Bill and Ted Face the Music

Eftir 29 ára fjarveru eru kærleiksríku lofthausarnir Bill og Ted snúnir aftur, lítið breyttir, enn í stuði og með loftgítarana á lofti. Þó þurfa þeir nú að horfast í augu við breytta tíma, enda miðaldra feður með úreltan stíl. Lífið eftir frægðina hefur ekki reynst þeim jákvætt og hefur þeim og hljómsveitinni Wyld Stallyns ekki enn tekist að skapa hið fullkomna tónverk sem mun sameina allt … Halda áfram að lesa: Bill and Ted Face the Music

Amma Hófí

Þau Edda Björgvinsdóttir og Laddi eru dýnamískt dúó og hafa alltaf verið. Þau spila yfirleitt áreynslulaust á móti hvort öðru og hafa bæði margsinnis sannað það, á skjá og sviði, að miklu meira býr í þeim en að vera „bara“ gamanleikarar. Eða strumpar. Aftur á móti eru nákvæmlega þessir kostir helsta ástæðan fyrir vandamálinu við Ömmu Hófí, sem er: hversu takmarkað hægt er að vinna … Halda áfram að lesa: Amma Hófí

Mentor

Eftir þrjár (tæknilega séð fjórar) kvikmyndir í fullri lengd er orðið ljóst að Sigurður Anton Friðþjófsson – leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur – hefur fundið formúlu sem hentar honum og hans persónuleika. Uppskriftin gengur út á að finna sífellt nýjar leiðir til að hengja alls kyns brandara, einræður um samtímann og léttgeggjuð samskipti hversdagsfólks á sögur sem á yfirborðinu luma á einlægni og sannleika. Þó er … Halda áfram að lesa: Mentor