúttleg, en aldrei gerir sagan neitt spennandi eða nýstárlegt við harðsoðnu spæjaraformúluna. Það nægir ekki bara að vinkillinn skuli vera sá að stór hluti fígúra eru Pokémon-skepnur. The Happytime Murders reyndi þetta í fyrra með glötuðum árangri. Hún tók fyrir úldna noir-formúlu, en gerði ekkert við hana annað en að salta klúrum brúðum út beinagrindina og reiða sig í raun á einn stóran brandara.
Ég efast heldur ekki um að flest allar af þessum árlegu teiknibíómyndum – sem enn þann dag í dag eru framleiddar af færibandi – séu allar hugmyndaríkari og villtari en nokkurn tímann þessi.
Engin Poké-mynd sem inniheldur Mew-Two að ganga berserksgang á að vera svona væmin!
Eða hvað?
Ég gef myndinni þó prik fyrir tvo fína brandara og það að koma Bill Nighy svona vel fyrir í þvælunni. Hann er milljón, sérstaklega þegar Pokémoni fer að tala í gegnum hann.
Annars vont. Poké-mongó.


Besta senan:
Yfirheyrslan var ansi góð. Skal játa það.