Blade Runner 2049

Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. En hvort sem fólk dýrkar myndina eða þolir ekki er ótvírætt hvað hin dystópíska „noir“ framtíðarstemning … Halda áfram að lesa: Blade Runner 2049

mother!

Hann Darren Aronofsky er ekki beinlínis þekktur fyrir það að fara pent í hlutina, sama hvaða verkefni hann tekur að sér. Flestar ef ekki allar myndir hans eru ágengar, grafalvarlegar, hugmyndadrifnar og hafa að einhverju leyti snúist um persónur sem haldnar eru vissri þráhyggju sem seinna meir setur líf þeirra á hliðina eða leiðir til sjálfseyðileggingar. Skilaboðin eru yfirleitt mjög augljós í Aronofsky-myndum en það … Halda áfram að lesa: mother!

Enemy

Denis Villeneuve er á meðal umtöluðu leikstjóra í dag, og réttilega svo – því hingað til hefur hann ekki ennþá gert slaka mynd. Allar þær eiga það líka sameiginlegt að vera gjörsamlega dropandi af andrúmslofti, vissum drunga og jarðbundnum realisma – oftast ofinn í kringum einhverja dulúð eða martraðarkenndan spíral þar sem karakterar upplifa ákveðna örvæntingu – eða geðtap. Flestir kvikmyndaunnendur hafa verið duglegir að … Halda áfram að lesa: Enemy