IT: Chapter One

Það er auðvelt að skilja hvers vegna It er ein af langlífari og þekktari sögum frá Stephen King. Það er aldeilis af nægu að taka en hér er spennuhrollur þar sem til dæmis er glímt við einelti, gróft uppeldi, vináttu, samvinnu, hormóna og ótta. Reyndar eru þetta afar algeng þemu hjá King, sem á það til að endurtaka sig, nema hér hefur vissulega hjálpað að … Halda áfram að lesa: IT: Chapter One

Alien: Covenant

Í kvikmyndasögunni eru fáar geimverur sem eiga sér álíka goðsagnakennda hönnun og „xenomorph“ veran frá málaranum H.R. Giger heitnum, sem fyrst birtist í upprunalegu klassík Ridleys Scott frá 1979. Alien-myndabálkurinn hefur síðan þá farið í gegnum margar stökkbreytingar en ekki getið af sér neitt sem teljast mætti stórkostlegt frá því að James Cameron tók við. Þó hafa ýmsar afbrigðilegar og sérstakar tegundir hugmynda sprottið upp … Halda áfram að lesa: Alien: Covenant

Ég man þig

Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En sökum slaks framboðs er öruggt að gefa Ég man þig … Halda áfram að lesa: Ég man þig