The Revenant

Svakalegur þessi Leó. Hann aldeilis ætlar sér að fá þennan Óskar, sama hversu mikið hann þarf að öskra, skríða, misþyrma sér líkamlega, gretta sig eða horfa vítt framan í myndavélina, og það á ekki lengur bara við um bara Wolf of Wall Street og Django (mynd sem hann fékk – óskiljanlega – aldrei tilnefningu fyrir). En hvað sem þessi maður er ekki til í að sprengja sig … Halda áfram að lesa: The Revenant

Black Mass

Johnny Depp hefur lengi dúsað í bíófangelsi hjá þeim sem muna eftir hversu góður og skemmtilega djarfur hann gat verið, áður en Disney-vilgengnin gaf honum alltof mikið frelsi. Inn á milli leyfði hann sér að gera eitthvað fullorðinslegra en aldrei með eftirminnilegum hætti. Þurfti svo ekki nema merkilega raunasögu um alræmdan glæpóna til þess að fá hann til þess að allavega reyna að skora á sjálfan … Halda áfram að lesa: Black Mass

John Wick

Allir sem elska flottar B-hasarmyndir eiga að eðlisfari ekki erfitt með að segja nei við góðum hefndarþriller. Hann þarf ekki einu sinni að vera svo góður, bara naglharður, helst vel gerður (best þá þannig að fyrirgefa klisjurnar) og helskemmtilegur. John Wick kemur þar eins og kallaður, tryllir og skemmtir með fókuseruðu reiðinni og sérsetti af hæfileikum sem á besta degi gæti ábyggilega útrýmt öllu Expendables-liðinu fyrir hádegi. Fljótt … Halda áfram að lesa: John Wick