Alien: Covenant

Í kvikmyndasögunni eru fáar geimverur sem eiga sér álíka goðsagnakennda hönnun og „xenomorph“ veran frá málaranum H.R. Giger heitnum, sem fyrst birtist í upprunalegu klassík Ridleys Scott frá 1979. Alien-myndabálkurinn hefur síðan þá farið í gegnum margar stökkbreytingar en ekki getið af sér neitt sem teljast mætti stórkostlegt frá því að James Cameron tók við. Þó hafa ýmsar afbrigðilegar og sérstakar tegundir hugmynda sprottið upp … Halda áfram að lesa: Alien: Covenant

Ég man þig

Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En sökum slaks framboðs er öruggt að gefa Ég man þig … Halda áfram að lesa: Ég man þig

Child Eater

Seint má segja að Child Eater styðjist við frumlegan efnivið en hérna skín það algjörlega í gegn að kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Óttar Thoroddsen hefur mikla ástríðu fyrir hrollvekjugeiranum. Þetta er fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd (sem á rætur sínar að rekja til samnefndrar stuttmyndar eftir hann), gerð fyrir lítið fjármagn en hún nýtir hvern aur til þess að segja dökka, litla „ævintýrasögu“ sem leikur sér … Halda áfram að lesa: Child Eater