The Road

The Road er ótvíræður sigurvegari ef þetta er spurning um að finna þunglyndustu kvikmynd ársins 2009. Ekki nóg með það að myndin sé á skjaldbökuhraða og grafalvarleg allan tímann heldur er lítill sem enginn söguþráður til staðar og er því ekki mikið til staðar til að dreifa athygli áhorfandans frá þessu ofurþunga andrúmslofti. En það er líka tilgangurinn hvort eð er. Þessi eftirheimsendamynd fjallar um … Halda áfram að lesa: The Road

Burlesque

Burlesque er svo mikil uppsöfnuð hrúga af klisjuleifum að þú gætir næstum því púslað henni saman úr öðrum myndum. Það er smá af Chicago í henni, örlítið af Showgirls (mínus allt sem skipti máli við þá mynd, sjónrænt séð) og mikið af „snilldinni“ Coyote Ugly. Allt sem kemur inn á milli eru frásagnarformúlur og persónutengdar klisjur sem við höfum séð oftar en hollt getur talist. … Halda áfram að lesa: Burlesque

Happy Feet 2

Ég – eins og flestir aðrir 24 ára, forvitnir og hálfútlenskir karlmenn – tel mig hafa séð ýmislegt súrt um ævina, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það er ekki hægt annað en að segja að báðar Happy Feet-myndirnar séu á meðal þess undarlegasta í heiminum sem ég hef séð og umhugsunarlaust í flokki barna- og fjölskyldumynda. Á yfirborðinu lítur þetta út eins … Halda áfram að lesa: Happy Feet 2