Pappírs Pési sniðgenginn af Óskarnum

Framlag Íslands í fyrra var dramatíska kómedían Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson en komst hún ekki áfram og var sniðgengin af akademíunni vestanhafs. Nú í ár verður reynt á ný með Hvítum, hvítum degi, sem undirritaður spáir að komist heldur ekki áfram (en meðlimir akademíunnar munu væntanlega komast afar nálægt því að velja hana þó) Á hverju ári eru send framlög til þessarar … Halda áfram að lesa: Pappírs Pési sniðgenginn af Óskarnum

Með sól í hjarta og hjartað í brókinni

Ef það er eitthvað sem hefur vantað í mig alla ævi, þá er það túristaheilkennið. Mér leiðist ákaflega mikið að vera „túristi“ í útlöndum eða fylgja tilsettum dagskrám af færibandi. Fylgihlutur slíks hugarfar er vissulega sá að ég missi af vænum hellingi, en þegar það gerist að ég kíki út fyrir landsteinana þykir mér fátt skemmtilegra en að skoða allt sem er að finna „bakdyramegin“ … Halda áfram að lesa: Með sól í hjarta og hjartað í brókinni

Þekktir réttir úr kvikmyndum

Kvikmyndakóngurinn Quentin Tarantino hefur oft upplýst áhorfendur um mátt máltíða og matargerðar á hvíta tjaldinu. Hugmyndafræði leikstjórans gagnvart girnilegum mat (plús drykkjum, ef til vill) er sú að skyldir þú sjá til dæmis pítsusneið í bíómynd, er það ábyrgð kvikmyndagerðarmannsins að sjá til þess að þig langi í umrædda pítsusneið. Í stuttu máli, ef Christoph Waltz sést þamba jökulkalda mjólk – eða jafnvel Uma Thurman … Halda áfram að lesa: Þekktir réttir úr kvikmyndum