ÉG vs. Bíóblaður

Vorið 2021 kynntist ég hinum ljúfasta manni sem stýrir kvikmyndaþættinum Bíóblaður, Hafsteini Sæmundssyni, en hann hafði samband við mig með boð í nördaspjall sem síðar þróaðist í fleiri heimsóknir og fleiri en einn góðan vin í kjölfarið.

Hafsteinn hefur verið með bíómyndadellu síðan hann var sex ára gamall. Bíómyndir hafa alltaf spilað stórt hlutverk í hans lífi og ástríða hans fyrir bíómyndum hefur alltaf verið gríðarleg. Hann ákvað að deila þeirri ástríðu með öðrum með því að búa til bíómynda podcast.

Bíóblaður snýst um að spjalla um bíómyndir á léttum nótum og fá fólk til þess að kunna betur að meta þetta skemmtilega listform sem bíómyndir eru.

Hér að neðan má skoða Bíóblaðursblaðrið mitt og þann sarp.

En svo, fyrir neðan þá hrúgu tók ég saman hlekki með 10 af mínum uppáhalds þáttum í þessari sívaxandi seríu Hafsteins og co.10 BESTU/SKEMMTILEGUSTU BÍÓBLAÐURSÞÆTTIRNIR

Sammála/ósammála?