An Ordinary Man

Oft getum við myndað tengsl við hina ólíklegustu aðila og tíminn spyr aldrei um hvenær. Þessi staðreynd svífur yfir kvikmyndina An Ordinary Man, þar sem gamla brýnið Ben Kingsley leikur eftirlýstan stríðsglæpamann og fyrrum hershöfðingja sem situr fastur í felum undan yfirvöldum, og hefur haldið sig í skugganum síðan á tímum Júgóslavíustríðsins. Einn daginn rekst hann á þernu felustaðarins, hina forvitnilegu Tönju, sem er leikin … Halda áfram að lesa: An Ordinary Man

Star Wars: Episode VIII – The Last Jedi

Star Wars vörumerkið hefur svo sannarlega átt sínar gæðasveiflur og er fátt sem reitir hin almenna aðdáanda jafn fljótt til reiðis og útkoma sem brýtur hefðir. En þá kemur upp spurningin hvort að viðkomandi unnandi vilji helst halda hlutunum óbreyttum og endalaust í takt við hið klassíska eða sjá þetta sjá þetta víkkað út á allt annað og e.t.v. nútímalegra level. Þegar allt kemur til … Halda áfram að lesa: Star Wars: Episode VIII – The Last Jedi

The Killing of a Sacred Deer

Í upphafsskoti myndarinnar The Killing of a Sacred Deer sjáum við opinn skrokk í miðri skurðaðgerð. Hjarta sem slær fyllir út í rammann og með þessu skoti er ekkert verið að spara sekúndurnar. Segja má að þetta marki viðeigandi upphaf og gefi réttan tón; sýnin er undarlega dáleiðandi en í senn óþægileg til lengdar, á sinn hátt kemur þetta miklu til skila varðandi stefnu og … Halda áfram að lesa: The Killing of a Sacred Deer