Straight Outta Compton

Aðeins hörðustu pjúrítanar og – feisum það – rasistar geta sagt að Straight Outta Compton fjalli ekki um stórmerkilegan tíma í sögu rapp- og poppkúltúrs, þar sem heill músíkgeiri öðlaðist nýtt líf og var ljósi varpað á viðbjóðslega valdamisþyrmingu, opinbera fordóma og bælingu sem á enn við í dag, því miður Hvort sem þú þolir ekki eða hefur margsinnis hlustað á gangsta-rapp ætti ekki að vera neinn … Halda áfram að lesa: Straight Outta Compton

Mad Max: Fury Road

Vó… Mad Max: Fury Road er blikkandi, brunandi sýnidæmi um rússíbanareið á hvíta tjaldinu í orðsins fyllstu merkingu. Hún er allt það sem nútímahasarmyndir eru (því miður) venjulega ekki og sannar það með helsjúkum, masterklassa vinnubrögðum aðstandenda. Krafturinn verður slíkur að hægt er að horfa á útkomuna í annað eða tíunda skiptið með kjaftinn enn ósjálfrátt galopinn. Það er næstum því skammarlegt en samt svo … Halda áfram að lesa: Mad Max: Fury Road

The SpongeBob Movie: Sponge out of Water

Hvílíkur léttir! Það er virkilega sjaldan þar sem maður sér bíótrailer sem fókusar almest á seinustu 20 mínúturnar í myndinni, en í þessu tilfelli er það mikil blessun. Annað en aðalsýnishornið gefur til kynna er SpongeBob (2?): Sponge out of Water miklu meira teiknimynd heldur en trendí og ófyrirgefanlega barnaleg „læv aksjón“ blanda. Þar að auki mun súrari heldur en fyrri myndin og e.t.v. Lego Movie … Halda áfram að lesa: The SpongeBob Movie: Sponge out of Water