A Quiet Place

Að lifa án þess að mega nokkurntíma gefa frá sér hljóð er ekkert líf til að lifa. Hér skyggnumst við í dystópíuheim þar sem dularfullar verur eru allsráðandi; snöggar, blindar en gæddar ofurnæmu heyrnarskyni og hefur því eftirlifandi mannfólk lítið val um annað en að trítla gegnum tilveruna. Sögusvið myndarinnar er bóndabýli og fylgjumst við með Abbott-fjölskyldunni, sem í sameiningu reynir öll hvað sem hún … Halda áfram að lesa: A Quiet Place

Rökkur

Hingað til hefur enginn íslenskur leikstjóri sérhæft sig í hryllingsgeiranum eða markað spor sín í hann með sama hætti og Erlingur Óttar Thoroddsen. Á undarlega skömmum tíma hefur hann spreytt sig með mikilli fjölbreytni á því sviði og sýnt fram á hversu margt má gera við smátt. Fyrir rúmlega ári frumsýndi Erlingur indí-hrollvekjuna Child Eater. Þar sáust merki um ástríðufull vinnubrögð, þekkingu á hryllingi og … Halda áfram að lesa: Rökkur

IT: Chapter One

Það er auðvelt að skilja hvers vegna It er ein af langlífari og þekktari sögum frá Stephen King. Það er aldeilis af nægu að taka en hér er spennuhrollur þar sem til dæmis er glímt við einelti, gróft uppeldi, vináttu, samvinnu, hormóna og ótta. Reyndar eru þetta afar algeng þemu hjá King, sem á það til að endurtaka sig, nema hér hefur vissulega hjálpað að … Halda áfram að lesa: IT: Chapter One