Fantastic Four (2015)

Ég er víst á meðal örfárra sem myndi aldrei kalla hinar Fantastic Four-myndirnar ÞAÐ slæmar, eins og meirihluti öskrandi myndasögunörda vill meina. (Fyrri myndinni mæli ég persónulega betur með í lengri útgáfu sinni, en það er dauft lof.) Báðar tvær eru óneitanlega hvorki minnisstæðar né skarpar myndir en mátulega kjánalegar og lúmskt skemmtilegar skrípóafþreyingar. Báðar með vit fyrir því að taka ekki þennan tiltekna kómíkpakka … Halda áfram að lesa: Fantastic Four (2015)

Austur

Hér er hún, fyrsta íslenska „bíómyndin“ sem kalla má pyntingarklám (fyrst ekkert annað kemur til greina), nema með óvæntu tvisti þar sem hún snýr sér að áhorfandanum og sér til þess að hann verði miskunnarlaust fyrir almestu pyntingunni. Þetta gerir hún ekki með ofbeldi, heldur hreinu, ógeðfelldu stefnuleysi og glataðri, bókstaflega fókuslausri úrvinnslu. Það að Austur hafi tekist að skila sér í kvikmyndahús er dapurt merki um standard … Halda áfram að lesa: Austur

The Fifth Estate

Í stuttu máli: Ekki nógu ögrandi, nálgunin er umdeilanlega í rugli og Benedict Cumberbatch getur reddað sér út úr öllu, meira að segja úr efni sem rétt verður að miðjumoði. Nú kemur lengri útgáfan… Það eru ekkert rosalega margar áttir sem þessi „WikiLeaks-mynd“ gat farið í með þessa frásögn sína. Það fer allt eftir afstöðunni sem hún tekur, og ef ég met hana hlutlaust, þá er … Halda áfram að lesa: The Fifth Estate