Hvítur, hvítur dagur

Sorgin getur gert sálinni allan fjandann, ekki síst þegar nátengdur einstaklingur fellur frá. Tilfinningasúpan getur slest í hinar furðulegustu áttir og hreinlega breytt manni í allt aðra manneskju. Því er engin ein rétt leið til að takast á við óvæntar aðstæður, en eins og áhorfendur fá að kynnast í Hvítum, hvítum degi stendur ekkillinn Ingimundur frammi fyrir tveimur ólíkum vegum. Þegar nýjar upplýsingar berast um … Halda áfram að lesa: Hvítur, hvítur dagur

Lof mér að falla

Frá upphafi íslenskrar kvikmyndaflóru hefur eymdin verið í ríkjandi burðarhlutverki. Þá fylgir alltaf þessi stimpill að meirihluti okkar framlaga einkennist af litlu öðru en neyslu, erjum, vanlíðan og tilheyrandi ofsadramatík. Tímarnir hafa aðeins verið að breytast. Ýmist upprennandi kvikmyndagerðarfólk hefur lagt það að markmiði að þverbrjóta þessa reglu og sækja í nýja liti úr öskjunni. Þar á móti kemur Baldvin Z og faðmar vesaldóminn að … Halda áfram að lesa: Lof mér að falla

Les Misérables

(heitið er borið fram “Ley Miserab,” fyrir þá sem ekki vita, en yfirleitt segja flestir bara “Ley Miz.” Ókei?) Það tók Ley Miz sama og engan tíma að toga mig (hér um bil bókstaflega) til sín. Strax um leið og stúdíólógóin hverfa dúndrast músíkin í gang og frussar hún aldeilis framan í mann mikla epík sem deyfir kjálkann, svo það sé alveg örugglega ljóst að … Halda áfram að lesa: Les Misérables