Dýrin í Hálsaskógi

Fyrir marga Íslendinga er erfitt að verða ekki fyrir vægu nostalgíukasti yfir Dýrunum í Hálsaskógi, hvort sem það snýr að minningum einhverra þeirra fjölmörgu sviðssýninga hérlendis í gegnum áratugina eða einfaldlega tilhugsuninni um piparkökulagið. Þessi káta skilaboðasaga norska leikskáldsins Thorbjörns Egner hefur notið svakalegra vinsælda hérlendis og hefur nánast hver lifandi kynslóð séð, lesið eða heyrt hana í einhverju formi. Egner var auðvitað mikill siðapredikari … Halda áfram að lesa: Dýrin í Hálsaskógi

Sing Street

Segja má að Sing Street sé afbragðsdæmi um hvernig skal gera klisjukennda sögu ferska, enda mynd sem geislar af mikilli hlýju, bjartsýni og ást á tónlistarsköpun þannig að það verður erfitt að standast unglinga- og nostalgíutöfra hennar. Sögusviðið er Dublin árið 1985. Conor Lawlor er fjórtán ára miðjubarn í fjölskyldu sem hefur séð sælli daga. Samband foreldranna hangir á bláþræði og fjárhagserfiðleikar eru allsráðandi. Sparnaðaráætlun … Halda áfram að lesa: Sing Street

Inside Out

Pixar hefur ekki beinlínis verið upp á sitt hugmyndaríkasta síðustu árin, aðallega út af leikfangabílum, aukinni athygli á varningarsölu, nokkrum staffaskiptum og einni hlandvolgri prinsessumynd – en Inside Out snýr því strax við og sýnir að enn eru til töfrar í brandinu. Svo yndislega heillandi, litrík og skemmtileg saga með miklum húmor og meiri hlýju ef eitthvað, svona allt þetta helsta sem maður býst við … Halda áfram að lesa: Inside Out