Guardians of the Galaxy Vol. 2

Þegar Guardians of the Galaxy kom út fyrir þremur árum þótti Marvel-stúdíóið taka mikla áhættu með myndinni, enda könnuðust fáir við hetjurnar fyrirfram og þá var óvíst hvort almenningur myndi tengja sig við súran og ærslafullan tón hennar. Þess vegna sló það marga út af laginu hvað útkoman reyndist vera þrusuvel heppnuð og náði leikstjórinn, sérvitringurinn og atvinnu­nördið James Gunn að stuða heljarinnar ferskleika, gríni … Halda áfram að lesa: Guardians of the Galaxy Vol. 2

Movie 43

Oft hef ég séð góða leikara rústa mannorði sínu tímabundið í stórum hlutverkum og skítamyndum sem lykta svo illa að mig langar að loka augunum vegna sviða, án þess að mér sé leyft það. Það er hægt að afsaka allan fjanda, eins og lélegt drama, þreyttan hrylling, latan listagjörning, ömurlega hasarmynd, í rauninni hvað sem er sem gerir ágætan leikara að algjöru fífli út lengd … Halda áfram að lesa: Movie 43

The Great Gatsby (2013)

Baz Luhrmann er kannski aðeins of upptekinn af sýndarmennsku fyrir suma, með sínar yfirgnæfandi dramaskreytingar og æpandi áhuga á því að taka eitthvað gamaldags og gera eitthvað nútímalegra við það. Hann er allavega í réttu fagi, með réttu eyrun. Í minni bók er erfitt að segja eitthvað annað en ofsalega jákvætt um mann sem er giftur flinkum búninga- og leikmyndahönnuði og hefur eingöngu gert tvær … Halda áfram að lesa: The Great Gatsby (2013)