John Wick: Chapter 2

Þegar bíómynd mætir upp úr þurru, malar gull í miðasölum og kemur fyrst og fremst þrælskemmtilega á óvart er til mikils að biðja um að fá annað eintak sem er á sama pari, hvað þá betra. John Wick var ein af þessum myndum sem algjörlega sló á réttar nótur, með bálreiðum, einbeittum og skotglöðum Keanu Reeves í burðarhlutverkinu og einfalda keyrslu, glæsilega skipulagðan hasar og snyrtilegan … Halda áfram að lesa: John Wick: Chapter 2

Straight Outta Compton

Aðeins hörðustu pjúrítanar og – feisum það – rasistar geta sagt að Straight Outta Compton fjalli ekki um stórmerkilegan tíma í sögu rapp- og poppkúltúrs, þar sem heill músíkgeiri öðlaðist nýtt líf og var ljósi varpað á viðbjóðslega valdamisþyrmingu, opinbera fordóma og bælingu sem á enn við í dag, því miður Hvort sem þú þolir ekki eða hefur margsinnis hlustað á gangsta-rapp ætti ekki að vera neinn … Halda áfram að lesa: Straight Outta Compton

Mad Max: Fury Road

Vó… Eitt sem er endalaust pirrandi við flestar nútímahasarmyndir er hversu auðveldlega þú sérð hvað þær munu eldast fljótt illa. Það er takmarkaður áþreifanleiki, tilfinning fyrir þyngdarafli og minni sannfæring þegar t.d. eltingarleikir í flestum tilfellum skotnir innandyra og fyrir framan græn tjöld. Á einmitt tímum þegar þar sem maður dáist þvílíkt að og verður samtímis ónæmur fyrir vinnunni sem fleiri hundruð tölvusnillingar leggja í … Halda áfram að lesa: Mad Max: Fury Road