Fifty Shades Darker

Fifty Shades-bækurnar eftir E.L. James munu seint teljast til menningarlegra eða vandaðra bókmennta, en einhverja ánægju virðist markhópurinn fá út úr þeim. Skemmst er frá því að segja að það sama á við um bíómyndirnar, þessar tvær sem nú eru komnar út. Af báðum að dæma hefur verið óskaplega lítið innihald til staðar til þess að bera örlátan sýningartíma uppi. Einnig hefur lítið gagnast að … Halda áfram að lesa: Fifty Shades Darker

Grimmd

Kvikmyndagerðarmaðurinn Anton Sigurðsson má eiga þann heiður að vera sá fyrsti í háa herrans tíð til að skella íslenskum sakamálatrylli upp á hvíta tjaldið, þótt fáir geti neitað því að vel hafi farið um slíka í sjónvarpsgeiranum okkar. Grimmd er önnur mynd Antons í fullri lengd en sú fyrri var hrollvekjan Grafir og bein frá 2014. Óskaplega fáir sáu hana (skiljanlega) en áhugi Antons á … Halda áfram að lesa: Grimmd

Sausage Party

Eins mikið og ég elska Toy Story seríuna þá kemst ég ekki hjá því að hugsa um hversu niðurdrepandi líf og tilvist leikfangana er í þeim myndum. En hvað ef Toy Story hefði tekið fullorðinsleiðina og kafað meira ofan í bömmerandi og einhæfa tilgang þeirra? eða betra, tekið sambærilegan vinkil á orðljóta og hálf truflandi teiknimynd um hvernig lífið væri frá sjónarhorni fæðutegunda, auk umbúða … Halda áfram að lesa: Sausage Party