Once Upon a Time in Hollywood

Hér er bíómynd sem sýnir ferlega vel hvernig margt smátt og sundurslitið getur myndað eitthvað stórt, áferðarmikið og bítandi í laumi. Þó Quentin Tarantino hafi sjálfsagt átt hvassari eða frumlegri daga, þar sem kúlið og kjafturinn trompar flest, er Once Upon a Time in Hollywood trúlega hvað persónulegasta, afslappaðasta og ef til vill þroskaðasta verkið frá honum til þessa. Og líklega fyrsta pjúra gamanmyndin hans. … Halda áfram að lesa: Once Upon a Time in Hollywood

Yesterday

Hvernig væri heimur án Bítlanna?  Enn betra… Hvað ef einn maður vaknaði skyndilega í þeim heimi og tekur síðan þá ákvörðun að “semja” lögin fyrir eigin frama? Óneitanlega er þarna komin skemmtileg hugmynd að “lyftu-pitch’i”. Það má allavega vinna ýmislegt með þetta og ekki síður þegar fínir fagmenn eins og Danny Boyle og Richard Curtis koma að verkinu. Sameining þeirra er sérstaklega merkileg í ljósi … Halda áfram að lesa: Yesterday

John Wick: Chapter 3 – Parabellum

Stundum má velta því fyrir sér hvort John Wick myndirnar séu eða verði afskrifaðar af mörgum í framtíðinni sem taumlaust ofbeldisklám (sem sérstaklega daðrar við innbyggt byssublæti). Að þær séu fátt meira en sundurteygðar afsakanir til að snillingar monti sig af koríógraffi, látum og typpakeppnum – og sé raunverulega engin saga eða þýðing á bakvið þetta allt. Þarna kem ég inn, sem bæði skammarlaus Keanu-aðdáandi … Halda áfram að lesa: John Wick: Chapter 3 – Parabellum