50 „bestu“ myndir áratugarins

Nýtt ár, nýr áratugur. Tímabilið 2010-2019 var gífurlega sterkt fyrir listgreinar, eins og þau flest, en kvikmyndaframboð hefur aldrei verið meira og eru yfirleitt flest bíóár sterk á marga vegu, þó ekki sé kannski alltaf að finna pjúra meistaraverk (þó sitt sýnist hverjum og allt það). En öldin er orðin önnur með tilkomu fleiri streymisveita og þeirrar staðreyndar að línan á milli „sjónvarpsefnis“ og „kvikmynda“ … Halda áfram að lesa: 50 „bestu“ myndir áratugarins

Cats

Kvikmyndina Cats þarf nánast að sjá til þess að trúa, þótt sennilega sé vænlegast að sleppa því að sjá hana. Hér er um að ræða mynd sem leggur allt undir, með ómælda einlægni að vopni og vilja til að setja nýstárlegan svip á eitthvað gamalt. Útkoman er einstaklega mislukkuð, makalaust súr, löðrandi í blætiskenndum yfirtónum, einhæfum dansnúmerum, predikunum og áferð sem snýr hvorki upp né … Halda áfram að lesa: Cats

Star Wars: Episode IX – The Rise of Skywalker

Star Wars er hið merkilegasta stórfyrirbæri í okkar poppkúltúr, en eins og gerist með mörg slík hefur þetta tiltekna fyrirbæri verið afmyndað, endurmótað og meira eða minna týnt sínum upprunalega kjarna. Án þess að gera lítið úr því fína sem komið hefur frá vörumerkinu, frá bæði upphafi þess og á undanförnum árum eftir að keisaraveldi Disney lagði undir sig sköpun Georges Lucas, er kjarnasagan komin … Halda áfram að lesa: Star Wars: Episode IX – The Rise of Skywalker