The Raid 2: Berandal

Svona á að gera hasarmyndir! Með fullt, fullt af reyndum og nógu hörðum áhættuleikurum sem leggja líkama og líf sitt í hættu í þágu bíólistarinnar, m.ö.o. svo við áhorfendurnir getum kippst til með samúðarverki í miðri adrenalínvímu. Sömuleiðis eru bestu bardagamyndirnar þessar sem leyfa þér að finna fyrir hverju höggi, trekk í trekk. Í þessu tilfelli þarf ekki nema að bæta svo við breiðu glæpaplotti á kalíberi við … Halda áfram að lesa: The Raid 2: Berandal

Carrie (2013)

Við þekkjum flest öll þessa sögu. Carrie lifir vægast sagt glötuðu lífi. Hún er einmana og feimin en verður fyrir stöðugu félagsáreiti í skólanum að því ógleymdu að snargeðveika og ofsatrúaða móðir hennar beitir hana reglulegu ofbeldi. Eftir að niðurlægingin og vanlíðan hjá Carrie nær blóðugu hámarki uppgötvar hún það að hún býr yfir mögnuðum mætti til að hreyfa hluti með hugarorkunni einni. Í stuttu máli: Þú fokkar … Halda áfram að lesa: Carrie (2013)

Quantum of Solace

Sennilega fyrsta Bond-myndin sem virkar mun síður sem sjálfstæð eining. Myndin erfir ýmsar upplýsingar sem forveri hennar skildi eftir, og m.a.s. eru myndirnar svo tengdar að þessi hefði rétt eins getað borið titilinn Casino Royale: Part II, sem er akkúrat það sem ég hef alltaf kallað hana. En til að ná að fylgja söguþræðinum á réttum hraða er eiginlega skylda að hafa séð forverann, og … Halda áfram að lesa: Quantum of Solace