I’m Thinking of Ending Things…

Jæja þá, hugsum fyrst stórt og förum síðan út í rassgat. Listin eins og hún leggur sig er oft til þess ætluð að ögra; spyrja erfiðra spurninga, feisa bitran sannleika og ekki er alltaf ætlast til að maður ‘skilji’ allan pakkann við fyrstu skoðun. Charlie Kaufman er akkúrat svolítið í þessum bransa, sérstaklega þegar hann er einn að verki. Þess vegna kemur það lítið á óvart að margir hætta við … Halda áfram að lesa: I’m Thinking of Ending Things…

Bill and Ted Face the Music

Eftir 29 ára fjarveru eru kærleiksríku lofthausarnir Bill og Ted snúnir aftur, lítið breyttir, enn í stuði og með loftgítarana á lofti. Þó þurfa þeir nú að horfast í augu við breytta tíma, enda miðaldra feður með úreltan stíl. Lífið eftir frægðina hefur ekki reynst þeim jákvætt og hefur þeim og hljómsveitinni Wyld Stallyns ekki enn tekist að skapa hið fullkomna tónverk sem mun sameina allt … Halda áfram að lesa: Bill and Ted Face the Music

Tenet

Christopher Nolan heldur ekki vatni yfir tímanum; hann notar tifandi klukku sem meintan stressgjafa, er heillaður af tímarúmsskekkjum, endurliti, tilraunum með strúktúr og léttum fyrirlestrum um hversu brenglað fyrirbæri um ræðir. Nolan er í einstakri stöðu í Hollywood. Vaðið er í hvaða verkefni sem hann vill, hann getur skrifað hvað sem hann vill og fyrir hvaða pening sem er. Það er varla hægt að kalla … Halda áfram að lesa: Tenet