Lights Out

Ef þú hefur séð örfáar hrollvekjur eða færð meira kikk út úr því að sjá líka fara gegnum tékklistann af „bregðubrögðum“, þá er Lights Out örugglega að fara að halda þér vakandi á nóttunni. Þetta er mynd sem hefur áhuga á persónum og andrúmslofti en klúðrar framkvæmdinni með því að gera þær of óspennandi til þess að skera sig eitthvað úr þeim sarpi af sambærilegum … Halda áfram að lesa: Lights Out

Krampus

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Michael Dougherty er á hárréttri leið. Hann sýndi sína prakkaralegu færni fyrir fríkuðum hrolli og svartri kómík í költuðu hrekkjavökumyndinni Trick r Treat. En þar sem hún var sett saman úr smásögum væri stærsta áskorunin hans næst að geta fyllt almennilega upp í heila bíólengd með þetta hugmyndaflug sitt, og sem leikstjóri hefur hann einnig frábært auga fyrir grípandi römmum. Krampus hefði nefnilega getað orðið … Halda áfram að lesa: Krampus

Crimson Peak

Þeir eru fáir þarna úti sem gera eins útlitslega grípandi bíómyndir og leika sér svoleiðis að sviðsmynda- og hönnunarkláminu með dökkri fantasíugleði eins og Guillermo Del Toro. Þegar hann gerir ekki brelludrifna skepnugrauta hefur hann meiri áhuga á yfirnáttúrulegum metafórum á smærri, ógnvægilegri skala (systkinatvennan Devil’s Backbone og Pan’s Labyrinth standa sem hans ótoppandi meistaraverk fyrir mér). Crimson Peak hallast í áttina að seinni flokknum … Halda áfram að lesa: Crimson Peak