Síðasta veiðiferðin

Ef það er eitthvað sem ekki hefur vantað í flóru íslenskra kvikmynda, eru það sögur úr sveit af miðaldra, hvítum karlpungum sem hella sig blindfulla í miðjum kaflaskilum á æviskeiði þeirra. Útúrsnúningur Síðustu veiðiferðarinnar er annars vegar sá að Íslendingar fá sjaldnast að njóta slíkra sagna þar sem framsetningin einkennist af yfirgnæfandi hressleika og glensi, ólíkt þeirri eymd sem er löngu orðin að móðurmáli okkar … Halda áfram að lesa: Síðasta veiðiferðin

Joker

Hver um sig getur leyft sér að sjá ýmislegt við sitt hæfi úr Joker; upphafssögu og nýjan vinkil á Batman-fígúru, stúderingu á misskildu fórnarlambi sem finnur sinn sess í skemmdum heimi sem óvænt byltingarhetja, eða stóru incel-íkveikjumyndina miklu og allt þar á milli. Sjálfur sé ég mynd sem stelur ýmsum lykilhráefnum úr góðkunnum Scorsese-myndum og spilast út eins og Fight Club fyrir orkudrykkjakynslóðina, ef hún … Halda áfram að lesa: Joker

The Lion King (2019)

Sjaldan eða aldrei hefur eins mikill peningur farið í jafn litla efnislega hugmyndavinnu. Stórrisarnir hjá Disney hafa svo sannarlega borið af síðustu árin þegar kemur að markmiðinu að þrýsta fast á nostalgíuhnappa fólks, en hingað til hefur ekki verið skýrara, ógeðfelldara dæmi um Copy-Paste endurpökkun á þessum skala. Beauty and the Beast endurgerðin frá 2017 kom býsna nálægt slíkri nálgun en bætti þó smávegis (drasli) … Halda áfram að lesa: The Lion King (2019)