Mad Max: Fury Road

Vó… Mad Max: Fury Road er blikkandi, brunandi sýnidæmi um rússíbanareið á hvíta tjaldinu í orðsins fyllstu merkingu. Hún er allt það sem nútímahasarmyndir eru (því miður) venjulega ekki og sannar það með helsjúkum, masterklassa vinnubrögðum aðstandenda. Krafturinn verður slíkur að hægt er að horfa á útkomuna í annað eða tíunda skiptið með kjaftinn enn ósjálfrátt galopinn. Það er næstum því skammarlegt en samt svo … Halda áfram að lesa: Mad Max: Fury Road

Avengers: Age of Ultron

Þegar The Avengers kom út fyrir þremur árum síðan hafði lítið sést í líkingu við hana á bíótjaldinu, og helstu nördaklön veraldar ásamt krökkum og myndasöguunnendum náðu að froðufellast úr æsingi. Í dag tekur maður þessu sem sjálfsögðum hlut að sjá haug af pre-establisheruðum ofurhetjum snúa bökum saman og lemja allt frá sér í tvo tíma. En það er einmitt ástæðan af hverju það er viðbjóðslega … Halda áfram að lesa: Avengers: Age of Ultron

It Follows

Hæp getur verið stórhættulegur hlutur, ennfremur þegar kemur að hrollvekjum og væntingum til slíkrar þegar einni tekst að skara langt fram úr þessum kasjúal-draugahússmyndum sem yfirtaka oft markaðinn og kalla sig horror. Í tilfelli It Follows er mjög auðvelt að gera ráð fyrir að hér sé komin einhver martraðarsprauta sem erfitt verður að jafna sig á, eins og margt hæperbólið hefur gefið til kynna. Það sem ég upplifði … Halda áfram að lesa: It Follows