John Wick: Chapter 3 – Parabellum

Stundum má velta því fyrir sér hvort John Wick myndirnar séu eða verði afskrifaðar af mörgum í framtíðinni sem taumlaust ofbeldisklám (sem sérstaklega daðrar við innbyggt byssublæti). Að þær séu fátt meira en sundurteygðar afsakanir til að snillingar monti sig af koríógraffi, látum og typpakeppnum – og sé raunverulega engin saga eða þýðing á bakvið þetta allt. Þarna kem ég inn, sem bæði skammarlaus Keanu-aðdáandi … Halda áfram að lesa: John Wick: Chapter 3 – Parabellum

Miracle

Miracle gerist í litlum bæ í Litháen í kringum upphaf tíunda áratugarins. Bærinn var áður undir kommúnistastjórn og ríkir mikil eymd meðal íbúa. Aðalpersóna myndarinnar, Irena (frábærlega leikin af Eglé Mikul­ionyté), er sjálf á barmi gjaldþrots og er eigandi svínabús sem ekki ber sig. Lífið virðist vera á hraðri leið niður á við þegar skyndilega mætir auðugur, amerískur herramaður (Vyto Ruginis) í bæinn og lætur … Halda áfram að lesa: Miracle

Spider-Man: Homecoming

Á fimmtán árum eru myndirnar um Kóngulóarmanninn orðnar sex að talsins (tæknilega sjö ef við teljum Captain America: Civil War með), leikararnir þrír og endurræsingarnar tvær. Þetta kemur vissulega ekki á óvart í ljósi þess að ofurhetjumyndir hafa tröllriðið öllu í Hollywood síðustu árin, en Spider-Man er nánast einstakt tilfelli því á sambærilegum tíma eiga ekki einu sinni þursar eins og Batman og Superman roð … Halda áfram að lesa: Spider-Man: Homecoming