Spider-Man: Far From Home

Er það eðlilegt að almenningur hafi á sautján árum fengið ellefu bíómyndir þar sem Köngulóarmaðurinn skýtur upp kollinum? Tæknilega séð tólf ef við teljum hina Spider-Man-lausu Venom með… Er þetta of mikið af hinu góða á þegar pökkuðum markaði? Eða… Má færa rök fyrir því að Spider-Man sé einfaldlega ein skemmtilegasta ofurhetja í heimi? Stutta svarið ætti í raun og veru að vera já við öllu … Halda áfram að lesa: Spider-Man: Far From Home

Aladdin (2019)

Foreldrar úr öllum áttum flykkjast með börnunum til að styrkja nýjasta framlag Disney þar sem gróft er spilað á nostalgíu áhorfenda í enn einni tilrauninni til þess að endurgera klassík og setja hana í nýjan búning. Pólitísks rétttrúnaðar er að sjálfsögðu gætt í aðlögunarferlinu en stærsta spurningin snýr eflaust að því hvort ferski prinsinn Will Smith nái að fanga rétta andann sem Robin Williams gerði … Halda áfram að lesa: Aladdin (2019)

Godzilla: King of the Monsters

Stundum langar manni bara til þess að sjá gígantískar skepnur lemja allt vit úr hverri annarri – og þar af leiðandi áhorfendum líka. Á nákvæmlega þeim velli má með glöðu geði segja að þetta tiltekna Godzilla eintak sé massaskala veisla af háværustu gerðinni. Og það er dásamlegt sjónarspil sem býður upp á margt helling… …þangað til að endalaust streymi af vanillufólki kemur og truflar sjóið, … Halda áfram að lesa: Godzilla: King of the Monsters