Anomalisa

Ekki er það lítið afrek að gera svona über-hversdagslega, tragíkómíska og manneskjulega litla sögu með brúðum. Segir sig líka sjálft að flest sem kemur úr hreinskilna, svartsýna en lúmskt heillandi heilabúinu hjá Charlie Kaufman sé alls ekki allra. Þunglyndissýn Kaufmans spilar stórt hlutverk hér í handriti sem best má kalla bitra, skondna og súra stúderingu á manni sem er týndur í gráa fiðringnum og sér ekki … Halda áfram að lesa: Anomalisa

Inherent Vice

Þó Paul Thomas Anderson geri ekki alltaf snilldarmyndir þá er maðurinn samt sem áður snillingur. Með Inherent Vice er eins og hann hafi farið rétt að hér um bil öllu, en innihaldslega er meira til að annaðhvort dást eða hlæja að – og með – heldur en límast við. Fyrir hans gæðakvarða kalla ég það vönduð vonbrigði. Skemmtanagildi hefur sjaldan verið í forgangi hjá þessum leikstjóra, og verður … Halda áfram að lesa: Inherent Vice

The Congress

Oft eru Hollywood-leikarar búnir að hrósa nýjustu (Mo-Cap) byltingarþróunum hjá tölvudeildum bransans og djóka síðan með það að einn daginn verður varla þörf á þeim lengur, sem væri fyndnara ef það væru ekki einhver sannleikskorn í því. Kannski mun iðnaðurinn einn daginn þreytast endanlega á stjörnustælum, sett-leiðindum, neyslunum og ekki síst öllum óhjákvæmilegu hrukkunum þegar forrit geta séð um svo margar ‘reddingar’ þegar kemur að … Halda áfram að lesa: The Congress