Wonder Park

Snögg spurning:

Finnst þér gaman að horfa á holóttar, froðukenndar, sykurhæpaðar teiknimyndir sem ráðast á augu þín og eyru með öllu og engu?

Wonder Park hefði trúlega átt að vera betur sögð í barnabókaformi, með myndum sem ungt barn hefði skreytt. Myndin er algjör skel af bíómynd – krónískt töfralaus saga um töfrandi skemmtigarð – og aðeins bærilega renderuð grafík forðar hana frá því að vera illhorfanlegt drasl sem sendir út augljós og hálfbökuð skilaboð um sorg, missi og ímyndunarafl. Þetta er algjör fratvara sem hefur nær eingöngu verið hent út til að gefa (semí?-)þekktum leikurum einhver raddhlutverk. Stuð.

En frekar en að eyða óþörfum orðum í þessi ömurlegheit vil ég leggja fram sýnidæmi.

Kíktu fyrst á þessa klippu úr Wonder Park…

Og síðan á þessa seríu af ömurlega flippuðum snillingum eða hálfvitaforeldrum og segðu mér hvort hafi vakið upp jákvæðari viðbrögð.

„Eina vefju bara, sleppum barnaboxinu.”
Af hverju … ekki?
„Vertu hér gæskan á meðan pabbi sækir símann.”
„Þarna sé ég mæðrasvipinn.”
„Þú baðst um hlaup, krakki.“
Það þarf að skemmta foreldrunum í dýragörðunum líka.
„Snooze, takk.”
„Hjálp!”
„Þarna er mamma.”
„Til lukku með nýja litla systkinið, snúlla. Þá fögnum við.”
„Lítinn poka eða stóran?”
Afkvæmið þreifar sig fram í starfi föður síns.

Ef B er fyrir valinu þá náði ég að hlífa þér frá miklum hausverk. Dreifðu orðinu.

Sammála/ósammála?