Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga

Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga er miklu fjörugri bíómynd heldur en halda mætti út frá bæði dómum myndarinnar, almennum ferli Wills Ferrells svo ekki sé minnst á þennan glataða titil. Það að risarnir hjá Netflix hafi ákveðið að vaða í gamansögu með Ferrell í hlutverki Íslendings sem þráir fátt heitar en að vinna Evróvisjón-keppnina, er allt hreinlega álfatöfrum líkast. Í senn er þetta besta og … Halda áfram að lesa: Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga

Síðasta veiðiferðin

Ef það er eitthvað sem ekki hefur vantað í flóru íslenskra kvikmynda, eru það sögur úr sveit af miðaldra, hvítum karlpungum sem hella sig blindfulla í miðjum kaflaskilum á æviskeiði þeirra. Útúrsnúningur Síðustu veiðiferðarinnar er annars vegar sá að Íslendingar fá sjaldnast að njóta slíkra sagna þar sem framsetningin einkennist af yfirgnæfandi hressleika og glensi, ólíkt þeirri eymd sem er löngu orðin að móðurmáli okkar … Halda áfram að lesa: Síðasta veiðiferðin

Gullregn

Hefðir eru til þess að brjóta þær, eða í það minnsta endurskoða eftir gefinn tíma. Í Gullregni má finna fyrirmyndar dæmi um það hvernig hugsunarháttur fólks getur daðrað við hættuleg mörk þegar erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja – og langvarandi afleiðingar þess þegar umræddur hundur hefur varpað sínum áhrifum yfir á einhvern annan. Gullregn segir frá Indíönu Jónsdóttur, öryrkja og bótasvindlara í … Halda áfram að lesa: Gullregn