John Wick: Chapter 3 – Parabellum

Stundum má velta því fyrir sér hvort John Wick myndirnar séu eða verði afskrifaðar af mörgum í framtíðinni sem taumlaust ofbeldisklám (sem sérstaklega daðrar við innbyggt byssublæti). Að þær séu fátt meira en sundurteygðar afsakanir til að snillingar monti sig af koríógraffi, látum og typpakeppnum – og sé raunverulega engin saga eða þýðing á bakvið þetta allt. Þarna kem ég inn, sem bæði skammarlaus Keanu-aðdáandi … Halda áfram að lesa: John Wick: Chapter 3 – Parabellum

Fullir vasar

Yfirleitt er alvarleikinn allsráðandi í íslenskum glæpamyndum, sem á góðum degi getur leitt til bitastæðra verka en á versta tíma framkallað hlátursköst óviljandi, sem er því miður algengara tilfellið. Fyrir hverja Reykjavík-Rotterdam eða Svartur á leik eigum við minnsta kosti eina Kalda slóð og þrjár í líkingu við Austur. Með Fullum vösum er spaugilegi tónninn annars vegar gefinn strax frá byrjun og ljóst er að … Halda áfram að lesa: Fullir vasar

Split

Það er erfitt að taka því ekki með miklum fyrirvara þegar fólk á alnetinu og víða hrósar nýrri ræmu frá M. Night Shyamalan og kallar hana „comeback-myndina“ hans. Seinast heyrðist eitthvað sambærilegt í kringum (grín?)hrollvekjuna The Visit og þótti mér persónulega sú mynd vera á meðal hans verstu, næstum því á pari við The Happening nema bara ekki nærri því eins fyndin – eða leiðinleg. Nú … Halda áfram að lesa: Split