Mad Max: Fury Road

Vó… Mad Max: Fury Road er blikkandi, brunandi sýnidæmi um rússíbanareið á hvíta tjaldinu í orðsins fyllstu merkingu. Hún er allt það sem nútímahasarmyndir eru (því miður) venjulega ekki og sannar það með helsjúkum, masterklassa vinnubrögðum aðstandenda. Krafturinn verður slíkur að hægt er að horfa á útkomuna í annað eða tíunda skiptið með kjaftinn enn ósjálfrátt galopinn. Það er næstum því skammarlegt en samt svo … Halda áfram að lesa: Mad Max: Fury Road

The SpongeBob Movie: Sponge out of Water

Hvílíkur léttir! Það er virkilega sjaldan þar sem maður sér bíótrailer sem fókusar almest á seinustu 20 mínúturnar í myndinni, en í þessu tilfelli er það mikil blessun. Annað en aðalsýnishornið gefur til kynna er SpongeBob (2?): Sponge out of Water miklu meira teiknimynd heldur en trendí og ófyrirgefanlega barnaleg „læv aksjón“ blanda. Þar að auki mun súrari heldur en fyrri myndin og e.t.v. Lego Movie … Halda áfram að lesa: The SpongeBob Movie: Sponge out of Water

The Hobbit: The Battle of the Five Armies

Ein bók. Þrjár myndir. Hellingsfita. Þessu má lengi tuða yfir, og réttlætanlega. Að kalla The Battle of the Five Armies góða mynd er erfitt því hún þjáist greinilega af því syndrómi að geta fyrst og fremst varla kallast ‘alvöru’ bíómynd. Hún hefur hvorki alvöru byrjun né miðju, heldur er hún næstum því bara samansafn klæmaxa í 8 (+) klukkutíma heildarepík sem byggð er á 300 blaðsíðna „barnabók“ með viðbættum … Halda áfram að lesa: The Hobbit: The Battle of the Five Armies